Entries by TF3JB

,

Ferðasaga frá Frakklandi – 18. október

Anna Henriksdóttir TF3VA og Vala Dröfn Hauksdóttir TF3VD heimsækja okkur í Skeljanes fimmtudaginn 18. október. Þær segja okkur ferðasöguna frá DX-leiðangri til L´Île de Noirmoutier í Frakklandi 25. – 31. ágúst 2018 í máli og myndum. Þar voru þær stöllur í hópi 12 annarra YL‘s sem virkjuðu kallmerkið TM64YL. Félagsmenn fjölmennið, dagskráin hefst stundvíslega kl. […]

,

Vetrardagskrá ÍRA hófst 11. október 2018

Vetrardagskrá ÍRA hófst 11. október með því að Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður félagsins bauð viðstadda velkomna. Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður TF útileikanna kynnti úrslit 2018 og Óskar Sverrisson, TF3DC, varaformaður félagsins, afhenti viðurkenningar. Niðurstöður fyrir þrjú efstu sætin: 1. Georg Magnússon, TF2LL, 728 heildarstig. 2. Einar Kjartansson, TF3EK, 320 heildarstig. 3. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, 294 […]

,

Rýmkun tíðniheimildar á 70 MHz í höfn

ÍRA hefur borist erindi frá Póst- og fjarskiptastofnun í dag 9. október 2018 þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er veitt heimild til notkunar á tíðnisviðinu 70.000-70.250 MHz. Fyrri heimild frá 19.2.2010 var fyrir 70.000-70.200 MHz. Þessi breyting kemur í kjölfar beiðni félagsins um rýmkun tíðniheimildar. Þá er almenn heimild til okkar  á 70 MHz framlengd […]

,

3. tölublað CQ TF komið út

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu 3. tölublaðs CQ TF 2018, sem nú kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni. Margir hafa lagt hönd á plóg og mörgum ber að þakka, en sér í lagi TF3VS sem annaðist umbrotsvinnu. CQ TF er að þessu sinni 57 blaðsíður að stærð. Blaðið má […]

,

TF3EK verður í Skeljanesi 11. október

Fyrsti viðburður á nýrri vetrardagskrá ÍRA verður haldinn í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 11. október. Þá mætir Einar Kjartansson TF3EK á staðinn  og kynnir úrslit í TF útileikunum 2018 og veitir viðurkenningar félagsins. Síðan er hugmyndin að ræða stuttlega hvort menn vilja eitthvað breyta núverandi fyrirkomulagi eða keppnisreglum fyrir leikana 2019, en þá verða liðin 40 ár […]

,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS FRESTAST

ÍRA auglýsti eftir áhuga á að taka þátt í námskeiði til amatörprófs þann 17. september. Tíu dögum síðar var fresturinn framlengdur til 2. október. Fyrirspurnir voru nokkrar, en aðeins tveir skráðu sig. Þetta kemur ekki á óvart þar sem námskeiðshald hefur verið mjög þétt undanfarin misseri. Í ljósi þessa hefur verið ákveðið, í samráði við […]

,

“Fínn óformlegur laugardagur…”

Það var TF1A sem tók svona til orða þegar við yfirgáfum félagsaðstöðuna í Skeljanesi í gær, laugardag, rétt fyrir kl. 18. Alls höfðu 19 félagar mætt á staðinn þegar yfir lauk. Eftirfarandi var komið í verk: Nýtt Diamond VHF/UHF loftnet félagsins var sett upp og staðfest (með mælingum) að RG-8/U fæðilínan var í lagi. TF3CE […]

,

SKELJANES Á MORGUN, LAUGARDAG

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Jón G. Guðmundsson, TF3LM, verða með viðburð í Skeljanesi á morgun, laugardaginn 29. september, frá kl. 14. Hugmyndin er m.a. að setja upp VHF loftnet á staðnum og gera mælingar. Vandaðir loftnetsgreinar verða á staðnum og önnur mælitæki. Nýtt stangarloftnet TF3IRA (sem kom til landsins í síðustu viku) verður til […]

,

Reidar J. Óskarsson, TF8RO, er látinn

Reidar J. Óskarsson, TF8RO, hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Sveinbjörn Jónsson, TF8V, hefur sent erindi til félagsins þess efnis, að Reidar hafi orðið bráðkvaddur. Hann var á 75. aldursári, leyfishafi nr. 278. Um leið og við minnumst Reidars með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd stjórnar, […]

,

Skráning framlengd til 2. október.

Skráning á námskeið ÍRA til amatörprófs sem átti að ljúka 25. september hefur verið framlengd til 2. október n.k. Áhugasamir eru beðnir um að skrá nafn sitt og tölvupóstfang á “ira hjá ira.is”. Ath. að skráningu fylgir engin skuldbinding, en veitir félaginu mikilvægar upplýsingar um fyrirhugaðan fjölda nemenda. Félagið setur þann fyrirvara um námskeiðshald, að […]