Entries by TF3JB

,

Fjarskiptaáætlun 2011-2014 og 2011-2022

Póst- og fjarskiptastofnun kynnti á vef sínum í dag, 27. október, um drög að nýrri fjarskiptaáætlun sem eru til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu, en ráðherra hefur ákveðið að leggja nýja fjarskiptaáætlun fyrir Alþingi á 140. löggjafarþingi nú í haust. Verkefnið var unnið í innanríkisráðuneytinu með aðkomu Póst- og fjarskiptastofnunar, auk vinnuhópa úr stjórnkerfinu í umsjón verkefnisstjórnar […]

,

Ný tíðni fyrir TF8SDR, 144.550 MHz

Í samtali við Ara Þórólf Jóhannesson, TF3ARI, á þriðjudag (25. október) kom m.a. fram, að þeir Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM, hafi sett upp Windom loftnet (í stað eldra LW loftnets) til viðtöku merkja suður á Garðskaga um s.l. helgi. Truflanir í viðtöku eru þó enn í ca. S5 á mæli og á eftir að finna […]

,

Truflanir í segulsviðinu

Miklar truflanir eru í segulsviðinu um þessar mundir. Þær hófust í gær (24. október) um kl. 18:30, sbr. meðfylgjandi línurit. Á línuritunum hér fyrir neðan má sjá stöðuna kl. 09 í morgun (25. október). Spáin er þess efnis að truflanir haldi áfram í dag og að ójafnvægis muni gæta jafnvel fram á fimmtudag (27. október). […]

,

Vilhjálmur TF3DX verður með fimmtudagserindið

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, flytur fimmtudagserindið á vetrardagskrá félagsins í þessari viku, þann 27. október n.k. Umræðuefnið er „Merki og mótun” og byggir á kennsluefni sem hann útbjó fyrir námskeið Í.R.A. til amatörprófs s.l. vor. Það er vaxandi gróska í merkjafræðilegri þróun amatörfjarskipta, og því heppilegra að leggja fremur áherslu á grunnhugmyndir þeirra fræða en sögulega […]

,

Frábær árangur hjá TF3DX úr bílnum

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, hefur náð þeim frábæra árangri úr bílnum að undanförnu, að hafa haft sambönd við stöðina T32C, sem er staðsett á Austur-Kiribati í norðurhluta Line eyjaklasans í Kyrrahafi, á samtals 9 böndum, þ.e. 1.8 – 3.5 – 7 – 10 – 14 – 18 – 21 – 24 og 28 MHz. Vilhjálmur sagði, […]

,

Gervitunglafjarskipti, kynningardagur laugardag 22. okt

Vetrardagskrá félagsins hefur gengið með afbrigðum vel það sem af er. Næsti viðburður fer fram á morgun, laugardaginn 22. október í Skeljanesi, kl. 14-17. Þá verður Benedikt Sveinsson, TF3CY, með kynningu á því hvernig DX sambönd fara fram um gervitungl og býður upp á sýnikennslu frá félagsstöðinni, TF3IRA. Þetta er spennandi viðburður, þar sem stöðin […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3ZA

Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA, flutti afar fróðlegt erindi félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi þann 20. október í máli og myndum um 10 daga DX-leiðangur sem farinn var til Jan Mayen fyrri hluta júlímánaðar í sumar (2011). Jón var í hópi átta leyfishafa frá alls sex þjóðlöndum, Bandaríkjunum, Grikklandi, Íslandi, Póllandi, Sviss og Svíþjóð. Kallmerkið JX5O var […]

,

Jón Ágúst, TF3ZA, verður með fimmtudagserindið

Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA, var einn af átta leyfishöfum sem fóru í DX-leiðangur til Jan Mayen sumarið 2011 og starf- ræktu kallmerkið JX5O. Aðrir leyfishafar (auk Jóns) voru: Stan SQ8X; Vicky SV2KBS/LA7VPA; Bernhard HB9ASZ; Leszek NI1L; Björn SM0MDG; Tom SQ9C; og Pete SQ9DIE. Þrátt fyrir tiltölulega óhagstæð skilyrði hafði hópurinn alls 17.844 QSO. Hópurinn sigldi […]

,

Vel heppnaður flóamarkaður í Skeljanesi

Flóamarkaður Í.R.A. að hausti fór fram sunnudaginn 16. október 2011. Alls mættu yfir 35 manns á viðburðinn sem hófst  stundvíslega kl. 13 og stóð yfir fram til kl. 16. Framboð var ágætt, m.a. notaðar UHF stöðvar, mikið af smíðaefni, íhlutir, kassar til smíða, ýmis mælitæki og margs konar aukahlutir, m.a. frá MFJ og Yaesu, auk […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3KX

Fyrsta fimmtudagserindið á vetrardagskrá félagsins 2011 var haldið fimmtudaginn 13. október. Fyrirlesari kvöldsins var Kristinn Andersen, TF3KX, og nefnist erindið: „Faros”; sjálfvirk vöktun HF-skilyrða með radíóvitum. Kristinn útskýrði vel forsendur og nytsemi “Faros” forritsins. Sem dæmi um nytsemi upplýsinganna (en skoða má útbreiðslu eftir tíðnisviðum eftir dögum aftur í tímann) gat hann þess, að við […]