Entries by Jón Þóroddur Jónsson

,

ÍRA á ferðasýningu 4×4 í Fífunni um helgina

ÍRA er í einu horninu á Fífunni í Kópavogi með HF stöð í loftinu um helgina og þar við hliðina sýningu á gömlum fjarskiftabúnaði í samvinnu við fjarskiptahóp 4×4 og radíóskáta. TF3BR, Bragi Reynisson er þar í tjaldi félagsins með stöðina sína og ekki var að heyra annað en að skilyrðin væru góð í gær […]

,

Trappe virðist fastur á Nýfundnalandi

…og fréttir eru óljósar en svo virðist sem hann hafi hætt við að halda áfram og á þessari síðu er frásögn með ótrúlegum myndum af undirbúningi að og af sjálfu flugtakinu.. http://www.dailymail.co.uk/news/article-2418598/Jonathan-Trappe-IT-manager-attempts-cross-Atlantic-simply-clinging-helium-BALLOONS.html

,

Radíóamatör gerir tilraun til að fljúga yfir Atlanshafið hangandi neðan í blöðruklasa

Radíóamatörinn Jonathan Trappe, KJ4GQV, frá Raleigh í Norður-Karólína er að reyna að fljúga yfir Atlantshafið hangandi neðan í blöðruklasa. Hann fór í loftið í gær 12. september klukkan 1200 UTC frá Caribou í ríkinu Maine. Trappe sendir frá sér með reglulegu millibili APRS-staðsetningarskeyti á 14,0956 MHz og 144,390 MHz. Síðustu fréttir herma að hann hafi óvænt lent á Nýfundnalandi og ætli að hafast þar við í nótt. Merkjasendingin á 14,0956 MHz er rétt fyrir ofan WSPR tíðnina, nálægt  1.880 Hz á skjáfossinum. Sendingin er 110 baud ASCII RTTY (8N1) á kallmerkinu NGØX. Merkjasendingarnar eru á 10 mínútna fresti á hverjum heilum tíma og síðan 10, 20, 30, 40 og, 50 mínútur yfir hvern heilan tíma. APRS […]

, ,

SAC CW eftir hálfan mánuð

SAC keppni ársins 2013 sem hefst eftir hálfan mánuð er tilvalið tækifæri fyrir þá sem eru byrjendur eða endurkomendur í radíóamatöráhugmálið til að ná betra valdi á morsinu og samskiptaaðferðum radíóamatöra um allan heim. Þremur vikum seinna verður SSB hluti keppninnar. SAC keppnisnefndin býður radíóamatörum um allan heim til  “2013 Scandinavian Activity Contest” CW:   21 […]

,

Vetrarloftnet í Bláfjöll

Benni, TF3TNT og Ari, TF3ARI, fóru í Bláfjöll í fyrradag og skiptu um loftnet á endurvarpanum. Í staðinn fyrir sumarstöngina sem hafði reynst mjög vel og lifað af þó nokkurn vind var settur upp einn Kathrein dípóll efst á eitt horn mastursins og vísar hann í austur átt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. […]

,

TF2LL/MM á sjó vestur við Grænland á Vitahelginni

Aðspurður fyrr í vikunni hafði TF2LL þetta að segja um Vitahelgina og skilyrðin: Svona lítur loftnetið nú út, til þess að gera afskaplega ómerkilegt! en virkar og sannar rétt eina ferðina en að það þarf ekki merkilegan búnað til þess að ná á milli landa. Ég er með 12 metra langan endafæddan láréttan vír sem ég strengdi á milli […]

,

Fjör á Vitahelginni

Klukkan er sex að morgni sunnudags og hér í Grímsnesinu heyrist vel í TF8IRA við Garðskagavitann morsa á 14.031 MHz í miklu Evrópukraðaki. Í morgun milli fimm og sex var ekki laust við að merkið frá honum væri fyrst með töluverðu heimskautadirri en núna er það stöðugt og hreint S5 á mælinum á IC-706 tengdri […]

, ,

TF – útileikarnir eru um helgina

TF útileikarnir eru haldnir um verslunarmannahelgina ár hvert á vegum ÍRA. Leikarnir voru haldnir fyrst árið 1979. Tilgangur útileikanna er að örva áhuga og hæfni íslenskra radíóamatöra í notkun færanlegra stöðva og eflingu fjarskipta innanlands. Fjörið eykst þegar íslendingar búsettir eða staddir erlendis taka þátt. Leikarnir eru tilvaldir til að sameina útivist og amatörradíó. Samband […]

,

TF3TNT og TF3ARI vinna að tilraunum með TF1RPB

TF3TNT og TF3ARI hafa unnið að ýmsum tilraunum með TF1RPB, endurvarpann í Bláfjöllum í góðviðrinu undanfarna daga. Nýr búnaður og loftnet  voru sett upp í öðru tækjahúsi á fjallinu þar sem væntanlega er minna um truflanir. Loftnetið er nokkra metra hringgeislandi fiberstöng með 8 dBi ávinningi í allar áttir.  Prófaðar verða ýmsar gerðir af lyklun og halinn er hafður nokkuð […]