Entries by TF3JB

,

YOTA KEPPNIN 2021; ÚRSLIT

YOTA keppnin 2021 (3rd. Round) fór fram 30. desember. Elín Sigurðardóttir, TF2EQ ungmennafulltrúi ÍRA virkjaði TF3YOTA frá félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Hún hafði 187 sambönd. Heildarpunktar voru 25.724. Alls voru sex keppnisflokkar í boði. Elín keppti í einmenningsflokki á 3 böndum (20-40-80M) og varð í 77. sæti af 368 stöðvum sem sendu inn gögn í þessum […]

,

FRÉTTIR AF VIÐTÆKJUM YFIR NETIÐ

KiwiSDR viðtækin að Galtastöðum í Flóa og í Perlunni í Reykjavík eru virk. Einnig viðtækið á Raufarhöfn, en truflanir hrjá móttökuna þar. Viðtækin á Bjargtöngum úti. Unnið er að lausn. Galtastaðir í Flóa. KiwiSDR 10 kHz – 30 MHz: http://floi.utvarp.com/Perlan.  Airspy R2 SDR – 24 MHz til 1800 MHz. http://perlan.utvarp.comRaufarhöfn. KiwiSDR 10 kHz – 30 […]

,

ENDURVARPAR Í BLÁFJÖLLUM ENN ÚTI

Rafmagnsleysi hrjáir enn VHF/UHF endurvarpana í Bláfjöllum. Unnið er að lausn. TF1RPB (145.650 MHz).TF3RPI (439.950 MHz).TF3RPL (1297.000 MHz). Eftirfarandi VHF FM endurvarpar eru QRV og í góðu lagi: TF3RPK Skálafell (145.575 MHz). Þekur m.a. Reykjavíkursvæðið, Reykjanes og Vesturland.TF3RPA Skálafelli (145.600 MHz). Þekur m.a. Reykjavíkursvæðið, Reykjanes og Vesturland.TF3RPE Búrfell (145.700 MHz). Næst víða frá Reykjavík og […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 30. mars til 5. apríl. Alls fengu 20 íslensk kallmerki skráningu að þessu sinni á FT8, RTTY (fjarritun),  tali (SSB) og morsi (CW) á 10, 12, 15, 17, 20, 30, 40, 80 og 160 metrum. Upplýsingarnar eru fengnar á http://www.dxsummit.fi/#/  […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 7. APRÍL

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 7. apríl kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti. Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin liggja frammi og QSL stjóri verður búinn að flokka kortasendingar. Lavazza kaffi á könnunni. Þetta er síðasta opnunarkvöld fyrir páska. Félagsaðstaðan verður næst opin 28. apríl. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

CQ WW DX SSB 2021; ÚRSLIT

Úrslit liggja fyrir í CQ World Wide DX SSB keppninni sem fram fór 30.-31. október í fyrra (2021). Keppnisgögn voru send inn fyrir 11 TF kallmerki í 6 keppnisflokkum, þar af voru 2 viðmiðunardagbækur (e. check-log). Niðurstöður eru birtar í maíhefti CQ tímaritsins. Úrslit í hverjum keppnisflokki eru eftirfarandi; yfir Evrópu (E) og yfir heiminn […]

,

CQ WW DX SSB keppnin 2021; úrslit.

Úrslit liggja fyrir í CQ World Wide DX SSB keppninni sem fram fór 30.-31. október í fyrra (2021). Keppnisgögn voru send inn fyrir 11 TF kallmerki í 6 keppnisflokkum, þar af voru 2 viðmiðunardagbækur (e. check-log). Niðurstöður eru birtar í maíhefti CQ tímaritsins. Úrslit í hverjum keppnisflokki eru eftirfarandi; yfir Evrópu (E) og yfir heiminn […]

,

NÝTT CQ TF KOMIÐ ÚT

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar, CQ TF. 2. tbl. 2022 sem kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni í dag, 3. apríl 2022. 73 – TF3SB, ritstjóri CQ TF Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2022/04/CQTF-2022-2.pdf

,

MÁLAÐ YFIR VEGGJAKR0T

Drifið var í því að mála langa bárujárnsgrindverkið við húsið í Skeljanesi föstudaginn 1. apríl. Veggjakrotið er fyrr á ferðinni í ár að sögn Baldvins Þórarinssonar, TF3-Ø33 sem hefur fylgst með umhverfinu hjá okkur og séð um að mála yfir ósómann. Baldi átti ekki heimangengt í dag, en var með í ráðum þegar 2 hressir […]

,

FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 31. MARS

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 31. mars. Sérstakur gestur okkar var Elín Sigurðardóttir, TF2EQ sem var í stuttri heimsókn á landinu. Mikið var rætt um keppnir, leiðir til að ná bættum árangri og um DX‘inn. Einnig rætt um loftnet, tækin og búnað sem hægt er að koma sér upp til að […]