Entries by TF3JB

,

TF3KB verður með fimmtudagserindið

Kristján Benediktsson, TF3KB, verður með næsta erindi á vetrardagskrá félagsins. Það verður haldið fimmtudaginn 6. desember n.k. í félagsaðstöðunnni við Skeljanes undir yfirskiftinni Endurbætt bandplan fyrir IARU Svæði 1. Tíðniheimildir radíóamatöra eru settar fram í reglugerðum í sérhverju aðildarlanda ITU, þ.m.t. hér á landi og eru að miklu leyti samræmdar um allan heim. Ísland er hluti af IARU Svæði […]

,

Innslag um radíóamatöra á RÚV á sunnudag

Landinn er frétta- og þjóðlífsþáttur þar sem fréttamenn RÚV færa áhorfendum fréttir og fróðleik. Markmiðið er þó ekki síst að segja sögur af fólkinu í landinu. Í næsta þætti Landans, sem sýndur verður á morgun, sunnudag, verður innslag um starfsemi radíóamatöra, m.a. frá keppnisþátttöku og fleira. Þátturinn er á dagskrá sunnudaginn 2. desember kl. 19:40. Stjórn Í.R.A. […]

,

Innslag um radíóamatöra á RÚV á sunnudag

Landinn er frétta- og þjóðlífsþáttur þar sem fréttamenn RÚV færa áhorfendum fréttir og fróðleik. Markmiðið er þó ekki síst að segja sögur af fólkinu í landinu. Í næsta þætti Landans, sem sýndur verður á morgun, sunnudag, verður innslag um starfsemi radíóamatöra, m.a. frá keppnisþátttöku og fleira. Þátturinn er á dagskrá sunnudaginn 2. desember kl. 19:40. Stjórn Í.R.A. […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3GL

Guðmundur Löve, TF3GL, flutti fróðlegt erindi í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes fimmtudaginn 29. nóvember s.l. undir heitinu: Áhugaverðar nýjungar í endurvarpsstöðvum á VHF/UHF. Hann fjallaði m.a. um samanburð á merkjum frá endurvarpa, bílstöð og handstöð á VHF og UHF, út frá mismunandi tæknilegum forsendum og mismunandi staðsetningu endurvarpa, s.s. á Skarðsmýrarfjalli, Skálafelli, í Bláfjöllum, Vestmannaeyjum, á […]

,

Námskeið fyrir próf til amatörleyfis, skráning

Stjórn Í.R.A. samþykkti nýlega á fundi sínum, að félagið bjóði á næstunni upp á námskeið til undirbúnings amatörprófs. Fyrirhugað er að námskeiðið standi yfir um 10 vikna skeið, frá febrúar til apríl n.k. og ljúki með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar laugardaginn 4. maí 2013. Námskeiðið verður kvöldnámskeið og verður kennt tvö kvöld í viku, 2 kennslustundir í senn. […]

,

Góður árangur í CQ WW miðað við skilyrði

            Vitað er um a.m.k. fimm TF kallmerki sem voru QRV í CQ World-Wide DX morskeppninni sem haldin var um s.l. helgi, 24.-25. nóvember, þ.e. TF2CW, TF3SG, TF3VS, TF4X og TF8GX.TF2CW keppti í einmenningsflokki á 14 MHz, háafli, aðstoð og hafði alls 3.059 QSO. TF4X (ops: G3SWH, N3ZZ, WA6O, UA3AB, TF3DC og TF3Y) keppti í […]

,

TF3GL verður með fimmtudagserindið 29. nóv

Guðmundur Löve, TF3GL, flytur næsta fimmtudagserindi á vetrardagskrá Í.R.A. Það verður haldið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi þann 29. nóvember n.k. kl. 20:30. Umræðuefnið er: Áhugaverðar nýjungar í endurvarpsstöðvum radíóamatöra á VHF/UHF. Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar verða í boði félagsins.

,

Fréttir úr Skeljanesi í nóvember

Nýr tengiliður Í.R.A. gagnvart LoTW. Undirbúningur vetrardagskrár Í.R.A. janúar-apríl 2013. Tilflutningur í fundarsal í Skeljanesi. Merkingar í fjarskiptaherbegi. Nýr tengiliður gagnvart LoTW. Mathías Hagvaag, TF3-Ø35, var formlega skipaður tengiliður Í.R.A. gagnvart Logbook of the World, LoTW, á stjórnarfundi í félaginu þann 6. nóvember s.l. Mathías tók við verkefninu til bráðabirgða þann 2. október s.l. þegar Ársæll Óskarsson, TF3AO, óskaði eftir […]

,

TF3JB verður á 3. sunnudagsopnun vetrarins

3. sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin sunnudaginn 25. nóvember n.k. kl. 10:30 í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Jónas Bjarnason, TF3JB, mætir í sófaumræður og er yfirskriftin: Reglugerðarmál. Veitt verður yfirlit yfir reglugerðir um starfsemi radíóamatöra hér á landi frá upphafi og stiklað á stóru, en m.a. staðnæmst reglugerðina 1977 þegar við fengum m.a. “restina” af 80 metra bandinu, SSTV og […]

,

CQ WW morskeppnin 2012 er um helgina

CQ World-Wide DX CW keppnin 2012 verður haldin um næstu helgi, dagana 24.-25. nóvember. Keppnin er 48 klst. keppni og hefst kl. 00:00 á laugardag og lýkur kl. 23:59 á sunnudag. CQ World-Wide er fram á öllum böndum, þ.e. 80, 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Í boði eru fjölmargir keppnisriðlar, bæði fyrir einmennings- og fleirmenningsþáttöku […]