Entries by Jón Þóroddur Jónsson

, ,

CQ WW RTTY

Þá er keppnishelgin að baki.  TF2R gerðu gott, skv skortöflu á http://cqcontest.net/view/readscore.php  eru þeir í 9. sæti yfir heiminn í sínum flokki með 3,9M stig sem er í heimsklassa.  Vel gert, strákar!  Ég sat einnig við, 1900q og 1,9M stig en það lækkar nokkuð þegar búið er að taka frá villur.  Þetta var mjög gaman. 73, Andrés […]

, ,

CQ WW RTTY keppnin er um helgina

Eftir því sem best verður séð eru þáttakendur frá Íslandi stöðvarnar TF2R sem eru íslensku Refirnir, Tango Fox Radio Foxes þeir TF3AO, TF3FIN, TF3HP, TF3IG. TF3GB og TF3PPN, stöðin TF3AM og kannski TF3AO. Fyrir helgina birtist eftirfarandi frétt frá TF3AO á írarabbinu: Sælir félagar, nú um komandi helgi fer fram CQ WW RTTY keppnin. Á síðasta […]

,

Bein úsending frá landsmóti breskra radíóamatöra um helgina

Bein útsending verður frá landsmóti breskra radíóamatöra sem haldið er um helgina í Newark, Englandi í boði Lincoln Shortwave Club. Á landsmótinu sýna allir helstu framleiðendur radíomatörbúnaðar það nýjasta úr sinni framleiðslu og einnig er í gangi flóamarkaður fyrir notuð tæki.   Friday, Sept 27: 0900 UTC (3:00 AM CT) – 1600 UTC (10;00 AM […]

,

Heimsókn í Fífuna fyrr í dag

Ýmsir góðir gestir hafa í dag heimsótt ÍRA í Fífunni í dag og hér er Stefán, TF3SA, sestur við lykilinn. Neðri myndin sýnir nokkra amatöra sem mættir voru með risavertikal á VHF/UHF á staðinn stilla sér upp að lokninni uppsetningu. Vertikallinn var sumarloftnetið á Bláfjallaendurvarpanum og sést í neðsta hluta loftnetsins milli þeirra Ara, TF3ARI […]

,

Trappe virðist fastur á Nýfundnalandi

…og fréttir eru óljósar en svo virðist sem hann hafi hætt við að halda áfram og á þessari síðu er frásögn með ótrúlegum myndum af undirbúningi að og af sjálfu flugtakinu.. http://www.dailymail.co.uk/news/article-2418598/Jonathan-Trappe-IT-manager-attempts-cross-Atlantic-simply-clinging-helium-BALLOONS.html

,

Radíóamatör gerir tilraun til að fljúga yfir Atlanshafið hangandi neðan í blöðruklasa

Radíóamatörinn Jonathan Trappe, KJ4GQV, frá Raleigh í Norður-Karólína er að reyna að fljúga yfir Atlantshafið hangandi neðan í blöðruklasa. Hann fór í loftið í gær 12. september klukkan 1200 UTC frá Caribou í ríkinu Maine. Trappe sendir frá sér með reglulegu millibili APRS-staðsetningarskeyti á 14,0956 MHz og 144,390 MHz. Síðustu fréttir herma að hann hafi óvænt lent á Nýfundnalandi og ætli að hafast þar við í nótt. Merkjasendingin á 14,0956 MHz er rétt fyrir ofan WSPR tíðnina, nálægt  1.880 Hz á skjáfossinum. Sendingin er 110 baud ASCII RTTY (8N1) á kallmerkinu NGØX. Merkjasendingarnar eru á 10 mínútna fresti á hverjum heilum tíma og síðan 10, 20, 30, 40 og, 50 mínútur yfir hvern heilan tíma. APRS […]

, ,

SAC CW eftir hálfan mánuð

SAC keppni ársins 2013 sem hefst eftir hálfan mánuð er tilvalið tækifæri fyrir þá sem eru byrjendur eða endurkomendur í radíóamatöráhugmálið til að ná betra valdi á morsinu og samskiptaaðferðum radíóamatöra um allan heim. Þremur vikum seinna verður SSB hluti keppninnar. SAC keppnisnefndin býður radíóamatörum um allan heim til  “2013 Scandinavian Activity Contest” CW:   21 […]

,

Vetrarloftnet í Bláfjöll

Benni, TF3TNT og Ari, TF3ARI, fóru í Bláfjöll í fyrradag og skiptu um loftnet á endurvarpanum. Í staðinn fyrir sumarstöngina sem hafði reynst mjög vel og lifað af þó nokkurn vind var settur upp einn Kathrein dípóll efst á eitt horn mastursins og vísar hann í austur átt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. […]