Entries by TF3JB

,

Fréttir af félagsaðstöðu í Skeljanesi

Um verslunarmannahelgina var haldið áfram við að bæta félagsaðstöðuna í Skeljanesi, á milli þess sem TF3IRA var starfrækt í TF útileikunum. Lokið hefur verið við tiltekt í herbergi á 2. hæð sem sem notast fyrir kortastofu félagsins, vísi að smíðaaðstöðu og bókaskápa fyrir handbækur ÍRA. Félagar hafa á ný góðan aðgang að QSL skáp kortastofunnar. […]

,

TF útileikarnir eru um helgina

TF útileikarnir 2018 verða haldnir um verslunarmannahelgina, 4.-6. ágúst. Hafa má sambönd á 4 böndum: 160 m, 80 m, 60 m og 40 m. Sambönd á hærri tíðnum teljast eins og sambönd á 40 m. Tilgreind tímabil hér að neðan eru einungis til að þétta virknina en sambönd utan þeirra skrást jafnt til stiga. Þátttökutímabil: […]

,

ÞAKKIR TIL FÉLAGSMANNA

Margir hafa haft samband eftir að 2. tbl. CQ TF kom út og þakkað fyrir blaðið. Gjarnan er um leið spurt um vefslóð á 1. tbl. sem kom í apríl, og er hún birt neðar á síðunni. Næsta CQ TF (3. tbl. 2018) kemur út þann 7. október n.k. og er síðasti skiladagur efnis 22. […]

,

Vel heppnuð laugardagsopnun

Laugardagsopnum var í Skeljanesi 28. júlí. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætti á staðinn með mælitæki. Byrjað var á að rannsaka skemmdan kóaxkapal. Með því að nota Rigexpert AA-1400 loftnetsgreini tókst fljótt að staðsetja bilunina. Þá voru sérstaklega tekin til skoðunar loftnet á VHF/UHF handstöðvum. Í ljós kom að loftnet handstöðva frá þekktum framleiðendum reyndust í […]

,

LAUGARDAGUR Í SKELJANESI

Opið verður í Skeljanesi laugardaginn 28. júlí frá kl. 14:00. TF1A mætir á staðinn með mælitækin. Menn eru velkomnir með VHF/UHF handstöðvar og fá mælingu til fullvissu um gæðin. Verkefnið er, að komast að því fyrir hvaða tíðni það loftnet er sem fylgir með stöðinni. Sumum kínverskum handstöðvum fylgja t.d. loftnet sem eru merkt 136-174 […]

,

TF útileikarnir, kynning TF3EK.

Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, mætti í félagsaðstöðuna í Skeljanesi 26. júlí og kynnti reglurnar, en TF útileikarnir verða haldnir um verslunarmannahelgina, 4.-6. ágúst n.k. Hann fór vel yfir reglurnar sem voru uppfærðar fyrir leikana í fyrra. Hann útskýrði m.a. stigagjöf og margfaldara, en margfaldararnir (e. Maidenhead locator) eru notaðir til að reikna endanlegan stigafjölda. […]

,

TF útileikarnir 2018; kynning

TF útileikarnir 2018 verða haldnir um verslunarmannahelgina, 4.-6. ágúst n.k. Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, mætir í félagsaðstöðuna í Skeljanesi fimmtudaginn 26. júlí og kynnir reglurnar og segir frá loftnetum sem henta fyrir útileika. Einn af kostum þess að vera /P er að þá eru betri aðstæður fyrir loftnet sem henta á lægri böndunum en flestir […]

,

CQ TF – nýtt tölublað er komið

Ágætu félagar! Mér veitist sú ánægja að tilkynna ykkur um útkomu 2. tbl. CQ TF 2018. Blaðið kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni. Ég vil þakka höfundum efnis og TF3VS sem annaðist uppsetningu. CQ TF er að þessu sinni 50 blaðsíður að stærð. 73 – TF3SB, ritstjóri CQ TF. Hér má finna PDF […]

,

Úrslit í VHF/UHF leikum ÍRA 2018

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður leikanna flutti stutta kynningu í Skeljanesi fimmtudaginn 12. júlí. Þar kom m.a. fram, að 19 stöðvar skiluðu inn gögnum, samanborið við 17 í leikunum í fyrra. Færslur voru alls 772 í gagnagrunni og 386 QSO í heildina. Óskar Sverrisson, TF3DC, varaformaður félagsins flutti stuttan inngang. Hann þakkaði TF8KY og hópnum vinnu […]

,

AFHENDING VERÐLAUNA Í VHF/UHF LEIKUM 2018

Afhending verðlauna í VHF/UHF leikum ÍRA 2018 fer fram í Skeljanesi, fimmtudaginn 12. júlí n.k. kl. 20:30. Alls tóku tæpir tveir tugir leyfishafa þátt í leiknum sem fram fóru helgina 7.-8. júlí og er þetta besta þátttaka frá upphafi (árið 2012). Að sögn Hrafnkels, TF8KY, verður vefsíða leikanna opin til hádegis á fimmtudag (12. júlí) […]