Entries by TF3JB

,

Farið í loftið með leiðbeinanda

Nýtt og spennandi hraðnámskeið verður í boði laugardaginn 17. nóvember kl. 10-12. Það nefnist: „Fyrstu skrefin, farið í loftið með leiðbeinanda“. Farið verður í loftið í fjarskiptaherbergi félagsins í Skeljanesi – á CW, SSB eða FT8 – allt eftir óskum þeirra sem mæta. Námskeiðið er hugsað til að hjálpa þeim leyfishöfum sem eru með nýtt […]

,

Ari TF1A verður í Skeljanesi á fimmtudag

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA verður haldið fimmtudaginn 15. nóvember kl. 20:30. Þá mætir Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A í Skeljanes með erindi um: „Þetta FT8 sem er svo vinsælt um þessar mundir“. Hann sviptir leyndardómnum af þessari „nýju“ tegund útgeislunar sem hefur náð gríðarlegri útbreiðslu á meðal leyfishafa um allan heim á skömmum tíma og […]

,

ERINDI SÆMUNDAR TF3UA UM FLUTNINGSLÍNUR

Sæmundur Þorsteinsson TF3UA mætti í Skeljanes fimmtudaginn 8. nóvember og hélt erindi undir heitinu „Flutningslínur“. Fram kom í upphafi, að fæðilínur eru jöfnum höndum kallaðar flutningslínur og flytja afl (merki) á milli sendis og loftnets, yfirleitt í báðar áttir. Fram kom einnig, að flutningslínur þykja lítt áhugaverðar þegar bylgjulengdin er miklu lengri en línan sjálf. […]

,

TF3UA VERÐUR Í SKELJANESI Á FIMMTUDAG

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA verður haldið fimmtudaginn 8. nóvember kl. 20:30. Þá mætir Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA, í Skeljanes með erindi um „Flutningslínur“. Þess má geta að fæðilínur eru jöfnum höndum kallaðar flutningslínur og flytja afl (merki) á milli sendis og loftnets – yfirleitt í báðar áttir. Sæmundur mun einnig ræða skyld atriði er varða […]

,

SÓFAUMRÆÐUR Á SÓLRÍKUM SUNNUDEGI

Jónas Bjarnson TF3JB mætti í Skeljanes 4. nóvember og leiddi sófaumræður á sunnudegi um reglugerðarumhverfi radíóamatöra og WRC-19 (e. World Rado Conference). Hann opnaði umfjöllunina með erindi sem skiptist í inngang og fimm stutta kafla: • Settar reglugerðir 1947-2017. • Helstu breytingar á þessu tímabili skv. reglugerðum, reglum og sérákvörðunum. • Umsóknir ÍRA til Póst- […]

,

UPPFÆRSLA HJÁ KORTASTOFU ÍRA

Mathías Hagvaag, TF3MH, QSL stjóri kortastofu ÍRA, lauk við uppfærslu á merkingum QSL kassa stofunnar í dag, laugardaginn 3. nóvember. Þrír leyfishafar koma að þessu sinni inn með sérmerkt hólf: TF1OL – Ólafur Örn Ólafsson. TF3VE – Sigmundur Kalsson. TF8YY – Garðar Valberg Sveinsson. Mathías sagði að nú væru alls 110 félagar með merkt hólf. […]

,

Ferðaloftnet á stuttbylgjuböndum

Andrés Þórarinsson TF3AM mætti í Skeljanes fimmtudaginn 1. nóvember og hélt erindi undir heitinu „Ferðaloftnet á stuttbylgjuböndum“. Andrés opnaði kvöldið með fljúgandi góðum inngangi í máli og myndum um jeppa og fjallabíla utan alfaraleiðar og bestan loftnetsbúnað til fjarskipta innanlands á lágu böndunum, 80, 60 og 40 metrum. Síðan fór hann yfir loftnetafræðina og mismunandi […]

,

Sófaumræður á sunnudegi í Skeljanesi

Næsti liður á vetrardagskrá ÍRA í Skeljanesi eru sófaumræður á sunnudegi. Jónas Bjarnason TF3JB mætir í sófaumræður sunnudaginn 4. nóvember og er yfirskriftin: “Reglugerðarumhverfi radíóamatöra á Íslandi í 70 ár og WRC-19”. Húsið verður opnað kl. 10 árdegis. Miðað er við að dagskrá verði tæmd á hádegi. Kaffiveitingar. Um sunnudagsopnanir. Sunnudagsopnanir hafa verið skýrðar á […]

,

TF3AM í Skeljanesi á fimmtudagskvöld

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA verður haldið i fimmtudaginn 1. nóvember. Þá mætir Andrés Þórarinsson, TF3AM í Skeljanes og nefnist erindi hans „Ferðaloftnet á stuttbylgjuböndum“. Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30. Stjórn ÍRA hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Veglegar kaffiveitingar.

,

Áhugaverðar niðurstöður mælinga

Jón G. Guðmundsson TF3LM mætti í Skeljanes fimmtudaginn 25. október og fór yfir niðurstöður mælinga alls 19 VHF og VHF/UHF handstöðva, auk 2 VHF bílstöðva, sem gerðar voru á laugardagsopnum í félagsaðstöðunni þann 1. september s.l. Um var að ræða sameiginlegt verkefni þeirra TF1A. Skýrt var frá helstu niðurstöðum í máli og myndum. Athyglisvert var […]