Entries by TF3JB

,

FLÓAMARKAÐUR Á SUNNUDAG

1. Flóamarkaðurinn verður haldinn í Skeljanesi sunnudaginn 9. október á milli kl. 13-16. 2. Markaðurinn er tvískiptur, þ.e. annars vegar fyrir tæki og búnað sem stillt verður upp til sölu (eða gefins) í félagsaðstöðunni og hins vegar það sem verður til sölu á uppboði. 3. Húsið verður opnað kl. 12:00 á sunnudag fyrir þá félaga […]

,

FLÓAMARKAÐUR ÍRA Á SUNNUDAG

Flóamarkaður ÍRA 2022 verður haldinn í félagsaðstöðunni í Skeljanesi sunnudaginn 9. október á milli kl. 13-16. Markaðurinn er tvískiptur, þ.e. annars vegar fyrir tæki og búnað sem stillt verður upp til sölu (eða gefins) í félagsaðstöðunni og hins vegar það sem verður til sölu á uppboði. Nýjung er, að uppboðinu verður streymt yfir netið þannig […]

,

OCEANIA DX CW KEPPNIN 2022

Oceania DX keppnin á morsi verður haldin um næstu helgi, 8.-9. október. Landsfélög radíóamatöra í Ástralíu (WIA) og á Nýja Sjálandi (NZART) standa saman að viðburðinum. Þetta er 24 klst. keppni sem hefst kl. 06 laugardaginn 8. október og lýkur kl. 06 sunnudaginn 9. október. Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og […]

,

NÝ VETRARDAGSKRÁ HEFST 6. OKTÓBER

Ný vetrardagskrá ÍRA hefst fimmtudaginn 6. október í Skeljanesi, kl. 20:30 stundvíslega. Dagskrá kvöldsins er samkvæmt eftirfarandi: Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY umsjónarmaður mun afhenda verðlaun og viðurkenningar vegna VHF/UHF leikanna 2022 og Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður mun afhenda verðlaun og viðurkenningar vegna TF útileikanna 2022. Kaffiveitingar. Verðlaunahafar í VHF/UHF leikunum: 1. sæti Andrés Þórarinsson, TF1AM – […]

,

NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT

Ágætu félagsmenn! Því fylgir ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar, CQ TF 4. tbl. 2022. Það kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni í dag, sunnudaginn 2. október. Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2022/10/CQTF-4-2022.pdf Félagskveðjur og 73, Stjórn ÍRA.

,

CQ WW RTTY DX KEPPNIN 2022

36. CQ WW RTTY DX keppnin fór fram 24.-25. september 2021. Frestur til að skila dagbókum til keppnisstjórnar rann út á miðnætti 30. september. Dagbókum var skilað inn fyrir alls níu TF kallmerki vegna þátttöku í keppninni í fjórum keppnisflokkum. TF1AM – einmenningsflokkur – háafl. TF2CT – einmenningsflokkur – háafl. TF2MSN – einmenningsflokkur – lágafl. […]

,

NÝR AÐALRITARI ITU

Doreen T. Bogdan-Martin, KD2JTX var kjörin í embætti aðalritara Alþjóðafjarskiptasambandsins (ITU) á fundi sambandsins í Búkarest í Rúmeníu fyrr í dag, 28. september. Þetta er í fyrsta skipti í 157 ára sögu ITU sem kona er valin til að gegna þessu æðsta embætti Alþjóðafjarskiptasambandsins. Hún tekur við embætti 1. janúar 2023. Radíóamatörar fagna að leyfishafi […]

,

OCEANIA DX SSB KEPPNIN 2022

77. Oceania DX keppnin á SSB verður haldin um næstu helgi, 1.-2. október. Landsfélög radíóamatöra í Ástralíu (WIA) og á Nýja Sjálandi (NZART) standa saman að viðburðinum. Þetta er 24 klst. keppni sem hefst kl. 06 laugardaginn 1. október og lýkur kl. 06 sunnudaginn 2. október. Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 […]

,

ENDURVARPAR, STAFVARPAR OG RADÍÓVITAR

Radíóamatörum hér á landi standa til boða eftirtaldir endurvarpar á VHF og UHF, stafvarpar og/eða internetgáttir á VHF og radíóvitar á VHF. Endurvarpar í metrabylgjusviðinu (VHF): TF1RPB – Bláfjöll (2 metrar). TF1RPE – Búrfell (2 metrar). TF2RPJ – Mýrar (2 metrar). TF3RPA – Skálafell (2 metrar). TF3RPK – Skálafell (2 metrar). TF5RPD – Vaðlaheiði (2 […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 29. SEPTEMBER

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 29. september frá kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri félagsins verður búinn að tæma pósthólfið og flokka innkomin kort. Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.