Entries by TF3JB

,

Horfinn turn

Fyrir nokkrum árum fékk ÍRA vandaðan 15 m háan turn gefins. Turninn er gerður úr fimm galvaniseruðum einingum sem hver er 3 m að lengd. Á meðfylgjandi mynd sjást þeir TF3BJ og TF3G huga að turninum í portinu við húsakynni félagsins í Skeljanesi. Nú ber svo við að turninn finnst ekki í Skeljanesi sem er […]

,

FIMMTUDAG 27. JÚNÍ, OPIÐ HÚS Í SKELJANESI

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 27. júní kl. 20:00-22:00. Opin málaskrá, nýjustu tímaritin og góður félagsskapur. Kaffi, te og meðlæti. Flestir félagsmanna sem heimsóttu Ham Radio sýninguna í Friedrichshafen í Þýskalandi um helgina eru aftur komnir til landsins og ekki ólíklegt að þeir muni mæta í kaffi í Skeljanes og segja […]

,

GÓÐAR UMRÆÐUR Í SKELJANESI 6. JÚNÍ

Góð mæting var á opið hús í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 6. júní. Mest var rætt um heimaloftnet og bílloftnet á HF; enda sumarið loftnetatími hjá radíóamatörum. Þrjú loftnet voru til sýnis á staðnum. AM PRO 160 bílloftnet fyrir 160m (kostar £41.46 frá NevadaRadio UK); ½λ tvípóll fyrir 6m (kostar £14.96) og ½λ Halo tvípóll fyrir 6m […]

,

Einar Páll Stefánsson TF5EP er látinn

Einar Páll Stefánsson TF5EP hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Einar var félagsmaður okkar um langt árabil þar til hann fluttist búferlum til Svíþjóðar ásamt fjölskyldu sinni. Hann var á 72. aldursári er hann lést og handhafi leyfisbréfs radíóamatöra nr. 163. Um leið og við minnumst Einars með þökkum og virðingu færum […]

,

OPIÐ FYRIR INNSENDINGU EFNIS TIL 16. JÚNÍ

Næsta hefti CQ TF (3. tbl. 2019) kemur út á heimasíðu ÍRA 29. júní n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið – frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Opið er fyrir innsendingu efnis fram á sunnudag, 16. júní. Netfang ritstjóra: tf3sb@ox.is 73 – TF3SB, […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI FIMMTUDAGINN 6. JÚNÍ

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 6. júní kl. 20-22:00. Opin málaskrá, nýjustu tímaritin og góður félagsskapur. Kaffi, te, kex og kökur. Bílloftnet fyrir 1.8 MHz verður m.a. til sýnis sem fjallað var um í grein 1. tbl. CQ TF 2019 (bls. 40-41). Stjórn ÍRA.

,

SPENNANDI OG VEL HEPPNAÐUR LAUGARDAGUR

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætti í Skeljanes laugardaginn 25. maí og sýndi viðstöddum hve auðvelt er að taka á móti merkjum frá nýja EsHailSat  / OSCAR 100 gervihnettinum sem mikið er rætt um á meðal radíóamatöra um þessar mundir. Ari notaði sama 85 cm diskinn á þrífót innan við austurglugga í salnum á 1. hæð […]