Entries by Jón Þóroddur Jónsson

,

Neyðarfjarskipti vegna Haiti

Tilkynning barst í dag frá Greg Mossop, neyðarfjarskiptastjóra IARU svæði 1: Neyðarfjarskiptatíðnirnar sem losaðar voru vegna jarðskjálftanna á Haiti eru nú lausar til venjulegra nota og amatörar eru hvattir til að viðhafa alltaf góða amatörsiði þegar sent er út. Sérstök aðgát skal höfð nálægt þessum tíðnum, hlusta vel áður en sent er og hætta sendingu […]

,

Sunnudagsopnun 13. desember

Á sunnudagsopnun í Skeljanesinu í gær þar sem saman voru komnir nokkrir harðjaxlar úr hópi íslenskra radíóamatöra spunnust skemmtilegar umræður um 160 metra bandið. TF3SG stóð fyrir opnuninni í gær og bauð, í tilefni af afmæli eins félaga okkar, TF3IGN, uppá meiri kræsingar en á venjulegri sunnudagsopnun. Mikið fjör hefur verið á 160 metra bandinu […]

,

QTC-sending frá TF3IRA eða öllu heldur morse-æfing í loftinu á 3712 kHz

Undanfarin þrjú kvöld hefur Morse-hópurinn verið með CW-tilraunaútsendingu á 3712 kHz. Sent er frá TF3IRA og byrjað klukkan 9:30 á kvöldin. Í gærkvöldi var sendur út fyrsti hluti texta sem finna má á á WIKIPEDIA-vefnum: http://en.wikipedia.org/wiki/Little_Red_Riding_Hood og verður því haldið áfram í kvöld. Æfingatextarnir verða settir inn á heimasíðu hópsins og þar geta þeir sem nota […]

,

DX-fréttir

TF3DX náði Japan á 160 m úr bíl á CW Góðir félagar! Veit einhver til þess að haft hafi verið 160 m QSO við Japan héðan úr bíl, eða annað álíka langt? Undanfarið hef ég loks verið að klára breytingu á bílloftnetinu mínu og smíða til þess gerðan tjúner. Ekki síst til að geta hlustað […]

,

Neyðarfjarskiptaæfing – alþjóðadagur amatöra

Neyðarfjarskiptaæfing – alþjóðadagur radíóamatöra – opið hús TF3JA og TF2WIN, ætla á morgun laugardaginn 18. apríl, að taka þátt í alheimsneyðarfjarskiptaæfingu radíóamatöra frá stöð félagsins, TF3IRA. Laugardagurinn er jafnframt alþjóðadagur amatöra og eru allir radíóáhugamenn hvattir til að nota tækifærið og kynna áhugamálið fyrir sem flestum. Allir félagsmenn og aðrir radíóáhugamenn eru velkomnir til að taka þátt í æfingunni, […]

,

Jarðskjálfti í Costa Rica – 7090 kHz tilkynnt sem neyðartíðni

Jarðskjálfti í Costa Rica, neyðartíðni ákveðin. Fimmtudaginn 8. janúar klukkan 19:21 GMT varð jarðskjálfti í Costa Rica. Jarðskjálftinn mældist 6,2 á Richter-kvarða. Miðja jarðskjálftans var um 35 km norðaustan við San Jose og um 60 forskjálftar höfðu skekið landið í viku á undan aðal skjálftanum. Radio Club de Costa Rica (RCCR) – sem er IARU aðildarfélag landsins – hlustar […]