Entries by TF3JB

,

SAC CW KEPPNIN ER UM HELGINA

Morshluti Scandinavian Activity keppninnar (SAC) verður haldinn um helgina, 19. – 20. september. Þetta er 24 klst. keppni sem hefst á laugardag á hádegi og lýkur á sunnudag á hádegi. Norðurlöndin keppa á móti heiminum og innbyrðis. Sjá reglur í viðhengi. Mikilvægt er að sem flestar TF-stöðvar taki þátt! Stjórn ÍRA. http://www.sactest.net/blog/

,

SKELJANES OPNAR Á NÝ 17. SEPTEMBER

Stjórn ÍRA er ánægja að tilkynna að félagsaðstaðan verður opnuð á ný fimmtudaginn 17. september n.k. eftir sex vikna lokun frá 6. ágúst til 10. september vegna COVID-19. Ákvörðun um opnun í Skeljanesi var samþykkt á stjórnarfundi 8. september s.l., og byggir á reglugerð heilbrigðisráðherra dags. 3. september. Stjórn ÍRA þakkar félagsmönnum stuðning á þessum […]

,

SKELJANES OPNAR Á NÝ 17. SEPTEMBER

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi opnar á ný fimmtudaginn 17. september. Eftir lokun í réttar sex vikur, frá 6. ágúst til 10. september vegna COVID-19 faraldursins, er stjórn ÍRA ánægja að tilkynna, að félagsaðstaðan verður opnuð á ný fimmtudaginn 17. september n.k. Ákvörðunin um opnun félagsaðstöðunnar var samþykkt á stjórnarfundi í félaginu þann 8. september s.l., […]

,

WAE KEPPNIN Á SSB ER UM HELGINA

Ein af stóru keppnum ársins er Worked All Europe (WAE) keppnin. SSB hlutinn verður haldinn 12.-13. september. Þetta er 48 klst. keppni, en þátttaka er leyfð í mest 36 klst. Markmiðið er að hafa sambönd við stöðvar utan Evrópu, þ.e. sambönd innan Evrópu gilda ekki í keppninni.  Skilaboð: RS+raðnúmer. Í keppninni gefa QTC skilaboð punkta […]

,

NÝTT FÉLAGSBLAÐ 27. SEPTEMBER

Næsta tölublað CQ TF, 4. hefti þessa árs, kemur út sunnudaginn 27. september n.k. Í nýja blaðinu verður m.a. umfjöllun um úrslit VHF/UHF leikana og TF útileikana í sumar, grein um „Útgáfusögu ÍRA 1946-2020“, grein og KiwiSDR viðtækin hér á landi (sem tengjast má um netið), grein um prófun á VHF loftnetum, grein um ALC […]

,

LOKAÐ ÁFRAM 3. OG 10. SEPTEMBER

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði lokuð áfram næstu tvo fimmtudaga, þ.e. 3. og 10. september. Engin starfsemi verður í húsnæðinu á okkar vegum á þessum tíma. Ástæðan er auglýsing heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, sem tók gildi 28. ágúst og gildir til 10. september. Fjöldatakmörkun er óbreytt frá fyrri […]

,

SEPTEMBERBLAÐ CQ TF NÁLGAST

Nú styttist í septemberhefti CQ TF, 4. tbl. 2020, sem kemur út sunnudaginn 27. september n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, t.d. frásagnir af athyglisverðum samböndum í loftinu og skilyrðunum, minniháttar teikningar og tækjabreytingar, jafnvel stuttar gamansögur svo ekki sé minnst á kveðskap – frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punkta og […]

,

NÝR APRS STAFVARPI Á REYNISFJALLI

APRS stafvarpinn TF1APB fór í loftið í gær, föstudaginn 21. ágúst. QTH er Hraunshóll á Reynisfjalli í Mýrdal, hæð er 340 metrar yfir sjávarmáli. Nýi stafvarpinn er viðbót við APRS-IS kerfið. Guðmundur Sigurðsson TF3GS, Jón Þ. Jónsson TF3JA og Magnús Ragnarsson TF1MT sáu um uppsetningu. Guðmundur sagði, að nýi varpinn dekki þjóðveg 1 undir Eyjafjöllum […]

,

VITAHELGIN OG FLEIRI FRÉTTIR

1. Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin er nú um helgina, 22.-23. ágúst. Tveir íslenskir vitar höfðu verið skráðir, en Svanur Hjálmarsson, TF3AB segir, að hópurinn hafi ákveðið að fella niður áður auglýsta þátttöku frá Knarrarósvita vegna Covid-19. Einn viti verður því starfræktur frá TF um helgina, Selvogsviti, sem Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL virkjar. 2. Gjöf frá […]

,

VINNUFRAMLAG TIL FYRIRMYNDAR

Félagsmaður okkar, Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33 hefur unnið mikið og gott verk við að mála og snyrta til utanhúss í Skeljanesi á þessu sumri svo að eftir hefur verið tekið. Hann hófst handa sunnudaginn 28. júní þegar hann mundaði málningarrúlluna á trévegginn við innganginn í húsið þar sem kallmerki félagsstöðvarinnar er fest (sjá ljósmynd). Sama dag […]