Entries by TF3JB

,

CQ WW WPX SSB KEPPNIN 2022

CQ World Wide WPX keppnin SSB-hluti, fer fram um helgina. Þetta er 2 sólarhringa keppni sem hefst á miðnætti laugardaginn 26. mars og lýkur á miðnætti sunnudaginn 27. mars. Keppnin fer fram á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz. Markmiðið er að hafa sambönd við kallmerki með eins mörgum mismunandi forskeytum og frekast […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI Á FIMMTUDAG

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 24. mars kl. 20-22. Félagsmenn og gestir eru velkomnir. Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin liggja frammi og QSL stjóri félagsins verður búinn að flokka kortasendingar. Heitt á könnunni og veglegt kaffimeðlæti. Fyrsta sending (af fleirum) af margvíslegu radíódóti er komin í hús, sbr. meðfylgjandi ljósmyndir. Verið velkomin […]

,

SKRÁNINGU LÝKUR Á FIMMTUDAG

Námskeið ÍRA til amatörprófs hefst 28. mars n.k. Síðasti skráningardagur er fimmtudagur 24. mars. Sjá vefslóð á skipulag neðar. Stendur yfir 28. mars til 20. maí. Í Háskólanum í Reykjavík. Bæði í stað- og fjarnámi. Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga kl. 18:30-21:30. Lýkur með prófi Fjarskiptastofu sem fram fer í HR 21. maí. Námskeiðsgjald: 22.000 krónur. Síðasti […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 24. MARS

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 24. mars kl. 20-22. Félagsmenn og gestir eru velkomnir. Góður félagsskapur, nýjustu amatörtímaritin liggja frammi og QSL stjóri félagsins verður búinn að flokka nýjustu kortasendingarnar. Heitt á könnunni og veglegt kaffimeðlæti. Þess er farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta fresti því […]

,

ENN TEKIÐ Á MÓTI EFNI

Ritstjóri vekur athygli á að enn er hægt að senda efni í næsta tölublað CQ TF þar sem frestur rennur ekki út fyrr en á sunnudagskvöld. Nýja blaðið kemur út 3. apríl n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna […]

,

NÁMSKEIÐ – OPIÐ FYRIR SKRÁNINGAR.

Námskeið ÍRA til amatörprófs hefst 28. mars n.k. Ljóst er að námskeiðið verður haldið þar sem lágmarksþátttöku er náð. Sjá vefslóð á skipulag neðar. Stendur yfir 28. mars til 20. maí. Í Háskólanum í Reykjavík. Bæði í stað- og fjarnámi. Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga kl. 18:30-21:30. Lýkur með prófi Fjarskiptastofu sem fram fer í HR 21. […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 17. MARS

Opið verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 17. mars frá kl. 20:00. Félagsmenn og gestir eru velkomnir. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Heitt á könnunni og meðlæti frá Björnsbakaríi. Nýjustu amatörtímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að flokka kortasendingar fyrir opnun. Þess er farið á leit, að félagar […]

,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS VERÐUR 28. MARS

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS VERÐUR 28. MARS 28. mars til 20. maí – ef næg þátttaka fæst. Bæði í stað- og fjarnámi. Í Háskólanum í Reykjavík. Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga kl. 18:30-21:30. Námskeiðinu lýkur með prófi Fjarskiptastofu sem fram fer í HR 21. maí. Námskeiðsgjald: 22.000 krónur. Síðasti skráningardagur: 24. mars. Kennt verður í stofu HR V107 […]

,

RITSTJÓRI KALLAR EFTIR EFNI

Næsta tölublað CQ TF, 2. tölublað 2022, kemur út 3. apríl n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Nýjung er, að félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu. Skilafrestur […]

,

ENDURVARPAR Í BLÁFJÖLLUM ÚTI

Rafmagnsleysi hrjáir VHF/UHF endurvarpana í Bláfjöllum frá því í gær, 10. mars: TF1RPB (145.650 MHz).TF3RPI (439.950 MHz).TF3RPL (1297.000 MHz). Eftirfarandi VHF FM endurvarpar eru virkir og í góðu lagi: TF3RPK Skálafell (145.575 MHz). Þekur m.a. Reykjavíkursvæðið, Reykjanes og Vesturland.TF3RPA Skálafelli (145.600 MHz). Þekur m.a. Reykjavíkursvæðið, Reykjanes og Vesturland. TF3RPE Búrfell (145.700 MHz). Næst víða frá […]