Entries by TF3JB

,

OPINN LAUGARDAGUR KOMINN TIL AÐ VERA

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætti í Skeljanes laugardaginn 19. október og kynnti búnað, tækni og tól til fjarskipta um OSCAR 100 gervitunglið, auk þess sem hann aðstoðaði félagsmenn við að fara í loftið frá félagsstöðinni TF3IRA í gegnum tunglið. Í boði var svokallaður „opinn laugardagur“ sem þýðir að félagsaðstaðan var opin yfir allan daginn frá […]

,

19. OKTÓBER – OPINN LAUGARDAGUR

Á morgun, laugardaginn 19. október verður svokallaður „opinn laugardagur“ í boði í félagsaðstöðunni í Skeljanesi, sem er nýjung á yfirstandandi vetrardagskrá. Félagsmenn hafa – undir styrkri stjórn Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A, VHF stjóra ÍRA – unnið að uppsetningu og frágangi gervihnattabúnaðar félagsins til fjarskipta um Es’Hail-2/P4A / Oscar 100 gervitunglið. Stöðin er nú frágengin og […]

,

AXEL SÖLVASON TF3AX ER LÁTINN

Axel Sölvason, TF3AX, hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Bergur Axelsson, TF3BX, sonur hans, lét félaginu í té þær upplýsingar að Axel hafi látist á Hrafnistu í Reykjavík 15. október. Hann var á 88. aldursári, leyfishafi nr. 81. Jarðarförin fer fram í Lindakirkju í Kópavogi 30. október kl. 11 árdegis. Um leið […]

,

TF ÚTILEKARNIR 2019 – ÚRSLIT

Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna kynnti helstu niðurstöður og úrslit í Skeljanesi 17. október. Þar kom m.a. fram, að alls tóku 14 stöðvar þátt í ár, samanborið við 15 á síðasta ári (2018). Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður ÍRA, þakkaði TF3EK undirbúning og umsjón leikanna. Síðan voru afhent veðlaun. Í tilefni 40. TF útileikanna voru 1. […]

,

FLUGRADAR BÚNAÐUR KOMINN Í SKELJANES

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, VHF stjóri félagsins og Georg Kulp, TF3GZ, settu upp ADSB loftnet fyrir flug radar og 1 GHz viðtæki í Skeljanesi 15. október. Búnaðurinn nemur merki frá flugvélum. Skoða má á heimasíðu viðtækisins þau svæði sem hann þekur. Vefslóðin er adsb.utvarp.com Loftnetið var sett upp vestanmegin við húsið, en viðtækið er staðsett […]

,

TF ÚTILEIKARNIR 2019; ÚRSLIT 17. OKTÓBER

Nýr viðburður á vetrardagskrá ÍRA verður haldinn í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 17. október kl. 20:30. Þá mætir Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður TF útileikanna í Skeljanes og kynnir úrslit í leikunum 2019. Viðurkenningar eru að venju vandaðar, en í tilefni 40. TF útileikanna er glæsilegur verðlaunabikar í 1. verðlaun. Viðurkenningarskjöl verða jafnframt afhent fyrir fyrstu fimm sætin. […]

,

TF3RPK QRV Á NÝ FRÁ SKÁLAFELLI

Þau TF1A, TF3SUT, TF3DT, TF3GZ, TF3ML og Jessica (YL frá Kanada) gerðu ferð á Skálafell í dag, 12. október. Verkefnið var að gera við TF3RPK endurvarpann sem hafði verið úti í nokkur misseri. Verkefnið gekk að óskum og er TF3RPK nú QRV á ný á 145.575 MHz. Inngangstíðnin er -600 Hz og tónn er 88,5 […]

,

MIKIL AÐSÓKN – SKRÁNING FRAM Á ÞRIÐJUDAG

Skráning á námskeið ÍRA til amatörprófs er opin til 15. október. Í ljósi mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að taka allt að 25 þátttakendur. Námskeiðið hefst föstudaginn 18. október og lýkur í desember með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar. Kennt verður mánudaga, þriðjudag og miðvikudaga kl. 18:30-21:30 í húsnæði Háskólans í Reykjavík. Áhugasamir eru beðnir um […]

,

SAC SSB KEPPNIN ER UM HELGINA

SSB hluti Scandinavian Activity keppninnar (SAC) verður haldinn um helgina, 12. – 13. október. Þetta er 24 klst. keppni sem hefst á laugardag á hádegi og lýkur á sunnudag á hádegi. Fjórar TF stöðvar tóku þátt í keppninni í fyrra (2018). Norðurlöndin keppa á móti heiminum og innbyrðis. Sjá reglur í viðhengi. Mikilvægt er að […]

,

NÁMSKEIÐ ÍRA TIL AMATÖRPRÓFS NÁLGAST

Skráning á námskeið ÍRA til amatörprófs er opin til 15. október. Örfá sæti eru laus, en miðað er við mest 20 þátttakendur. Námskeiðið hefst föstudaginn 18. október og lýkur fyrir jól með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar. Kennt verður á kvöldin 2-3 daga í viku kl. 18:30-21:30 í húsnæði Háskólans í Reykjavík. Áhugasamir eru beðnir um […]