Entries by TF3JB

,

NOTA 2020 AFLÝST

“Nordics on the air, NOTA” ungmennabúðir radíóamatöra sem halda átti í Noregi 10.-13. apríl n.k. hefur verið aflýst vegna útbreiðslu kórónaveiru sem veldur CONVID-19 sjúkdómi. Að sögn Elínar Sigurðardóttur, TF2EQ, ungmennafulltrúa ÍRA, er hugsanlegt að viðburðurinn verði haldinn í haust eða frestist jafnvel um eitt ár. Hún segir, að framkvæmdanefnd NOTA mun taka ákvörðun um […]

,

OPIÐ Á 3637 kHz OG 145.650 MHz Í KVÖLD

Í kvöld, 26. mars, kl. 20, var kallað CQ TF á 3637 kHz. Þessir mættu: TF3JB, TF3OM, TF3VS og TF8SM. Þótt ekki hafi mætt fleiri á tíðnina, þá voru t.d. KiwiSDR viðtækin virk og sagðist TF3GZ hafa heyrt vel í öllum í gegnum þau upp í Borgarfjörð. Einnig var kallað CQ TF á endurvarpanum á […]

,

ÁKVEÐIÐ AÐ LOKA Í SKELJANESI

Stjórn félagsins ákvað síðdegis í dag, 23. mars, að félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verði lokuð, frá og með deginum í dag, um óákveðinn tíma. Engin starfsemi verður því í húsnæðinu á okkar vegum, þar til annað verður ákveðið. Ástæðan er ákvörðun heilbrigðisráðherra, sem er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis, að takmarka samkomur enn frekar en […]

,

NÝTT CQ TF KOMIÐ – 2. TBL. 2020

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu 2. tbl. CQ TF sem nú kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni. Margir hafa lagt hönd á plóg og mörgum ber að þakka, en sér í lagi TF3VS sem annaðist umbrotsvinnu. CQ TF er að þessu sinni 44 blaðsíður að stærð. 73 – TF3SB, […]

,

CQ WW WPX SSB keppnin 2020

CQ World-Wide WPX keppnin, SSB-hluti, fer fram eftir viku. Þetta er tveggja sólahringa keppni sem hefst kl. 00:00 laugardag 28. mars og lýkur kl. 23:59 sunnudag 29. mars. Hún fer fram á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz. Markmiðið er að hafa sambönd við kallmerki með eins mörg mismunandi forskeyti og frekast er […]

,

FRÉTTIR ÚR SKELJANESI

Í gær, 17. mars, barst félaginu heimild frá Póst- og fjarskiptastofnun fyrir notkun á kallmerkinu TF3WARD. Viðskeytið er óvanalegt, því það er fjórir bókstafir sem standa fyrir World Amateur Radio Day. Kallmerkið verður eingöngu starfrækt einn dag á ári (18. apríl), en þann dag voru alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra stofnuð í París, árið 1925. Með þessu […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI

Opið verður í Skeljanesi fimmtudaginn 19. mars. Líkt og áður hefur komið fram, hefur öllum öðrum viðburðum verið frestað til haustsins. Það eru tilmæli, að félagar sem hafa hug á að koma í félagsaðstöðuna, fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra. Stjórn ÍRA.

,

OPIÐ Í SKELJANESI

Opið er Skeljanesi í kvöld, fimmtudaginn 12. mars. Líkt og áður hefur komið fram, hefur öllum öðrum viðburðum verið frestað til haustsins. Það eru tilmæli, að félagar sem hafa hug á að koma í félagsaðstöðuna, fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra. Stjórn ÍRA.

,

STJÓRN ÍRA STARFSÁRIÐ 2020-2021

Ný stjórn félagsins, sem kjörin var á aðalfundi ÍRA 2020, koma saman á 1. fundi sínum þann 10. mars og skipti með sér verkum. Skipan embætta starfsárið 2020/21 er eftirfarandi: Jónas Bjarnason TF3JB, formaður.Óskar Sverrisson TF3DC, varaformaður.Georg Kulp TF3GZ, ritari.Jón Björnsson TF3PW, gjaldkeri.Guðmundur Sigurðsson TF3GS, meðstjórnandi.Sæmundur Þorsteinsson TF3UA, varamaður.Heimir Konráðsson TF1EIN, varamaður. Stjórn ÍRA.