Entries by TF3JB

,

HORFUM TIL 18. FEBRÚAR

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði lokuð áfram vegna Covid-19 faraldursins. Ástæðan er ný reglugerð heilbrigðisráðherra um tímabundna takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tekur gildi á morgun, 13. janúar og gildir til 17. febrúar n.k. Þrátt fyrir að takmarkanir á samkomum séu nokkuð rýmkaðar (mest 20 manns) er óbreytt ákvæði þess […]

,

DAYTON SÝNINGUNNI 2021 AFLÝST

Á hverju ári eru haldnar fjölmargar ráðstefnur og sýningar fyrir radíóamatöra um allan heim. Þrjár eru stærstar sem eiga það sameiginlegt að vera, hver um sig, alþjóðlegur vettvangur áhugamálsins. Þetta eru Ham Radio í Friedrichshafen í Þýskalandi, Dayton Hamvention í Ohio í Bandaríkjunum og Tokyo Ham Fair í samnefndri höfuðborg Japans. Dayton Hamvention sýningunni 2021 […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI

Til fróðleiks voru teknar saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 3.-9. janúar 2021. Kallmerki birtast þar hafi leyfishafi haft samband og/eða heyrt í viðkomandi TF kallmerki og skráð það, auk þess sem hlustarar setja inn skráningar. Þessa viku voru skilyrði ekkert sérstök á HF þannig að yfirleitt er […]

,

TF5B MEÐ YFIR 30.000 QSO

Brynjólfur Jónsson, TF5B hafði alls 30.103 QSO á árinu 2020. Samböndin voru öll höfð á FT8 samskiptareglum undir MFSK mótun. Fjöldi DXCC eininga varð alls 156 og fjöldi staðfestra DXCC eininga alls 151. Forskeyti voru alls 1.956 og CQ svæði 39. Þess má geta að Billi missti niður hluta loftneta sinna um miðjan desember 2019 […]

,

RITSTJÓRI KALLAR EFTIR EFNI

Næsta tölublað CQ TF, 1. hefti þessa árs, kemur út fimmtudaginn 28. janúar n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Skilafrestur er til 16. janúar n.k. Netfang ritstjóra: tf3sb@ox.is Áramótakveðjur og 73, TF3SB, ritstjóri CQ TF.

,

TF3YOTA UM OSCAR 100

Kallmerkið TF3YOTA var aftur virkjað í dag (29. desember) um gervihnöttinn ES‘hail-2 / Oscar 100. Elín Sigurðardóttir, TF2EQ ungmennafulltrúi ÍRA, setti stöðina í loftið frá Skeljanesi en hún var síðast QRV um gervitunglið þann 1. desember s.l. Hún hafði að þessu sinni sambönd við alls 95 stöðvar, þ.á.m. á öllum Norðurlöndunum, annars staðar í Evrópu, […]

,

NEYÐARFJARSKIPTI Á 80 OG 40 METRUM

ÍRA hafa borist upplýsingar um að tíðnir á 80 metrum og 40 metrum hafa verið teknar til notkunar fyrir neyðarfjarskipti eftir jarðskjálftann (6.4 á Richter) sem varð í Petrinja í Króatíu í hádeginu í dag, 29. desember, u.þ.b. 50 km frá höfuðborginni Zagreb. Skjálftans var jafnframt vart í nágrannalöndum. Tíðnirnar eru: 3.675 MHz og 7.125 […]

,

TILKYNNING FRÁ KORTASTOFU ÍRA

Áramótasending korta frá TF ÍRA QSL Bureau (kortastofu) seinkar að þessu sinni fram í mars 2021 vegna Covid-19 faraldursins. Þá verða öll kort sem borist hafa til stofunnar (þ.á.m. til smærri staða) póstlögð til kortastofa systurfélaganna um allan heim. Síðasti skiladagur vegna áramótaútsendingar 2020/21 verður fimmtudagur 25. febrúar 2021. Þau kort sem berast í QSL […]

,

STÆRRA LOFTNET VIÐ APRS STÖÐ ÍRA

TF3IRA-1Ø, APRS stöð félagsins, hefur fengið stærra loftnet til afnota. Það er Diamond X-700HN VHF/UHF húsloftnet sem er 7.20 metrar á hæð, samsett úr fjórum “stökkuðum” 5/8 netum, með 9.3 dBi ávinning á VHF. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A annaðist breytinguna í samráði við Guðmund Sigurðsson, TF3GS VHF stjóra ÍRA í dag, 20. desember. Hugmyndin er […]