Entries by TF3JB

,

FJÖLMENNI Á FIMMTUDEGI Í SKELJANESI

Góð mæting var í Skeljanes fimmtudaginn 23. janúar, þrátt fyrir ekta janúarveður, snjó- og slydduél í allhvössum suðvestan vindsveipum. TF3MH, QSL stjóri félagsins, hafði flokkað kortasendingar gærdagsins þannig að flestir fengu kort, auk þess sem áhugaverður fjarskiptabúnaður var til sýnis. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, kom með ICOM IC-SAT100. Tækið notar Iridium gervitunglin til að koma […]

,

1. TÖLUBLAÐ CQ TF 2020 ER KOMIÐ

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu 1. tölublaðs CQ TF 2020, sem nú kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni. Margir hafa lagt hönd á plóg og mörgum ber að þakka, en sér í lagi TF3VS sem annaðist umbrotsvinnu. 73 – TF3SB, ritstjóri CQ TF. Hér má nálgast blaðið: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2020/01/cqtf_34arg_2020_01tbl.pdf

,

FUNDARBOÐ, AÐALFUNDUR ÍRA 2020

Með tilvísan til 17. gr. félagslaga er hér með boðað til aðalfundar ÍRA laugardaginn 15. febrúar 2020. Fundurinn verður haldinn í fundarsalnum Heklu 1 á Radisson BLU Hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt 19. gr. félagslaga. Fyrir hönd stjórnar, Jónas Bjarnason, TF3JB formaður ÍRA

,

SKELJANES 23. JANÚAR, OPIÐ HÚS

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 23. janúar. Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og meðlæti. QSL stjóri tæmir pósthólfið á miðvikudag og flokkar innkomin kort fyrir opnun á fimmtudagskvöld. TF3JB kemur með „Knarrevik“ hillueiningu frá IKEA sem verður til sýnis á staðnum. Stjórn ÍRA.

,

GÓÐ MÆTING OG GÓÐAR GJAFIR

Góð mæting var í Skeljanes fimmtudaginn 16. janúar. QSL stjóri hafði flokkað kort í hólfin úr sendingum erlendis frá og félagar komu með á staðinn áhugaverðan búnað sem var til sýnis, auk þess sem félaginu voru færðar góðar gjafir. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, sýndi nýja 50W FM VHF/UHF stöð frá Vero Telecom (VGC) af gerðinni […]

,

SKELJANES 16. JANÚAR, OPIÐ HÚS

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 16. janúar. Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og meðlæti. Mathías, TF3MH, QSL stjóri, tæmir pósthólfið á miðvikudag og flokkar innkomnar QSL sendingar fyrir opnun á fimmtudagskvöld. Stjórn ÍRA.

,

NOTA VERÐUR Í NOREGI UM PÁSKANA 2020

Nordics On The Air in Norway Easter 2020 – a YOTA sub-regional ham camp – open for all youngsters Um páskana verða hinar árlegu “Nordics on the air” ungmennabúðir radíóamatöra haldnar 10.-13. apríl 2020. Við bjóðum ungmennum frá öllum Norðurlöndunum að taka þátt! Helgin verður smekkfull af skemmtilegri dagskrá. Ég var eini Íslendingurinn sem fór […]

,

HEIMILD Á 160 METRUM ENDURNÝJUÐ

ÍRA barst staðfesting frá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) í dag, 8. janúar 2020, um heimild til notkunar tíðnisviðsins 1850-1900 kHz vegna þátttöku í tilgreindum alþjóðlegum keppnum á almanaksárinu 2020. Heimildin nær til eftirtalinna keppna: CQ World-Wide 160 metra keppnin, CW, 24.-26. janúar.ARRL DX keppnin, CW, 15.-16. febrúar.CQ World-Wide 160 metra keppnin, SSB, 21.-23. febrúar.ARRL DX […]

,

NÝ ÍSLENSK KALLMERKI

Þátttakendur sem stóðust próf Póst- og fjarskiptastofnunar þann 14. desember s.l., eru allir komnir með kallmerki. Listinn er í stafrófsröð: Árni Helgason, TF4AH, Patreksfirði. Björgvin Víglundsson, TF3BOI, Reykjavík. Eiður K. Magnússon, TF1EM, Reykjavík. Gunnar B. Pálsson, TF2BE, Reykjavík. Pétur Ólafur Einarsson, TF3POE, Reykjavík. Sigurður Kolbeinsson, TF8TN, Reykjavík. Sveinn Aðalsteinsson, TF1SA, Reykjavík. Þorsteinn Björnsson, TF4TB, Kópavogi. […]

,

SKELJANES 9. JANÚAR, OPIÐ HÚS

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 9. janúar. Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og meðlæti. QSL stjóri félagsins tæmir pósthólfið á miðvikudag, flokkar innkomnar QSL sendingar og gerir klár fyrir opnun á fimmtudagskvöld. Þá ætlar Wilhelm Sigurðsson, TF3AWS, að koma með Zastone Z218 25W 2M/70CM bílstöðina sína og hafa til sýnis […]