Entries by TF3JB

,

Aðalfundur Í.R.A. 2012 er laugardaginn 19. maí

Aðalfundur Í.R.A. 2012 verður haldinn laugardaginn 19. maí n.k. í Snæfelli (áður “Yale”) fundarsal Radisson Blu hótel Sögu, við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt félagslögum. Nánar er vísað í fundarboð sem var sent til félagsmanna þann 28. apríl s.l. og auglýsingar í 2. tbl. CQ TF sem sent var til félagsmanna […]

,

Farsælt flug TF3CCP miðvikudaginn 9. maí

Nemendur við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík sendu upp í dag, þann 9. maí, loftbelg í framhaldi af 8. EVE Online Fanfest hátíð tölvuleikjaframleiðandans CCP sem haldin var í Reykjavík 22.-24. mars s.l. Upphaflega átti að setja belginn á loft þann 24. mars, en veður hamlaði og var fluginu frestað. Þetta flug fór nú fram í […]

,

EchoLink tenging TF3GW nú með tónlæsingu

Þór Þórsson, TF3GW, hefur nú útbúið EchoLink gátt sína á 145.325 MHz með hefðbundinni tónlæsingu, CTCSS. Tónninn sem er notaður er á 67 riðum. Stöðin er 25W og er stillt á “wideband” mótun. Breyting þessi var gerð 7. maí 2012 kl. 18:00. Fram kom í símtali við Þór í dag, að með innsetningu tónlæsingarinnar getur EchoLink gáttin […]

,

EchoLinkur TF3GW QRV á ný

Þór Þórisson, TF3GW, hefur á ný gangsett EchoLink sinn á tíðninni 145.325 MHz; “node” númer 283634. Í samtali við Dadda í síma í dag, 5. maí, kom m.a. fram, að hann hefur að undanförnu unnið að uppfærslu búnaðarins, m.a. beinis (e. router), tölvu og hljóðkorts. Hann tekur fram, að enn geti komið fram hnökrar í notkun þar sem síðustu […]

,

Niðurstöður CQ WW RTTY DX keppninnar 2011

Í maíhefti CQ tímaritsins 2012 eru birtar niðurstöður úr CQ World-Wide RTTY DX keppninni sem fram fór dagana 25.-26. september 2011. Ágæt þáttaka var frá TF, en alls sendu fimm stöðvar inn keppnisdagbækur í fjórum keppnisflokkum. Ársæll Óskarsson, TF3AO, var með bestan árangur af TF stöðvum, bæði í sínum keppnisflokki og í heild, eða 689,274 stig. Að baki þeim árangri voru […]

,

Tónlæsingu TF8RPH breytt þann 1. maí

Líkt og fram kom í fréttadálki hér á heimasíðunni þann 21. apríl, var endurvarpinn TF8RPH settur upp í tilraunaskyni, m.a. með prófun mismunandi tónlæsinga í huga. Endurvarpinn hefur nú, um 10 daga skeið, verið útbúinn með DCS 023 tónlæsingu. Nú er komið að því að gera tilraun með hefðbundna tónlæsingu, CTCSS, og var endurvarpanum breytt […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3CY

Benedikt Sveinsson, TF3CY, flutti fimmtudagserindið þann 26. apríl og fjallaði um RF magnara radíóamatöra. Erindið var fræðandi og skemmtilega flutt. Hann fjallaði m.a. um helsta mun á lampa og transistormögnurum og skýrði frá eigin reynslu í magnarasmíðum og benti mönnum á nytsamar vefslóðir í þeim efnum. Erindi Benedikts var það síðasta í röð erinda á […]

,

Próf til amatörleyfis fór fram 28. apríl

Próf á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis var haldið í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes 28. apríl. Prófið var tvískipt, annarsvegar í undirstöðuatriðum í raffræði og radíótækni og hinsvegar í reglugerð og viðskiptum. Alls þreyttu átta manns fyrri hluta prófsins og fimm manns þann síðari. Tveir náðu fullnægjandi árangri til G-leyfis í tæknihlutanum og allir […]

,

Boðun aðalfundar Í.R.A. 19. maí 2012

Með tilvísan til 16. gr. félagslaga er hér með boðað til aðalfundar Í.R.A. laugardaginn 19. maí 2012. Fundurinn verður haldinn í Snæfelli (áður “Yale”) fundarsal Radisson Blu hótel Sögu, við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt félagslögum. Samkvæmt ákvæði í 26. gr. laganna þurftu tillögur að lagabreytingum að berast stjórn […]