Entries by TF3JB

,

SKELJANES OPNAR Á NÝ

Stjórn ÍRA samþykkti á fundi sínum í gær, 27. maí, að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði opin frá og með fimmtudeginum 11. júní n.k. Þá verða liðnir réttir 3 mánuðir frá því síðast var opið, þann 12. mars s.l. Ákvörðunin byggir á minnisblaði sóttvarnalæknis varðandi afléttingu takmarkana á samkomum vegna COVID-19 dags. 25. maí 2020. Ný […]

,

YOTA ONLINE HEFST 28. MAÍ

Elín Sigurðardóttir, TF2EQ, ungmennafulltrúi ÍRA vill koma því á framfæri, að vinnuhópur um málefni ungmenna innan IARU Svæðis 1, kynnir nýtt verkefni undir heitinu „YOTA online“. Á mánaðarlegum fundum á netinu, er markmiðið að kynna YOTA hugsunina og þar með vekja athygli á því að ungt fólk er þátttakendur í amatör radíói. Hópur ungra virkra […]

,

JÚNÍHEFTI RADIOAFICIONADOS Í BOÐI URE

Landsfélag radíóamatöra á Spáni (URE), hefur ákveðið að bjóða radíóamatörum um allan heim opinn aðgang að júníhefti félagsblaðsins RadioAficionados 2020. Blaðið er á spænsku, en smella má á neðri vefslóðina til að fá enska þýðingu. ÍRA þakkar URE fyrir boðið sem hér með er komið á framfæri við félagsmenn. Stjórn ÍRA. Smellið á “Descargas” (hægra […]

,

CQ WW WPX CW KEPPNIN 2020

Morshluti CQ World Wide WPX keppninnar fer fram 30.-31. maí n.k. Markmiðið er að hafa sambönd við kallmerki með eins mörg mismunandi forskeyti (e. prefixes) og mögulegt er, á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz. Keppnin stendur yfir í 48 klst., en einmenningsstöðvar mega mest taka þátt í 36 klst. Á þátttökutímanum má […]

,

CIS/B/737/CDV FRUMVARPI HAFNAÐ

IEC (International Electrotechnical Commission) hefur hafnað frumvarpi WPT (Wireless Power Transfer) sem hefði geta haft í för með sér mengun í RF sviðinu upp í 30 MHz. IARU sendi frumvarpið til aðildarfélaganna til kynningar. Stjórn ÍRA fjallaði um það á stjórnarfundum nr. 3 og 5 starfsárið 2018/19. Það var í framhaldi sent EMC nefnd félagsins […]

,

HANDHAFAR DXCC ÁRIÐ 1953

Upplýsingar hafa komið fram um sex ný TF kallmerki sem voru handhafar DXCC viðurkenningarinnar þegar fyrir 67 árum. Þetta kemur m.a. fram í viðtali sem birtist í Alþýðublaðinu 10. janúar 1953 við þáverandi formann ÍRA, Ásgeir Magnússon, TF3AB. Nöfn og kallmerki: Árni Egilsson, TF3AR.Einar Pálsson, TF3EA.Hannes Thorsteinsson, TF3ZM.Sigurður Finnbogason, TF3SF.Ingi Sveinsson, TF5SV (síðar TF3SV og […]

,

DAGUR UPPLÝSINGASAMFÉLAGSINS

Dagur upplýsingasamfélagsins (World Information Society Day) er á sunnudag, 17. maí. Margir radíóamatörar muna eflaust eftir fyrra heiti hans, sem var Alþjóða fjarskiptadagurinn (World Telecommunication and Information Society Day) en nafninu var breytt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna árið 2005. Radíóamatörar um allan heim starfrækja þennan dag stöðvar með “ITU” viðskeytum, með 4U1ITU í aðalstöðvum Alþjóðafjarskiptasambandsins […]

,

APRS STAFVARPI Á REYNISFJALL

Póst- og fjarskiptastofnun hefur heimilað uppsetningu APRS stafvarpa, TF1APB, með staðsetningu á Reynisfjalli (63,41417 og 19,02833V). QRG er 144.800 MHz og útgeislað afl er heimilað allt að 25W. Ábyrgðarmenn eru Samúel Þór Guðjónsson, TF2SUT og Magnús Ragnarsson, TF1MT. Þess er vænst að stafvarpinn verði QRV fljótlega, en að sögn TF1MT, hefur búnaður verið gerður klár. Notuð […]

,

MAÍ- JÚNÍHEFTI CQ QSO Í BOÐI UBA

Landsfélag radíóamatöra í Belgíu (UBA), hefur ákveðið að bjóða radíóamatörum um allan heim opinn aðgang að maí- júníhefti félagsblaðsins CQ QSO. Blaðið er bæði á hollensku og frönsku. ÍRA þakkar REF fyrir boðið sem hér með er komið á framfæri við félagsmenn. Stjórn ÍRA. https://www.uba.be/sites/default/files/uploads/actual/cq-qso-05-2020.pdf

,

APRÍL OG MAÍHEFTI Í BOÐI REF

L’association Réseau des Émetteurs Français (REF), landsfélag radíóamatöra í Frakklandi, hefur ákveðið að bjóða radíóamatörum um allan heim opinn aðgang að apríl og maíheftum félagsblaðsins Radio-REF. ÍRA þakkar REF fyrir boðið sem hér með er komið á framfæri við félagsmenn. Stjórn ÍRA. ttps://www.r-e-f.org/images/flippingbook/2020_04/2020_04.pdfhttps://www.r-e-f.org/images/flippingbook/2020_05/2020_05.pdf