Entries by TF3JB

,

NÝR BÚNAÐUR FYRIR OSCAR 100 PRÓFAÐUR

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, VHF stjóri ÍRA, vann í dag (20. ágúst) við uppsetningu og tengingu búnaðar TF3IRA innanhúss fyrir Es’Hail-2/P4A / Oscar 100 gervitunglið í Skeljanesi. Þótt frágangi sé ekki lokið, var haft fyrsta QSO‘ið frá TF3IRA með nýjum búnaði félagsins. Það var við G8DVR í Manchester á Englandi, kl. 20:40. Merki voru R/S […]

,

TF8APA QRV Á APRS FRÁ ÞORBIRNI

APRS hópurinn hefur staðið fyrir áframhaldandi uppbyggingu á kerfinu af dugnaði. Guðmundur Sigurðsson, TF3GS; Magnús Ragnarsson, TF1MT; Samúel Þór Guðjónsson, TF3SUT og Árni Þór Ómarsson, TF3CE hafa einkum verið í forsvari. Þann 15. ágúst var gengið frá uppfærslu APRS búnaðar TF8APA á fjallinu Þorbirni við Grindavík. Notuð var ein af Motorola GM-300 VHF stöðvunum sem […]

,

Vita- og vitaskipahelgin er 17.-18. ágúst

Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin fer fram um næstkomandi helgi, 17.-18. ágúst og er tveggja sólarhringa viðburður. Miðað er við, að flestir sem koma til dvalar í vita, á vitaskipi eða í nágrenni vita hafi komið sér fyrir upp úr hádegi á laugardag. Þegar þetta er skrifað (í lok dags, þann 14. ágúst) hefur einn íslenskur […]

,

ELÍN TF2EQ ER Á YOTA 2019 í BÚLGARÍU

9. sumarbúðamót YOTA (Youngsters On The Air) ungra radíóamatöra hófst í gær (sunnudag) og stendur til 17. ágúst. Mótið er haldið í bænum Bankya (Банкя) í útjaðri höfuðborgarinnar, Sófíu. Ungmennafulltrúi ÍRA, Elín Sigurðardóttir, TF2EQ, er á staðnum. Að sögn Elínar, eru þátttakendur yfir 80 talsins m.a. frá öðrum Norðurlöndum og víðsvegar að úr Evrópu. BFRA, […]

,

NÝTT KIWI SDR VIÐTÆKI Á RAUFARHÖFN

Í dag, 10. ágúst, bættist við 5. innanlandsviðtækið til hlustunar yfir netið. Það er sömu tegundar og þau fyrri, þ.e. af KiwiSDR gerð, staðsett á Raufarhöfn. Viðtækið hefur afnot af svokölluðu T-loftneti, sem er lóðréttur vír (topplódaður) og var fyrir á staðnum. KiwiSDR viðtækin vinna frá 10 kHz upp í 30 MHz. Hægt er að […]

,

TF3IRA OG ES’HAIL-2/P4A / OSCAR 100

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, VHF stjóri félagsins og Georg Kulp, TF3GZ, mættu í Skeljanes fimmtudaginn 8. ágúst eftir vinnu og settu upp loftnetsbúnað fyrir Es’Hail-2/P4A/ Oscar 100 gervitunglið. Veðuraðstæður voru eins góðar og hugsast getur, sólskin, 18°C hiti og passleg gola. Sett var upp öflug veggfesting og 85cm loftnetsdiskur á austurhlið hússins í Skeljanesi. Verkið […]

,

VHF/UHF LEIKAR ÍRA 2019 – ÚRSLIT

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður leikanna flutti stutta kynningu í Skeljanesi fimmtudaginn 8. ágúst. Þar kom m.a. fram, að 18 stöðvar skiluðu inn gögnum í ár, samanborið við 19 í leikunum í fyrra (2018). Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður ÍRA, þakkaði TF8KY og hópnum frábæra vinnu við undirbúning leikanna. Hann afhenti síðan verðlaun félagsins fyrir 3 efstu […]

,

ÚRSLIT Í VHF/UHF LEIKUM ÍRA 2019

Afhending verðlauna í VHF/UHF leikum ÍRA 2019 fer fram í Skeljanesi, fimmtudaginn 8. ágúst kl. 20:30. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður leikanna, mun jafnframt fara yfir helstu niðurstöður. Hann mun m.a. skýra frá nýju Íslandsmeti í drægni á 23 cm bandinu sem sett var í leikunum í ár. Alls voru tæpir tveir tugir leyfishafa skráðir til […]