Entries by Jón Þóroddur Jónsson

,

YL alheimsráðstefnan á Íslandi um næstu helgi

…í dag fréttist af Völu og Önnu á fullu við að leggja lokahönd á undirbúning ráðstefnunnar og heimsókn erlendu radíóamatöranna um næstu helgi… Þær vilja hvetja félagsmenn til að fjölmenna í Skeljanesið næsta föstudag kl. 16.30 en þá koma 26 erlendir amatörar í heimsókn. ÍRA býður uppá hressingu í föstu og fljótandi formi ásamt spjalli við erlenda kollega. […]

,

M0XER-6 loftbelgurinn er djúpt út af Snæfellsnesi núna klukkan 23

Til að geta náð APRS merkjum frá loftbelgnum lengra vestur á við var í kvöld snúanlega VHF loftnetið í Skeljanesi tengt við aprsmóttakarann TF3APG. Þessi loftbelgur er mjög sérstakur og ekki stór, um meter í þvermál og mæli- og sendibúnaðurinn sem fær aflið frá sólarrafhlöðu er ekki nema um 12 grömm. Belgurinn fer ekki hærra en í 9 […]

,

Alþjóðleg ráðstefna kvenradíóamatöra í Reykjavík 9. til 12. maí

Eins og áður hefur komið fram verður haldin alþjóðleg ráðstefna kvenradíóamatöra í Reykjavík dagana 9. til 12. maí. Til landsins koma 26 aðilar (16 konur og 10 karlar), þar af bara einn maki sem er ekki amatör. Ráðstefnugestir munu heimsækja ÍRA seinnipart dags föstudaginn 9. maí og gefst félögum ÍRA þar tækifæri til að hitta […]

,

Alþjóðadagur radíóamatöra er í dag, 18. apríl

Í dag fagna radíóamatörar sínum alþjóðadegi, World Amateur Radio Day. IARU, International Amateur Radio Union var stofnað á þessum degi, 18. apríl 1925. Radíóamatörar hafa stigið inní 21. öldina.  Á innan við 100 árum hefur radíóamatörinn þróast úr hrárri neistasendatækni í heim stafrænna merkja og hugbúnaðar sendi-viðtækja. Á fyrstu áratugum radíótækninnar stóð val amatörsins milli tals og […]

,

David Butler, G4ASR fjallaði um VHF yfir langar leiðir síðastliðið fimmtudagskvöld í Skeljanesi.

Fimmtudagkvöldið 10. apríl var G4ASR með mjög áhugaverða kynningu hjá ÍRA á VHF- samböndum yfir langar leiðir. David ætlar að senda okkur hlekk á kynninguna þegar hann kemst heim til sín aftur eftir páska og verður þá betur fjallað um kynninguna. David sagði að besta aðferðin til að ná gildum QSO-um á slíkum samböndum hefði […]

,

Skemmtileg kvöldstund með Önnu og Völu í Skeljanesi.

Nokkrir kjarkmiklir karlamatörar, rúmlega einn tugur, áttu mjög skemmtilega stund með þeim Önnu, TF3VG og Völu, TF3VD í Skeljanesi í gærkvöldi. Þær kynntu alþjóðlega YL ráðstefnu sem fram fer í Reykjavík núna í maí og var kynningin allt að einu fróðleg, lifandi og framúrskarandi vel flutt. Það var áhugavert að fá þessa skemmtilegu kynningu á YL starfinu og á […]

,

Anna, TF3VB og Vala, TFVD segja frá alþjóðlegu starfi YL í kvöld

Anna og Vala verða á opnu húsi í kvöld í Skeljanesi og segja frá alþjóðlegu samstarfi YL, ráðstefnum sem þær hafa farið á og starfinu framundan. Dagana 9. til 12. maí næstkomandi verður haldin alþjóðleg ráðstefna kvenradíóamatöra hér á Íslandi, International Young Lady conference. 26 erlendir gestir, 16 YL og 10 OM hafa boðað komu sína […]