Entries by Jón Þóroddur Jónsson

,

Um 40 þúsund gestir heimsóttu nýafstaðna sýningu í Tókíó.

Hápúnktar sýningarinnar voru margir eins og við var að búast og mikil barátta milli risanna á amatörtækjamarkaðinum kristallaðist á ýmsan hátt, Kenwood sýndi afmælisútgáfu af TS-590:   ICOM státaði sig af:   heimild: frétt á fbnews.jp höfundur Adam Farson VA7OJ/AB4OJ   Á YouTube eru ýmis myndskeið frá sýningunni: ICOM   KENWOOD   YAESU básinn á […]

,

Varist að trufla neyðartíðnir radíóamatöra – áskorun frá TF3SUT

Fellibylurinn Irma ætlar að hæfa Mið-ameríku frekar hart. Verið vakandi fyrir eftirfarandi tíðnum: Púertó Ríkó: 3.803, 3.808 og 7.188 kHz. Radíóamatörar í Púertó Ríkó hafa líka samskifti við HWN, fellibyljavöktun svæðisins á 7.268 og 14.325 kHz. Kúba: Að degi til, 7.110 kHz og 7.120 kHz til vara. Svæðisnet er á  7.045, 7.080 kHz og á öðrum […]

, ,

Opið hús í Skeljanesi í kvöld og IARU útiverudagur um helgina

Opið verður að venju í kvöld í Skeljanesi 20 – 22. Um helgina er SSB-útiverudagur IARU með sérstakri áherslu á að kynna áhugamálið fyrir ungu fólki. Vísun á reglur og fésbókarsíðu. SSB útiverudagur IARU varir frá klukkan 13:00 á laugardeginum til klukkan 12:59 á sunnudeginum. Stöð félagsins er til reiðu ef einhverjir vilja koma og fara í loftið.

,

EDR átti 90 ára afmæli 15. ágúst

EDR, danska radíóamatörfélagið er 90 ára um þessar mundir og býður til afmælisveislu í sínum höfuðstöðvum í Óðinsvéum núna á laugardag. Nokkur afmæliskallmerki voru virk á afmælisdeginum en á laugardag verður einungis afmæliskallmerkið QZ90HQ í loftinu. Danskir radíóamatörar hafa leyfi til að nota kallmerkin OZ90EDR, OX90EDR og 5P90EDR á afmælisárinu. Til hamingju danskir radíóamatörar.

, ,

Vitahelgin er framundan

Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum verða radíóamatörar í tveimur vitum á Íslandi um næstu helgi, Garðskagavita og Knararrósvita. Báðir vitarnir voru skráðir fyrir þó nokkru síðan til þáttöku. Á Garðskaga verður notað kallmerkið  TF8IRA og á Knarrarósi verður notað kallmerkið TF1IRA. Ef einhverjir fleiri ætla að virkja vita er velkomið að setja hér inn upplýsingar um það […]

,

Mats, SM6EAN tók við formennsku í NRAU í gær.

Í lok NRAU fundar í Óðinsvéum í gær tók Mats, SM6EAN við formennsku í NRAU af Ivan, OZ7IS. Á myndinn heldur Mats á nýjum fundarhamri og bjöllu. Fyrir par árum síðan týndist fundarhamar NRAU líklega einhversstaðar í Noregi og þrátt fyrir miklar leitir hefur ekki fundist. Fráfarandi formaður Ivan, OZ7IS ákvað þess vegna að gefa […]