Entries by TF3JB

,

LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR Í SKELJANESI

Næsti viðburður á vetraráætlun ÍRA verður í boði laugardaginn 22. febrúar. Þá mætir Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A í Skeljanes og kynnir búnað, tækni og tól til fjarskipta um nýja OSCAR 100 gervitunglið. Að auki aðstoðar hann félagsmenn við að fara í loftið frá félagsstöðinni í gegnum tunglið. Í boði er svokallaður „opinn laugardagur“ sem þýðir […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 20. FEBRÚAR

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 20. febrúar. Að venju verður húsið opnað kl. 20:00. Góður félagsskapur, kaffi, te og meðlæti og nýjustu tímaritin. Mathías Hagvaag TF3MH, QSL stjóri ÍRA, verður búinn að flokka nýjar kortasendingar erlendis frá til félagsmanna fyrir opnunartíma. Stjórn ÍRA.

,

ÁRSSKÝRSLA ÍRA 2019/20

Aðalfundur ÍRA árið 2020 var haldinn 15. febrúar s.l. á Hótel Sögu í Reykjavík. Meðal gagna sem lögð voru fram á fundinum var skýrsla formanns um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. Skýrslan var lögð fram á prentuðu formi. Hún skiptist í 12 kafla og tvo viðauka, auk formála og efnisyfirlits. Hún er alls 168 blaðsíður […]

,

Fréttir frá aðalfundi ÍRA 2020

Aðalfundur ÍRA árið 2020 var haldinn 15. febrúar í fundarsal Radisson Blu Hótel Sögu í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum. Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, fundarstjóri og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, fundarritari. Alls sóttu 44 félagar fundinn samkvæmt skráningu í viðverubók. Fundur var settur kl. 13:00 og […]

,

NÝ VETRARDAGSKRÁ HEFST 13. FEBRÚAR

Ný vetrardagskrá ÍRA hefst fimmtudaginn 13. febrúar í Skeljanesi. Óskar Sverrisson, TF3DC, mætir kl. 20:30 og sýnir okkur DVD heimildarmynd frá FT5ZM leiðangrinum sem var farinn til Amsterdam Island í ársbyrjun 2014. Margar TF stöðvar náðu sambandi við leiðangurinn, en eyjurnar eru staðsettar í suður-Indlandshafi. Fjöldi sambanda var um 170 þúsund. Fjarlægð frá TF er […]

,

AÐALFUNDUR 2020 ER Á LAUGARDAG

Aðalfundur ÍRA 2020 verður haldinn laugardaginn 15. febrúar á Radisson BLU Hótel Sögu í Reykjavík. Fundurinn fer fram í fundarsal Heklu 1 og hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt 19. gr. félagslaga. Fyrir hönd stjórnar, Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður.

,

CQ WW WPX RTTY KEPPNIN 2020

CQ World-Wide RTTY WPX keppnin 2020 verður haldin 8.-9. febrúar. Þetta er tveggja sólarhringa keppni og markmiðið er að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heiminn, með eins mörgum mismunandi forskeytum og frekast er unnt. Keppnin hefst á 00:00 á laugardag og lýkur kl. 23:59 á sunnudag. Vefslóð á keppnisreglur: https://cqwpxrtty.com/rules.htm

,

ÖRNÓLFUR HALL TF3AH ER LÁTINN

Örnólfur Hall, TF3AH, hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag, að Örnólfur hafi látist á heimili sínu þann 30. janúar s.l. Hann var á 84. aldursári, leyfishafi nr. 132. Um leið og við minnumst Örnólfs með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 6. FEBRÚAR

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 6. febrúar. Að venju verður húsið opnað kl. 20:00. Góður félagsskapur, kaffi, te og meðlæti og nýjustu tímaritin. Eins og gjarnan er á þessum árstíma, berast nýjar sendingar af QSL kortum þétt til landsins. QSL stjóri tæmir pósthólf félagsins sérhvern miðvikudag og sér um að flokka […]