Entries by TF3JB

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 23. SEPTEMBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 23. september fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Innkomin QSL kort hafa verið flokkuð í hólf félagsmanna. Kaffi og meðlæti verður í fundarsal. Nýjustu tímaritin liggja frammi. Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að […]

,

BILUN Í KIWISDR Í BLÁFJÖLLUM

KiwiSDR viðtækið yfir netið í Bláfjöllum hefur verið úti í nokkra daga vegna bilunar. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A lagði á fjallið og sótti viðtækið í fyrradag og er það nú til viðgerðar. Tækið hafði virkað mjög vel frá því það var tengt aftur í Bláfjöllum og sérstaklega eftir 20. ágúst s.l., þegar gerðar voru ráðstafanir […]

,

35. CQ WW RTTY DX KEPPNIN

CQ World Wide RTTY DX keppnin 2021 fer fram um helgina. Þetta er 48 klst. keppni, sem hefst kl. 00:01 laugardag 25. september og lýkur tveimur sólarhringum síðar, sunnudag 26. september kl. 23.59. Keppnin er í nokkrum atriðum ólík öðrum WW keppnum CQ tímaritsins. Hún fer t.d. ekki fram á 160 metrum; einnig eru margfaldarar […]

,

NEYÐARFJARSKIPTI Í EVRÓPU

ÁRÍÐANDI! ÍRA hafa borist upplýsingar um fjórar tíðnir á HF sem hefur verið teknar til notkunar fyrir neyðarfjarskipti radíóamatöra, eftir að eldgos hófst á eyjunni La Palma á Kararíeyjum síðdegis á sunnudag (19. september). Tíðnirnar eru: 80 metrar: 3.760 MHz. 40 metrar: 7.110 MHz. 20 metrar: 14.300 MHz. 15 metrar: 21.360 MHz. Þess er farið […]

,

RITSTJÓRI KALLAR EFTIR EFNI

Næsta tölublað CQ TF, 4. tölublað 2021, kemur út sunnudaginn 17. október n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Skilafrestur er til 30. september n.k. Netfang ritstjóra: tf3sb@ox.is Síðsumarskveðjur og 73, TF3SB, ritstjóri CQ TF.

,

NÁMSKEIÐ ÍRA HEFST 4. OKTÓBER

Næsta námskeið ÍRA til amatörleyfis hefst 4. október og lýkur með prófi Fjarskiptastofu 11. desember. Námskeiðið verður í fjarnámi, þ.e. haldið yfir netið og kennt í gegnum tölvu (eða snjalltæki) þar sem leiðbeinandi og þátttakandi „hittast“ í rafrænni kennslustund gegnum eigin búnað. Notað verður forritið Google Meet. Kennd verður raffræði, radíótækni, reglugerð og radíóviðskipti. Námskeiðið […]

,

SKEMMTILEGT OPNUNARKVÖLD

Skemmtilegt kvöld. Góð mæting. Góðar umræður og létt yfir mönnum. Sérstakur gestur okkar var Ralf Doerendahl, HB9GKR sem einnig heimsótti okkur s.l. fimmtudag. Hann var nýkominn til borgarinnar frá Vestfjörðum þar sem hann virkjaði SOTA tinda. Ralf var mjög hrifinn af starfseminni hjá okkur, m.a. aðstöðunni í Skeljanesi og „sjakknum“ fyrir TF3IRA. Honum fannst afrek […]

,

100 ÁRA AFMÆLI SRAL

Systurfélag okkar í Finnlandi, Suomen Radioamatööriliitto, Ry (SRAL) fagnaði 100 ára afmæli í gær, þann 15. september. Margar kveðjur bárust til SRAL í þessu tilefni, m.a. frá forseta Finnlands, Sauli Niinisto sem sendi afmæliskveðjur og þakkaði finnskum radíóamatörum fyrir mikilvægt hlutverk þeirra í gegnum áratugina fyrir þróun fjarskipta og tækni. Vefslóð á kveðju forsetans: https://www.sral.fi/en/2021/09/15/message-from-the-president-of-the-republic-of-finland/ […]

,

NÁMSKEIÐ HEFST 4. OKTÓBER

Næsta námskeið ÍRA til amatörleyfis hefst 4. október og lýkur með prófi Fjarskiptastofu 11. desember. Námskeiðið verður í fjarnámi, þ.e. haldið yfir netið og kennt í gegnum tölvu (eða snjalltæki) þar sem leiðbeinandi og þátttakandi „hittast“ í rafrænni kennslustund gegnum eigin búnað. Notað verður forritið Google Meet. Kennd verður raffræði, radíótækni, reglugerð og radíóviðskipti. Námskeiðið […]

,

ÍSLENSKIR DXCC VIÐURKENNINGARHAFAR

Upplýsingar liggja fyrir um a.m.k. 22 íslensk kallmerki sem hafa sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags. Fyrir 15. maí 2020 var vitað um 17 TF kallmerki en þann dag fundust heimildir um 5 til viðbótar.  Frá þessu var sagt á heimasíðu og í 3. tbl. CQ TF 2020, bls. 14. Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2020/06/cqtf_34arg_2020_03tbl.pdf […]