Entries by TF3JB

,

CQ WW WPX KEPPNIN 2020, CW HLUTI.

Morshluti CQ World Wide WPX keppninnar fór fram helgina 30.-31. maí s.l. Fjórar TF stöðvar skiluðu gögnum til keppnisnefndar tímaritsins samkvæmt eftirfarandi: TF3W, einmenningsflokkur, öll bönd, aðstoð, háafl (op. TF3DC).TF3VS, einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl.TF3JB, einmenningsflokkur, 20 metrar, lágafl.TF3SG, viðmiðunardagbók (e. check-log). Þátttakendur voru sammála um að skilyrði hafi almennt verið ágæt. https://www.cqwpx.com/logs_received_cw.htm

,

ALVÖRU LOFTNET TF3ML Á 50 MHZ OG 70 MHZ

Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, varð QRV á ný á 50 MHz og 70 MHz laugardaginn 30. maí. Hann setti upp, fyrir utan bílskúrinn á planinu hjá sér í Grímsnesi, sérútbúinn 4 tonna vagn (sem hann keypti á sínum tíma frá Frakklandi) með áfestum turni, sem hækka má í allt að 28 metra hæð yfir jörðu. […]

,

NÝTT CQ TF 28. JÚNÍ

Nú styttist í júníhefti CQ TF, 3. tbl. 2020, sem kemur út sunnudaginn 28. júní n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið – frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Skilafrestur efnis er til 16. júní n.k. Netfang ritstjóra: tf3sb@ox.is 73, TF3SB, ritstjóri CQ TF.

,

SKEMMTILEG SKILYRÐI – ALLT UPP Í 70 MHZ

Góð DX-skilyrði hafa verið undanfarna daga bæði á HF og VHF. Efri böndin hafa verið vel opin á 17, 15, 12 og 10 metrum. Á „cluster“ má sjá að mörg TF kallmerki hafa haft áhugaverð DX-sambönd, m.a. TF1OL, TF2MSN, TF3GB, TF3VS, TF5B, TF6JZ og fleiri. 6 metra bandið verið líka verið spennandi; og eins og […]

,

SKELJANES OPNAR Á NÝ

Stjórn ÍRA samþykkti á fundi sínum í gær, 27. maí, að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði opin frá og með fimmtudeginum 11. júní n.k. Þá verða liðnir réttir 3 mánuðir frá því síðast var opið, þann 12. mars s.l. Ákvörðunin byggir á minnisblaði sóttvarnalæknis varðandi afléttingu takmarkana á samkomum vegna COVID-19 dags. 25. maí 2020. Ný […]

,

YOTA ONLINE HEFST 28. MAÍ

Elín Sigurðardóttir, TF2EQ, ungmennafulltrúi ÍRA vill koma því á framfæri, að vinnuhópur um málefni ungmenna innan IARU Svæðis 1, kynnir nýtt verkefni undir heitinu „YOTA online“. Á mánaðarlegum fundum á netinu, er markmiðið að kynna YOTA hugsunina og þar með vekja athygli á því að ungt fólk er þátttakendur í amatör radíói. Hópur ungra virkra […]

,

JÚNÍHEFTI RADIOAFICIONADOS Í BOÐI URE

Landsfélag radíóamatöra á Spáni (URE), hefur ákveðið að bjóða radíóamatörum um allan heim opinn aðgang að júníhefti félagsblaðsins RadioAficionados 2020. Blaðið er á spænsku, en smella má á neðri vefslóðina til að fá enska þýðingu. ÍRA þakkar URE fyrir boðið sem hér með er komið á framfæri við félagsmenn. Stjórn ÍRA. Smellið á “Descargas” (hægra […]

,

CQ WW WPX CW KEPPNIN 2020

Morshluti CQ World Wide WPX keppninnar fer fram 30.-31. maí n.k. Markmiðið er að hafa sambönd við kallmerki með eins mörg mismunandi forskeyti (e. prefixes) og mögulegt er, á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz. Keppnin stendur yfir í 48 klst., en einmenningsstöðvar mega mest taka þátt í 36 klst. Á þátttökutímanum má […]

,

CIS/B/737/CDV FRUMVARPI HAFNAÐ

IEC (International Electrotechnical Commission) hefur hafnað frumvarpi WPT (Wireless Power Transfer) sem hefði geta haft í för með sér mengun í RF sviðinu upp í 30 MHz. IARU sendi frumvarpið til aðildarfélaganna til kynningar. Stjórn ÍRA fjallaði um það á stjórnarfundum nr. 3 og 5 starfsárið 2018/19. Það var í framhaldi sent EMC nefnd félagsins […]

,

HANDHAFAR DXCC ÁRIÐ 1953

Upplýsingar hafa komið fram um sex ný TF kallmerki sem voru handhafar DXCC viðurkenningarinnar þegar fyrir 67 árum. Þetta kemur m.a. fram í viðtali sem birtist í Alþýðublaðinu 10. janúar 1953 við þáverandi formann ÍRA, Ásgeir Magnússon, TF3AB. Nöfn og kallmerki: Árni Egilsson, TF3AR.Einar Pálsson, TF3EA.Hannes Thorsteinsson, TF3ZM.Sigurður Finnbogason, TF3SF.Ingi Sveinsson, TF5SV (síðar TF3SV og […]