Entries by Jón Þóroddur Jónsson

,

CQ VHF verður ekki lengur gefið út á pappír

ADIOS to CQ VHF mátti í dag lesa á fréttasíðunni AmateurRadio.com. Þar kemur fram að enn eitt tímaritið CQ VHF hafi verið lagt af og ætlunin sé að setja vissa efnisflokka úr úgáfunni inní væntanlega nýja netútgáfu CQ Amateur Radio. Á heimasíðu ARRL er líka fjallað um grundvallarbreytingar sem eru í farvatninu á flaggskipi CQ […]

,

TF3CW í fyrsta sæti…til hamingju Siggi

CQ WW DX SSB Single-Op High 15 Meters / Europe    1  TF3CW………..1,315,800    2  YL2SM………..1,294,210    3  SN5X…………1,141,973 (SP5GRM)    4  EA4KR………..1,114,245    5  S50A…………1,096,522    6  OH0V…………1,033,884 (OH6LI)    7  E71A…………..881,830    8  DL4MCF…………757,064    9  EA1FDI…………755,906   10  S57C…………..729,600 ágætu félagar ÍRA, innan okkar raða eru nokkrir af flinkustu amatörum og fjarskiptamönnum þessarar […]

, ,

CQ WW DX CW eftir 4 vikur

TF3W félagsstöð ÍRA hafði  rúm ellefu hundruð sambönd í SSB hluta CQ WW DX keppninnar um síðustu helgi, þeir sem unnu á stöðinni voru TF3HP og TF3SG. Fleiri íslenskar stöðvar voru í keppninni en fréttir af því hvernig þeim gekk hafa ekki borist og eru þeir sem tóku þátt hvattir til að senda á ÍRA stutta eða langa […]

, ,

TF3W í CQ WW DX SSB um helgina

Fréttir hafa borist af íslenskum stöðvum í CQ WW DX um helgina, TF3W var í loftinu í gær og aftur í dag. TF3HP og TF3SG hafa skipst á að vera við hljóðnemann. Fleiri hafa verið virkir, frést hefur af TF2LL, TF3CW, TF3CY, TF3AM, TF3AO í loftinu og eflaust eru einhverjir fleiri að. Böndin virtust öll […]

,

CQ WW DX er um næstu helgi

CQ WW DX SSB-keppnin er um næstu helgi, 26-27 október og hefst á miðnætti föstudagsins. CQ WW DX SSB og CW eru tvímælalaust einar mestu og skemmtilegustu keppnir ársins. Hverjir vilja setjast í stólinn og kalla CQ de TF3W frá félagsstöðinni á splúnkunýjum magnara? Þeir sem áhuga hafa eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við formann ÍRA sem fyrst.  Skráning til þáttöku í CW hluta keppninar […]

,

Yaesu Quadra VL – 1000

Mjög var ánægjulegt að frétta af HF magnarakaupum IRA í síðustu viku, og enn ánægjulegra að fá fréttir af því að magnarinn er kominn til landsins, uppsettur og prófaður með góðum árangri í Skeljanesinu. Af þessu tilefni langar mig að færa þeim fjölmörgu félögum okkar sem lögðu peningasöfnun fyrir magnaranum lið sl. vetur innilegar þakkir.  […]

,

TF2RPJ fór í loftið í gær

TF2RPJ, ICOM endurvarpi, 50 wött, var settur í loftið í gær á Álftanesi, Mýrum Borgafirði. Við endurvarpann er sérsmíðað fokhelt loftnet . Óli TF3ML á endurvarpann og tæknilegur tengiliður er TF3ARI. Tíðnirnar eru TX 145.750/ RX 145.150  og tónstýring á  88.5 Hz. Fyrstu mælingar sýna að hann næst vel í Borgarnesi og alla leið upp […]

,

TF3RPI D-Star kominn í Bláfjöll

Fyrsti D-Star endurvarpinn á Íslandi var í gær settur á sinn stað í Bláfjöllum samkvæmt innleggi frá TF3ARI á spjallinu sem hefur séð um uppsetningu búnaðarins. Endurvarpinn er í eigu TF3ML og er á tíðniparinu Tx 439,950/Rx 434,950 MHz. Nú er bara að að fá sér tæki með D-Star mótun og byrja að tala um […]

,

Yaesu Quadra á leiðinni til landsins

Á stjórnarfundi í síðustu viku var tekin ákvörðun um að festa kaup á Quadra magnara og Big-IR loftneti fyrir félagsstöðina, TF3IRA. Kaupin eru að hluta fjármögnuð með fé sem nokkrir félagsmenn hafa lagt til í söfnun sem TF3SA hóf fyrir nokkru síðan og er enn í gangi en félagið leggur til það sem á vantar.

,

EMC á fimmtudagskvöld í ÍRA

Friðrik Alexandersson var með mjög áhugaverða og lærdómsríka umfjöllun um EMC, flökkustrauma og jarðbindingu í Skeljanesi á fimmtudagskvöld. Takk fyrir okkur Friðrik. Friðrik sýndi okkur hvers vegna betra væri að vera með fimm víra veitukerfi, þrír fasar, núll og jörð í stað fjögurra eins og víðast er á Íslandi eða með öðrum orðum að vera með […]