Entries by TF3JB

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 8. JÚNÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 8. júní frá kl. 20:00-22:00 fyrir félagsmenn og gesti. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri félagsins verður búinn að tæma pósthólfið og flokka innkomin kort. Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

VEL HEPPNAÐUR FIMMTUDAGUR Í SKELJANESI

Valgeir Pétursson, TF3VP mætti í Skeljanes fimmtudaginn 1. júní og flutti erindið: „Samsetning á HF transistormagnara“. Valgeir skýrði okkur frá í máli og myndum, hvernig smíði RF magnara fyrir HF böndin og 50 MHz fer fram. Hann getur gefið út allt að 1kW og vinnur frá 160-10m, auk 50 MHz. Fram kom hjá Valgeiri, að […]

,

RITSTJÓRI KALLAR EFTIR EFNI Í CQ TF

Næsta tölublað CQ TF, 3. tölublað ársins 2023, kemur út 2. júlí n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu. Skilafrestur efnis er […]

,

TF3VP Í SKELJANESI Á FIMMTUDAG

Síðasti viðburður á vetrardagskrá félagsins vorið 2023 verður haldinn íSkeljanesi fimmtudaginn 1. júní kl. 20:30. Þá mætir Valgeir Pétursson, TF3VP í Skeljanes með erindið: Samsetning á HF transistormagnara. Valgeir hefur verið að smíða RF magnara fyrir HF tíðnir meðtransistorútgangi og ætlar að segja okkur frá þessu ferli í máli og myndum.Hann kemur með smíðagripinn með […]

,

FRÁBÆR FIMMTUDAGUR Í SKELJANESI

Tvennt var á dagskrá í Skeljanesi fimmtudaginn 25. maí. Annars vegar afhending verðlauna og viðurkenninga fyrir Páskaleikana 2023 sem Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY umsjónarmaður annaðist og hins vegar flutningur erindis kvöldsins: Gervitungl radíóamatöra í umsjá Heimis Þórs Sverrissonar, TF3ANT (W1ANT). Hrafnkell, TF8KY byrjaði dagskrána kl. 20:00 og flutti fróðlegt yfirlit um gang leikanna í ár, m.a. […]

,

SKELJANES Á FIMMTUDAG – STREYMT

Við minnum á viðburði næsta fimmtudagskvölds, 25. maí: Kl. 20:00 Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY umsjónarmaður Páskaleikana afhendir verðlaunagripi og viðurkenningarskjöl vegna leikanna 2023. Kl. 20:30 Heimir Þór Sverrisson, TF3ANT (W1ANT) flytur erindið: „Næsta kynslóð LEO/MEO gervitungla o.fl.“. Félagsmenn eru hvattir til að missa ekki af þessum viðburðum. Ákveðið hefur verið að viðburðunum verði streymt á Google […]

,

SKELJANES Á FIMMTUDAG

Fimmtudaginn 25. maí verður tvennt á dagskrá í Skeljanesi. Kl. 20:00. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY umsjónarmaður Páskaleikana afhendir verðlaunagripi og viðurkenningarskjöl vegna leikanna 2023. Kl. 20:30. Heimir Þór Sverrisson, TF3ANT (W1ANT) flytur erindið: „Næsta kynslóð LEO/MEO gervitungla o.fl.“. Félagsmenn eru hvattir til að missa ekki af þessum viðburðum. Veglegar kaffiveitingar. Stjórn ÍRA.

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 27.-28. MAÍ.

Ein af stóru alþjóðlegu keppnunum á morsi er um næstu helgi: CQ WORLD WIDE WPX CW keppnin hefst laugardag 27. maí kl. 00:00 og lýkur sunnudag 28. maí kl. 23:59. Hún fer fram á morsi á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. https://www.cqwpx.com/rules.htmSkilaboð: RST+raðnúmer. Með ósk um gott gengi! Stjórn ÍRA. .

,

20 ÁR Í SKELJANESI

Félagið Íslenskir radíóamatörar (ÍRA) flutti í Skeljanes í mars 2003. Um páskana 2023 voru því liðin 20 ár frá því flutt var í núverandi húsnæði. Dvölin í Skeljanesi hefur verið farsæl í þessi 20 ár. Félagið var áður til húsa á eftirtöldum stöðum: Að Fríkirkjuvegi 11 (1964-69), Vesturgötu 68 (1969-78), Dugguvogi 1b (1978-86), 1 götu […]