Entries by TF3JB

,

TF stöðvar QRV á D-Star á 144 MHz

Fyrsta sambandið sem vitað er um að haft hafi verið hérlendis á D-Star tegund stafrænnar útgeislunar (e. Digital Smart Technologies for Amateur Radio) var haft á 144 MHz þann 30. júní. Það voru þeir Jón Ingvar Óskarsson, TF1JI og Ólafur Helgi Ólafsson, TF3ML, sem höfðu sambandið á milli Eyjafjalla og Garðabæjar; fjarlægð er tæpir 110 km. Jón Ingvar notaði Icom IC-E92D handstöð […]

,

Miklar truflanir í segulsviðinu

Töluverðar truflanir hafa verið í segulsviðinu s.l. sólarhring. Linuritin neðar á síðunni sýna það sem hefur verið að gerast síðastliðinn sólarhring, þ.e. frá hádegi 16. júní til hádegis 17. júní. Á hádegi í dag, þann 17. júní, stóð K-gildið í rúmlega 6, en vísun yfir 5 er flokkuð sem segulstormur. Skilyrðaspár eru þess efnis að truflanir haldi áfram […]

,

Tónlæsing TF8RPH færð til baka

Eftir töluverða skoðun, hefur verið ákveðið að skipta tónlæsingu endurvarpans TF8RPH á Garðskaga á ný yfir á hefðbundna tónlæsingu, CTCSS, og verður endurvarpanum breytt samkvæmt því í dag, laugardaginn 16. maí, kl. 16:00. Sami tónn verður notaður og áður, þ.e. á 88,5 riðum. Stöðin verður áfram stillt á “wideband” mótun. Þessi breyting er hugsuð til framtíðar. Þegar […]

,

Haraldur Sigurðsson, TF3A, er látinn

Haraldur Sigurðsson, TF3A, hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað, RST 000. Sonur hans, Haukur Þór Haraldsson, TF3NAN, hefur sent erindi til félagsins þess efnis að faðir hans hafi látist á líknardeild Landspítalans í gær, 14. júní. Haraldur var á 81. aldursári, leyfishafi nr. 26 og heiðursfélagi í Í.R.A. Um leið og við […]

,

TF3RPC í Reykjavík QRV á ný

Endurvarpi félagsins við Hagatorg í Reykjavík, TF3RPC, er QRV á ný. Sigurður Harðarson, TF3WS, tengdi stöðina í morgun (15. júní) og var “Einar” fullbúinn um kl. 10:30. Prófanir lofa góðu og í öllum tilvikum virðast merkin góð. Vegna breytinga í húsnæðinu þar sem endurvarpinn hefur aðstöðu, þurfti að færa stöðina til. Jákvæð áhrif breytingarinnar eru m.a. styttri fæðilína sem nú […]

,

Turnefni til ráðstöfunar fyrir TF3IRA

Um nokkurn tíma hefur félaginu staðið til boða að fá til ráðstöfunar turneiningar og annað loftnetaefni sem upphaflega var í notkun á Rjúpnahæð. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, auglýsti eftir aðstoð á póstlista félagsins þann 5. júní s.l., með það í huga að sækja þetta efni þegar ljóst var að vel búin vörubifreið (með krana) á vegum G. Svans Hjálmarssonar, […]

,

TF3RPC verður QRT í vikutíma

Endurvarpinn TF3RPC verður QRT í rúma viku vegna viðhaldsframkvæmda í húsnæðinu sem hann hefur til nota við Hagatorg. Áætlað er að unnt verði að tengja hann á ný eigi síðar en föstudaginn 15. júní n.k.

,

Ný heimild frá Póst- og fjarskiptastofnun

Í.R.A. hefur borist erindi frá Póst- og fjarskiptastofnun dags. 6. júní 2012 þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er, frá og með deginum í dag, veitt heimild til að nota PSK-31 tegund útgeislunar (6OH0J2B) á 60 metrum. Heimildir fyrir öðrum mótunaraðferðum í tíðnisviðinu eru áfram óbreyttar, þ.e. J3E (USB) og A1A (CW) miðað við 3 kHz hámarksbandbreidd. Heimild […]

,

Skipt um tónlæsingu á TF8RPH

Á stjórnarfundi í félaginu þann 30. maí s.l. var samþykkt að fara þess á leit við þá TF3ARI og TF8SM, umsjónarmenn endurvarpans TF8RPH, að breyta tónlæsingu stöðvarinnar á ný yfir í stafræna kóðun, DCS-023. Samkvæmt samtali við TF3ARI í síma í dag, verður breytingin gerð í kvöld, mánudaginn 4. júní 2012 kl. 20:00. TF8RPH varð QRV þann […]

,

Starfshópur um mótun neyðarfjarskiptastefnu

Á stjórnarfundi í Í.R.A. þann 30. maí var samþykkt að auglýsa eftir áhugasömum félagsmönnum til að taka sæti í starfshópi sem geri tillögur um neyðarfjarskiptastefnu Í.R.A. Áhugasamir eru beðnir um að setja sig í samband við formann, aðra stjórnarmenn eða að senda tölvupóst á ira hjá ira.is fyrir 5. júlí næstkomandi. Gert er ráð fyrir […]