Entries by TF3JB

,

PÁSKALEIKAR ÍRA 11.-12. APRÍL

Erindi frá Hrafnkeli Sigurðssyni TF8KY, umsjónarmanni Páskaleika ÍRA:(Uppfært 11.4. kl. 08:50) Kæru félagar ! Byrjum að hlaða byssurnar!  Nú fer að styttast í stóru stundina.  Allir með! Leikjasíðan fyrir Páskaleika 2020 er komin í loftið.  Fyrir þá sem ekki hafa séð síðuna áður, þá er þetta frekar þægilegt.  Fara í nýskrá, gefa upp kallmerki, nafn […]

,

NORRÆN YOTA VIRKNI UM PÁSKANA

Erindi frá Elínu Sigurðardóttur, TF2EQ, Ungmennafulltrúa ÍRA: Kæru félagsmenn: Um páskahelgina, 10.-13. apríl, verður NOTA (Nordics On The Air) viðburðurinn í loftinu. Kallmerki landsfélagana á Norðurlöndum (með YOTA viðskeyti) verða virkjuð hvern páskadag. Það verður auglýst á samfélagsmiðlum (sjá vefslóðir neðar) hvenær hver stöð fer í loftið. Endilega reynið að ná sambandi við okkur eða […]

,

ÁGÆT SKILYRÐI INNANLANDS

Ágæt skilyrði hafa verið á 80 metrum um helgina á innanlandstíðninni 3637 kHz. Þar eru menn aðallega virkir á tali (SSB) um helgar, á bilinu frá klukkan 9 árdegis fram að hádegi. Þessar stöðvar voru virkar í morgun, sunnudaginn 5. apríl: TF4AH (Patreksfirði); TF7DHP (Akureyri); TF2LL (Borgarfirði); TF8PB (Vogum); TF1EIN (Hveragerði); TF3OM (Geysi í Haukadal); […]

,

PÁSKALEIKAR 2020 NÁLGAST

Tilkynning til félagsmanna frá Hrafnkeli Sigurðssyni, TF8KY, umsjónarmanni páskaleikana: Þá er stóra stundin að renna upp. Páskaleikar 2020 renna upp um næstu helgi.  Vika til stefnu!!! Leikurinn byrjar á laugardag 11. apríl kl. 00:00 (eftir miðnætti föstudagskvöld) og endar sunndag (Páskadag) 12. apríl kl. 23:59. Að venju verður “online” loggur og rauntíma stigaskráning sem uppfærist […]

,

CQ WW WPX 2020, SSB hluti.

Keppnisnefnd CQ hefur birt bráðabirgðaniðurstöður (e. raw scores) í SSB-hluta CQ World Wide WPX keppninnar 2020, sem fram fór helgina 28.-29. mars s.l. 5 TF-stöðvar sendu inn gögn í 4 keppnisflokkum. TF1AM – Öll bönd, einmenningsflokkur, háafl.TF8KY – Öll bönd, einmenningsflokkur, lágafl.TF3AO – 20 metrar, einmenningsflokkur, aðstoð, háafl.TF2LL – 80 metrar, einmenningsflokkur, háafl.Viðmiðunardagbók (e. check-log): […]

,

160 METRA BANDIÐ Í JAPAN

Japanskir radíóamatörar hafa í dag heimildir á tíðnisviðunum 1810-1825 kHz á morsi og 1907.5-1912.5 á morsi og stafrænum tegundum útgeislunar. Þeir fá nú uppfærða tíðniúthlutun á 160 metrum, þ.e. á 1800-1810 kHz og 1825-1875 kHz, auk þess sem talheimild (SSB) bætist við. Fram að þessu hafa sambönd við Japan á FT8 samskiptahætti á 160 metrum […]

,

CQ WW SSB 2019 KEPPNIN

Niðurstöður í CQ WW DX SSB keppninni 26.-27. október 2019 hafa verið birtar í marshefti CQ tímaritsins. Níu TF kallmerki skiluðu inn gögnum, þar af fimm keppnisdagbókum og skiptust íslensku stöðvarnar á fjóra keppnisflokka. Árangur: EU=yfir Evrópu, AF=yfir Afríku og  H=yfir heiminn. TF2LL – einmenningsflokkur, 20m, háafl: 14.819st; EU-46; H-80.TF3T – einmenningsflokkur, 80m, háafl: 37.157st; […]

,

NOTA 2020 AFLÝST

“Nordics on the air, NOTA” ungmennabúðir radíóamatöra sem halda átti í Noregi 10.-13. apríl n.k. hefur verið aflýst vegna útbreiðslu kórónaveiru sem veldur CONVID-19 sjúkdómi. Að sögn Elínar Sigurðardóttur, TF2EQ, ungmennafulltrúa ÍRA, er hugsanlegt að viðburðurinn verði haldinn í haust eða frestist jafnvel um eitt ár. Hún segir, að framkvæmdanefnd NOTA mun taka ákvörðun um […]

,

OPIÐ Á 3637 kHz OG 145.650 MHz Í KVÖLD

Í kvöld, 26. mars, kl. 20, var kallað CQ TF á 3637 kHz. Þessir mættu: TF3JB, TF3OM, TF3VS og TF8SM. Þótt ekki hafi mætt fleiri á tíðnina, þá voru t.d. KiwiSDR viðtækin virk og sagðist TF3GZ hafa heyrt vel í öllum í gegnum þau upp í Borgarfjörð. Einnig var kallað CQ TF á endurvarpanum á […]

,

ÁKVEÐIÐ AÐ LOKA Í SKELJANESI

Stjórn félagsins ákvað síðdegis í dag, 23. mars, að félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verði lokuð, frá og með deginum í dag, um óákveðinn tíma. Engin starfsemi verður því í húsnæðinu á okkar vegum, þar til annað verður ákveðið. Ástæðan er ákvörðun heilbrigðisráðherra, sem er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis, að takmarka samkomur enn frekar en […]