Entries by TF3JB

,

FRÉTTIR ÚR SKELJANESI

Þrennt var í gangi í félagsaðstöðunni í gær, laugardaginn 1. desember. Elín TF2EQ og Árni Freyr TF8RN settu nýja kallmerkið TF3YOTA í loftið og höfðu nær 100 QSO. Þau voru sammála um að móttökur hafi verið góðar og höfðu m.a. sambönd við fjölda annarra kallmerkja sem enda á „YOTA“. Á neðri hæðinni var haldið áfram […]

,

TF3YOTA verður QRV Í DESEMBER

Á stjórnarfundi í ÍRA þann 13. nóvember s.l. var samþykkt að félagið verði þátttakandi í YOTA verkefni IARU. Í framhaldi var sótt um kallmerkið TF3YOTA til Póst- og fjarskiptastofnunar. Að sögn Lisu Leenders, PA2LS, ungmennafulltrúa IARU Svæðis 1 og stuðningsaðila „Youngsters on The Air, YOTA“ verður verkefnið rekið í desembermánuði ár hvert og er hugsað […]

,

Auðvelt að fjarstýra HF stöð yfir netið

Ágúst H. Bjarnason, TF3OM, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 29. nóvember og hélt erindið: „Að fjarstýra stöð yfir netið.“ Ágúst var með afar greinargott erindi um reynslu sína í þessum efnum, en hann hefur aðstöðu fyrir loftnet og búnað í sumarhúsi í u.þ.b. 100 km fjarlægð frá heimili sínu í Garðabæ. Hann notar Kenwood TS-480 stöð […]

,

AÐ FJARSTÝRA HF STÖÐ YFIR NETIÐ

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA verður haldið fimmtudaginn 29. nóvember kl. 20:30. Þá mætir Ágúst H. Bjarnason, TF3OM, í Skeljanes með erindi um: „Fjarstýringu á amatörstöð yfir netið“. Ágúst hefur ekki farið varhluta af auknum truflunum í viðtöku í HF sviðinu hin síðari ár fremur en aðrir leyfishafar búsettir í þéttbýli. Hann býr það vel […]

,

Stórvirki í Skeljanesi 24.-25. nóvember.

Helgina 24.-25. nóvember stóð hópur félagsmanna í ströngu í Skeljanesi. Verkefnið var að skipta út turni, Alfa Spid Rak rótor, Fritzel FB-33 loftneti og fæðilínu. Eftirfarandi var gert: Nýr turn var settur upp – hærri og öflugri. TF2LL gaf og gerði nýjan turn kláran og smíðaði öflugar botnfestingar (fellanlegar) sem og rótorsæti sem er rétt […]

,

Mikill áhugi félagsmanna á heimasmíðum

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 22. nóvember og hélt erindi undir heitinu: „Möguleikar radíóamatöra til smíða á eigin búnaði.“ Útgangspunkturinn var að kynna þá fjölbreyttu möguleika sem radíóamatörum bjóðast í dag í heimasmíðum, án þess (eins og hann sagði sjálfur) að þurfa að hafa heilt radíóverkstæði í bílskúrnum. Vilhjálmur fór fyrst yfir […]

,

CQ WW DX CW KEPPNIN ER UM HELGINA

CQ World Wide DX morskeppnin 2018 verður haldin 24.-25. nóvember. CQ WW er 48 klst. keppni og hefst kl. 00:00 á laugardag og lýkur kl. 23:59 á sunnudag. Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Í boði eru fjölmargir keppnisriðlar, bæði fyrir einmennings- og fleirmenningsþátttöku (sjá reglur). Þátttaka var ágæt […]

,

VILHJÁLMUR TF3VS Í SKELJANESI Á FIMMTUDAG

Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS verður með erindið „Möguleikar radíóamatöra til smíða á eigin búnaði“ í félagsaðstöðunni í Skeljanesi 22. nóvember kl. 20:30. Vilhjálmur ræðir þá fjölbreyttu möguleika sem radíóamatörum bjóðast í dag í heimasmíðum, án þess (eins og hann segir sjálfur) að þurfa að hafa heilt radíóverkstæði í bílskúrnum. Hann nefnir þá miklu breidd sem […]

,

ÁNÆGJA MEÐ HRAÐNÁMSKEIÐ í Skeljanesi

Óskar Sverrisson, TF3DC, leiðbeindi á nýju hraðnámskeiði: „Fyrstu skrefin, farið í loftið með leiðbeinanda“ sem var haldið í Skeljanesi laugardaginn 17. nóvember. Námskeiðið er hugsað til að hjálpa leyfishöfum sem eru með nýtt eða nýlegt leyfisbréf til að byrja í loftinu. Hugmyndin er að skapa andrúmsloft sem er afslappað þar sem menn geta spurt allra […]

,

“Flott, fræðandi og gaman” í Skeljanesi

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A mætti í Skeljanes 15. nóvember og hélt erindi undir heitinu: „Þetta FT8 sem er svo vinsælt um þessar mundir“. Ari svipti leyndardómnum röggsamlega af þessari „nýju“ tegund útgeislunar sem hefur náð gríðarlegri útbreiðslu undanfarið eitt og hálft ár. Hann sýndi okkur hve bráðsnjallt og aðgengilegt stafrænt forrit K1JT er fyrir FT8, […]