Entries by TF3JB

,

NÝTT CQ TF KOMIÐ ÚT

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar, CQ TF. 2. tbl. 2022 sem kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni í dag, 3. apríl 2022. 73 – TF3SB, ritstjóri CQ TF Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2022/04/CQTF-2022-2.pdf

,

MÁLAÐ YFIR VEGGJAKR0T

Drifið var í því að mála langa bárujárnsgrindverkið við húsið í Skeljanesi föstudaginn 1. apríl. Veggjakrotið er fyrr á ferðinni í ár að sögn Baldvins Þórarinssonar, TF3-Ø33 sem hefur fylgst með umhverfinu hjá okkur og séð um að mála yfir ósómann. Baldi átti ekki heimangengt í dag, en var með í ráðum þegar 2 hressir […]

,

FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 31. MARS

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 31. mars. Sérstakur gestur okkar var Elín Sigurðardóttir, TF2EQ sem var í stuttri heimsókn á landinu. Mikið var rætt um keppnir, leiðir til að ná bættum árangri og um DX‘inn. Einnig rætt um loftnet, tækin og búnað sem hægt er að koma sér upp til að […]

,

CQ WW WPX SSB KEPPNIN 2022

CQ World Wide WPX SSB keppnin fór fram 26.-27. mars s.l. 7 TF stöðvar skiluðu inn gögnum gögnum í 4 keppnisflokkum, auk samanburðardagbóka (check-log). TF1AM – einm.fl., 20M, lágafl. TF3W – einm.fl., 20m, háafl. TF3T – einm.fl., öll bönd, háafl. TF8KY – einm.fl., öll bönd, háafl. TF2MSN – einm.fl., öll bönd, lágafl. TF3DC – samanburðardagbók […]

,

SOTA VERKEFNIÐ 20 ÁRA

SOTA verkefnið (Summits On The Air) var stofnað 2. mars 2002. Málið snýst um að fara á fjöll með fjarskiptatæki og búnað og hafa sambönd við aðra leyfishafa á amatörböndunum. Fjallatindar eru skilgreindir sérstaklega í hverju landi og hérlendis eru þeir alls 910. TF3DX varð fyrstur til að „virkja“ fjallatind samkvæmt verkefninu, þann 1. september […]

,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS HAFIÐ

Námskeiðið ÍRA til amatörprófs vorið 2022 hófst í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 28. mars. Jón Björnsson, TF3PW umsjónarmaður setti námskeiðið laust fyrir kl. 19. Sjö þátttakendur voru mættir í kennslustofu í HR og níu voru í netsambandi, m.a. frá Raufarhöfn, Sauðárkróki, Hvolsvelli, Þorlákshöfn og höfuðborgarsvæðinu. Fjartengingar gengu vel og einn þátttakandinn var t.d. staddur erlendis […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI Á FIMMTUDAG

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 31. mars kl. 20. Félagsmenn og gestir eru velkomnir. Nýjustu tímaritin liggja frammi og QSL stjóri verður búinn að flokka kortasendingar. Heitt á könnunni og kaffimeðlæti. Þrjár sendingar hafa nú borist af margvíslegu radíódóti í hús, sbr. meðfylgjandi ljósmyndir. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 24. MARS

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 24. mars. Skemmtilegt kvöld og góðar umræður yfir Lavazza kaffi og bakkelsi. Ágæt mæting, 20 manns í húsi. Töluvert af radíódóti hafði borist dagana á undan, auk þess sem Sigmundur Karlsson, TF3VE bætti um betur og færði félaginu nokkra aflgjafa þegar hann kom í hús. Þeir […]

,

18 SKRÁÐIR Á NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS

Alls skráðu sig 18 á námskeið ÍRA til amatörprófs sem hefst í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 28. mars n.k. Námsefni á prenti verður annarsvegar til afhendingar í HR (fyrstu kennslukvöldin) og hinsvegar póstlagt til þeirra sem verða í fjarnámi. Nánar verður haft samband við þátttakendur í tölvupósti með  upplýsingar um fyrirkomulag laugardaginn 26. mars. Þátttakendur […]

,

SKRÁNINGU LÝKUR Í DAG

Námskeið ÍRA til amatörprófs hefst mánudaginn 28. mars n.k. Síðasti skráningardagur er fimmtudagur 24. mars. Sjá vefslóð á skipulag neðar. Stendur yfir 28. mars til 20. maí. Í Háskólanum í Reykjavík. Bæði í stað- og fjarnámi. Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga kl. 18:30-21:30. Lýkur með prófi Fjarskiptastofu sem fram fer í HR 21. maí. Námskeiðsgjald: 22.000 krónur. […]