Entries by TF3JB

,

1850-1900 MHZ HEIMILD ENDURNÝJUÐ 2019

ÍRA barst staðfesting frá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) í dag, 22. febrúar 2019, um heimild til notkunar tíðnisviðsins 1850 – 1900 kHz vegna þátttöku í alþjóðlegum keppnum radíóamatöra á almanaksárinu 2019. Heimildin nær til eftirtalinna 10 keppna: ALÞJÓÐLEG KEPPNI, TEGUND ÚTGEISLUNAR, DAG- OG TÍMASETNINGAR, FJÖLDI KLST. CQ World-Wide 160 metra keppnin – CW – 25.-27. […]

,

MYNDAKVÖLD Í SKELJANESI, DX-LEIÐANGRAR

Fimmtudaginn 21. febrúar var myndakvöld í Skeljanesi og var fyrst sýnd ný DVD mynd frá DX-leiðangri til Miðbaugs Gíneu og Annobon eyju undan vesturströnd Afríku. Í myndbandinu var áhugaverð frásögn frá DX-leiðangri leyfishafa frá Lettlandi, þeirra YL1ZF, YL2GM og YL2KL. Þeir höfðu alls 86 þúsund QSO og þ.á.m. við íslenska leyfishafa. Myndasýningin var í boði Óskars […]

,

Ársskýrsla ÍRA 2018/19

Aðalfundur ÍRA árið 2019 var haldinn 16. febrúar s.l. á Hótel Sögu í Reykjavík. Meðal gagna sem lögð voru fram á fundinum var skýrsla formanns um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. Skýrslan, sem lögð var fram á prentuðu formi, skiptist í 11 kafla og tvo viðauka, auk formála og efnisyfirlits. Hún er alls 136 blaðsíður […]

,

MYNDBAND Í SKELJANESI FIMMTUDAG, 21. FEBR.

Fimmtudaginn 21. febrúar verður sýnt nýtt DVD myndband frá DX-leiðangri til Miðbaugs Gíneu og Annoban, 3C3W & 3CØW sem margir TF leyfishafar náðu sambandi við. Í myndbandinu er áhugaverð frásögn frá ferðum þeirra YL1ZF, YL2GM og YL2KL til þessara DXCC landa í febrúar og mars 2018. Skemmtileg og fróðleg innsýn í ferðir af þessu tagi. […]

,

Þakkir til félagsmanna…

Þakka félagsmönnum símtöl og tölvupósta með góðum orðum og umsögnum um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. Þessi jákvæðu viðbrögð í kjölfar aðalfundar 2019 eru okkur í nýrri stjórn, hvatning til góðra verka á komandi starfsári. Þeir sem ekki áttu þess kost að koma á aðalfundinn á Hótel Sögu á laugardag spyrja um ársskýrsluna, sem afhent […]

,

FRÉTTIR FRÁ AÐALFUNDI ÍRA 16. febrúar 2019

Aðalfundur ÍRA 2019 var haldinn 16. febrúar í fundarsal Radisson Blu Hótel Sögu í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt ákvæðum í lögum félagsins. Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, fundarstjóri og Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, fundarritari. Alls sóttu 37 félagsmenn fundinn samkvæmt skráningu í viðverubók. Fundurinn var settur kl. […]

,

Sæmundur TF3UA í viðtali á RÚV rás 1

Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA var í viðtali í útvarpsþættinum „Mannlegi Þátturinn“ á RÚV Rás 1 í morgun, 13. febrúar. Skemmtilegt og fróðlegt viðtal. Sjá meðfylgjandi slóð. http://www.ruv.is/utvarp/spila/mannlegi-thatturinn/23616… Skeljanesi 8. nóvember 2018. Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA flytur erindi um fæðilínur í félagsaðstöðunni. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

,

AÐALFUNDUR ÍRA 2019 VERÐUR Á LAUGARDAG

Minnt er á fyrri tilkynningar þess efnis að aðalfundur ÍRA 2019 verður haldinn laugardaginn 16. febrúar n.k. Fundarstaður er Radisson BLU Hótel Saga við Hagatorg í Reykjavík og hefst fundurinn stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt 19. gr. félagslaga. Fyrir hönd stjórnar, Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður.

,

ARI ÞÓRÓLFUR TF1A VAR MEÐ ERINDI UM D-STAR

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 7. febrúar og flutti áhugavert erindi um stafræna fjarskiptakerfið D-STAR (e. Digital Smart Technologies for Amateur Radio). D-STAR á sér yfir 20 ára sögu, og komu japönsk stjórnvöld fyrst að fjármögnun þess sem rannsóknarverkefnis með aðkomu landsfélags japanskra radíóamatöra, JARL og fleirum. Icom kom síðar að verkefninu […]