Entries by TF3JB

,

TF3DX verður með fimmtudagserindið

Næsta fimmtudagserindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið í Skeljanesi fimmtudaginn 15. mars kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX og nefnist erindið: Hvernig reiknar IARU forritið sviðsstyrk og öryggismörk amatörsendinga? Vilhjálmur mun kynna uppfærða útgáfu ICNIPRcalc forrits IARU Svæðis 1 sem nefnist ICNIRPcalc V1.01 sem nú er boðið á ensku, frönsku og þýsku. Auðvelt er að setja ýmsar breytur inn í forritið, […]

,

Skráningu lýkur á föstudag

Skráningu í próf til amatörleyfis lýkur föstudaginn 16. mars næstkomandi. Áhugasamir geta skráð nafn sitt á “ira hjá ira.is”. Fyrirspurnum má jafnframt beina á sama töluvpóstfang. Hugmyndin er, að bjóða upp á próf í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi laugardaginn 28. apríl n.k. án undanfarandi námskeiðs, að því tilskyldu að næg þátttaka fáist. Fáist næg þátttaka, mun félagið bjóða upp […]

,

RDXC, Russian DX keppnin 2012

19. alþjóðlega RDXC keppnin verður haldin á vegum SSR helgina 17.-18. mars n.k. Í boði eru 10 keppnisriðlar á öllum böndum, 160m-10m. Keppnin er „sólarhringskeppni” sem hefst á hádegi laugardaginn 17. mars. Heimilt er að keppa á morsi, tali eða báðum tegundum útgeislunar (e. mixed). Skipst er á RS(T) og raðnúmeri sem hefst á 001, en rússneskar stöðvar gefa upp RS(T) […]

,

TF3ML setur nýtt fjarlægðarmet á 50 MHz

Ólafur B. Ólafsson, TF3ML og Kari Hämynen, OH7HXH, settu nýtt fjarlægðarmet innan IARU Svæðis 1 þann 4. mars 2012 þegar þeir höfðu samband á SSB yfir norðurljósabeltið (e. aurora) á 50 MHz. Fjarlægðin er alls 2.522 km. Ólafur átti reyndar fyrra metið í þessum flokki, sem hefur staðið óbreytt frá árinu 2000, þegar hann hafði samband við ES2QM. Fjarlægðin […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3KX

Kristinn Andersen, TF3KX, flutti fimmtudagserindið þann 8. mars og nefndist það QRP kvöld; heimasmíði og notkun QRP senda. Erindið var bæði áhugavert og bráðskemmtilegt og þurftu félagsmenn margs að spyrja. Um 30 félagsmenn og gestir mættu í félagsaðstöðuna í Skeljanesi. Kristinn fjallaði m.a. um alþjóðlegar skilgreiningar á QRP afli og QRPp afli sem er mest 5W annars vegar, og 1w […]

,

Skráning er opin til 16. mars n.k.

Líkt og verið hefur til kynningar hér á heimasíðunni s.l. tvær vikur, er hugmyndin að bjóða upp á að haldið verði próf til amatörleyfis þann 28. apríl n.k. án undanfarandi námskeiðs, að því tilskyldu að næg þátttaka fáist. Vakin er athygli á, að skráning er opin til og með 16. mars n.k. Áhugasamir geta skráð nafn sitt […]

,

Truflanir í segulsviðinu

Töluverðar truflanir hafa verið í segulsviðinu s.l. sólarhring (6.-7. mars) sbr. meðfylgjandi línurit. Á línuritunum má sjá stöðuna frá hádegi 6. mars til hádegis 7. mas. Skilyrðaspár benda til að truflanir geti haldið eitthvað áfram. Efsta línuritið (Z) sýnir styrkleika segulsviðs jarðar í stefnu lóðrétt niður, næsta línurit (H) sýnir láréttan styrkleika sviðsins og neðsta línuritið (D) […]

,

TF1RPB í Bláfjöllum brátt QRV á ný

Í undirbúningi er, strax og veður gefst, að setja upp á ný endurvarpsstöð félagsins í Bláfjöllum. TF1RPB („Páll”) hefur nú verið úti í rúmlega 4 mánuði eftir að stagfesta á háum tréstaur sem hélt uppi loftneti fyrir stöðina slitnaði í ofviðri seint í október s.l. Það olli því að staurinn féll til jarðar og brotnaði. Í framhaldi […]

,

Kristinn TF3KX verður með fimmtudagserindið

Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 8. mars n.k. Þá kemur Kristinn Andersen, TF3KX í Skeljanesið og nefnist erindi hans: QRP kvöld; heimasmíði og notkun QRP senda. Kristinn mun bæði hafa til sýnis heimasmíðaða QRP senda og keypta, m.a. frá Elecraft. Hann bendir á að það gæti verið skemmtilegt að félagsmenn sem eiga QRP tæki (heimasmíðuð og […]

,

ARRL DX keppnin 2012 á SSB er um helgina

ARRL International DX keppnin 2012 á SSB verður haldin um komandi helgi, dagana 3.-4. mars. Keppnin er tveggja sólarhringa keppni og hefst á miðnætti á laugardeginum (kl. 00:00) og lýkur á sunnudagskvöld kl. 23:59. Keppnin fer fram á öllum böndum, þ.e. frá 160-10 metra. Markmið keppninnar er að hafa eins mörg QSO og mögulegt er á þessum tveimur […]