Entries by Jón Þóroddur Jónsson

,

David Butler, G4ASR fjallaði um VHF yfir langar leiðir síðastliðið fimmtudagskvöld í Skeljanesi.

Fimmtudagkvöldið 10. apríl var G4ASR með mjög áhugaverða kynningu hjá ÍRA á VHF- samböndum yfir langar leiðir. David ætlar að senda okkur hlekk á kynninguna þegar hann kemst heim til sín aftur eftir páska og verður þá betur fjallað um kynninguna. David sagði að besta aðferðin til að ná gildum QSO-um á slíkum samböndum hefði […]

,

Skemmtileg kvöldstund með Önnu og Völu í Skeljanesi.

Nokkrir kjarkmiklir karlamatörar, rúmlega einn tugur, áttu mjög skemmtilega stund með þeim Önnu, TF3VG og Völu, TF3VD í Skeljanesi í gærkvöldi. Þær kynntu alþjóðlega YL ráðstefnu sem fram fer í Reykjavík núna í maí og var kynningin allt að einu fróðleg, lifandi og framúrskarandi vel flutt. Það var áhugavert að fá þessa skemmtilegu kynningu á YL starfinu og á […]

,

Anna, TF3VB og Vala, TFVD segja frá alþjóðlegu starfi YL í kvöld

Anna og Vala verða á opnu húsi í kvöld í Skeljanesi og segja frá alþjóðlegu samstarfi YL, ráðstefnum sem þær hafa farið á og starfinu framundan. Dagana 9. til 12. maí næstkomandi verður haldin alþjóðleg ráðstefna kvenradíóamatöra hér á Íslandi, International Young Lady conference. 26 erlendir gestir, 16 YL og 10 OM hafa boðað komu sína […]

,

APRS virkt á ný í Bláfjöllum

TF2SUT og TF3JA fóru í Bláfjöll um kvöldmatarleytið í gær og settu upp nýtt loftnet á APRS stafapéturinn, TF3APB. Sett var upp Kathrein tveggja staka loftnet sem vísar í austurátt og inná suðurhluta miðhálendis landsins. Búnaðurinn virkar vel að því er virðist við fyrstu prófanir. Loftnetið hafði brotnað og fokið út í veður og vind […]

,

Þrjár helstu sýningar og ráðstefnur radíóamatöra á árinu 2014

59. Dayton Hamvention sýningin verður haldin 16.-18. maí n.k. í Dayton í Ohio í Bandaríkjunum. Þetta er stærsta sýningin fyrir radíóamatöra í N-Ameríku og voru gestir alls 25.600 í fyrra (2013). 39. Ham Radio sýningin verður haldin 27.-29. júní n.k. í Friedrichshafen í Þýskalandi. Þetta er stærsta sýningin fyrir radíóamatöra í Evrópu og voru gestir […]

,

Færum tækin nær loftnetinu

Sælir félagar. Ég rakst í morgun á þessa frétt sem mér finnst eiga miklu betur við okkur radíóáhugamenn sem forsíðufrétt en sú sem var hér í fyrsta sæti.. fréttin er um þá nýju tækni sem er að þróast í framhaldi af SDR-tækninni að staðsetja tækin nær loftnetinu eða jafnvel innbyggð í loftnetin. Við lestur fréttarinnar […]

,

IYL 2014 – YL ráðstefna á Íslandi í vor

Dagana 9. til 12. maí næstkomandi verður haldin alþjóðleg ráðstefna kvenradíóamatöra hér á Íslandi, International Young Lady conference. 26 erlendir gestir, 16 YL og 10 OM hafa boðað komu sína á ráðstefnuna. Anna Henriksdóttir, TF3VB, og Vala Dröfn Hauksdóttir, TF3VD, skipuleggja ráðstefnuna og ÍRA kemur að ráðstefnunni á ýmsan hátt. Föstudaginn 9. maí fer hópurinn […]