Entries by TF3JB

,

VHF/UHF LEIKARNIR 2022 BYRJA

VHF/UHF leikar ÍRA verða haldnir helgina 1.-3. júlí. Leikarnir hefjast í dag, föstudaginn 15. apríl kl. 18:00 og lýkur eftir tvo sólarhringa, sunnudaginn 17. apríl kl. 18:00. Leikjavefur TF8KY (on-line) er opinn fyrir skráningu og verður opinn alla helgina. Slóð:  http://leikar.ira.is/2022/ Þrír vandaðir verðlaunagripir verða í boði. Nýjung er í ár er, að einnig verða […]

,

FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 30. JÚNÍ

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 30. júní fyrir félagsmenn og gesti. Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. TF3IRA var sett í loftið á morsi í ágætum skilyrðum á 7 MHz. Mikið var rætt um skilyrðin. Menn voru einnig mjög áhugasamir um VHF/UHF leikana sem byrja í kvöld, föstudaginn 1. […]

,

VHF/UHF LEIKARNIR ERU UM HELGINA

11. VHF/UHF leikarnir byrja á föstudag kl. 18 og þeir verða í gangi fram á sunnudag kl. 18:00. 10 kallmerki eru þegar skráð til þátttöku þegar þetta er skrifað (á miðvikudag kl. 12:15). Eins og venjulega verður “on-line” leikjavefur þar sem þátttakendur skrá sig til leiks. Hægt verður að skrá sig inn í leikinn allan […]

,

VIÐTÆKIÐ Í PERLUNNI QRV Á NÝ

VHF/UHF viðtæki Karls Georgs Karlssonar, TF3CZ í Perlunni varð virkt á ný í dag (28. júní). Hlusta má á tækið yfir netið. Um er að ræða Airspy R2 SDR viðtæki fyrir 24-1800 MHz (á VHF og UHF). Loftnet er Diamond D-190 sem er fyrir þetta tíðnisvið. QTH er Perlan í Öskjuhlíð í Reykjavík. Vefslóð á […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 30. JÚNÍ

Opið verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 30. júní kl. 20-22. Félagsmenn og gestir eru velkomnir. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Nýjustu tímaritin fyrir radíóamatöra liggja frammi. Mathías, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

TF1OL Á FERÐ UM LANDIÐ

Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL er á ferðalagi um landið. Í hádeginu í dag (27. júní) var hann staddur í ágætu veðri við vitann í Dyrhólaey sem er í um 120m hæð yfir sjávarmáli. Óli ferðast með „sjakkinn“ með sér, þ.e. er með vel útbúna fjarskiptabifreið sem m.a. er með innbyggðan tjakk sem hækka má upp […]

,

HAM RADIO FRIEDRICHSHAFEN 2022

Ham Radio sýningin í Friedrichshafen opnar kl. 9 í fyrramálið, föstudaginn 24. júní. Búist er við allt að 20 þúsund gestum, en sýningin féll niður tvö undanfarin ár faraldursins. Nokkur fjöldi íslenskra leyfishafa verður á staðnum, en íslenski hópurinn ári 2019 var 18 manns (að meðtöldum mökum). Þess má geta, að Dayton Hamvention sýningin var […]

,

ALÞJÓÐLEG KEPPNI Í NAFNI HANS HÁTIGNAR

Landsfélag radíóamatöra á Spáni, La Unión de Radioaficionados Españoles URE  býður til alþjóðlegrar keppni í nafni hans hátignar, Filipe IV. Spánarkonungs, helgina 25-26. júní. Þetta er 24 klst. keppni á SSB sem hefst kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 25. júní og lýkur á sama tíma á hádegi sunnudag 26. júní. Keppnin er opin radíóamatörum um […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 23. JÚNÍ

Opið verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 23. júní kl. 20-22. Félagsmenn og gestir eru velkomnir. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Við eigum m.a. von á erlendum leyfishöfum í Skeljanes á fimmtudag. Nýjustu tímaritin fyrir radíóamatöra liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. […]

,

VHF/UHF LEIKARNIR 2022

Sælir kæru félagar! VHF/UHF leikjahelgin er að renna upp 1.-3. júlí n.k. Þetta verður hrikalega gaman. Allir upp með græjurnar, upp á heiðar, fjöll og út í eyjar. Eða bara láta fara vel um sig heima í sjakknum. Frábært tækifæri til að prófa nýja dótið – eða gamla dótið. Það besta er, það þarf ekki […]