Entries by Jón Þóroddur Jónsson

,

Viðgerð hafin á húsinu í Skeljanesi

Vinnupallur risinn við húsið. Myndin sýnir bakhliðina á girðingunni og hliðið sem kajakmennirnir gerðu á girðinguna. Áform eru um að endurnýja járnið um næstu mánaðamót og þá gefst tækifæri til að lagfæra hliðið. Hugmyndin er að þau félög sem aðstöðu hafa í húsinu sameinist um að taka niður gamla járnið og setja það nýja upp í […]

,

Fallegt vorkvöld í Skeljanesi og góð mæting

Stjórn ÍRA hélt fund í Skeljanesi í kvöld og skipti með sér verkum. Að loknum stjórnarfundi þegar almennir félagsmenn voru mættir á staðinn var haldið út í port og undir sterkri stjórn TF3GB og með góðri aðstoð nokkurra kajakmanna var loftnetsefnið flutt á betri stað þar sem það verður ekki fyrir þegar starfsmenn frá borginni mæta eftir helgina til […]

,

Til hamingju TF3KX

Sameinumst í hamingjuóskum til félaga okkar TF3KX, Kristins Andersen, sem nýlega var skipaður prófessor við Háskóla Íslands. Kristinn er einnig formaður Verkfræðingafélags Íslands og í stjórn ÍRA. Kristinn hefur verið gegnheill í sínum verkum og lagt af mörkum mikið starf í þágu amatöra á Íslandi gegnum árin og ötull þátttakandi í amatörkeppnum. Til hamingju Kiddi.

, ,

CQ World-Wide WPX CW

Um helgina er CQ World-Wide WPX CW keppnin. Keppnin byrjar klukkan 00:00 á laugardegi og endar klukkan 24:00 á sunnudegi. Einyrkjar mega mest vera 36 klukkutíma í loftinu og verða að taka hlé sem hvert um sig er að lágmarki ein klukkustund. Fjölmönnuð stöð má vera samfleytt alla 48 klukkkutímana í loftinu. Markmiðið er að ná eins […]

,

Bandaríski flugherinn undirbýr að taka niður öll HAARP loftnetin fyrir lok sumars

High Frequency Active Auroral Research Program, HAARP loftnetin nálægt Gakona, Alaska voru gangsett 2007. HARRP loftnetin eru aðalhluti viðamikils verkefnis í háaflsradíóeðlisfræðilegum rannsóknum. Herinn telur ekki réttlætanlegt að leggja til þess lengur það fjármagn sem verkefnið kostar á hverju ári, nú er kominn tími til að snúa sér að öðrum nútímalegri verkefnum segir talsmaður hersins. HAARP loftnetasamstæðan kostaði 300 milljónir dollara […]

,

Skeljanes í gærkvöldi

Ingólfur Haraldsson kynnti Fjarskiptahóp Björgunarsveitar Hafnarfjarðar á velsóttu fimmtudagskvöldi hjá ÍRA, rúmlega tuttugu félagar komu og hlustuðu á frásögn og sáu myndir af Ingólfi og félögum á Haiti og Grænlandi. Nokkrir félagar sátu lengi áfram í Skeljanesi og ræddu um ýmiskonar HF loftnet sem virðast fallin í gleymsku eins og til dæmis “curtain antenna” sem TF3WO stakk upp á að […]

,

Munið Björgunarsveit Hafnarfjarðar í kvöld

Ingólfur Haraldsson radíóamatör og starfsmaður Neyðarlínunnar að kemur í Skeljanes í kvöld og segir frá Fjarskiptahópi Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Hópurinn hefur verið til í um áratug og er útbúinn til að sinna með stuttum fyrirvara beiðnum um að koma upp fjarskiptum með ýmsu móti hvar sem er á jarðarkringlunni. Hópurinn hefur tekið þátt í nokkrum slíkum atburðum […]

, ,

Baltic CW/SSB keppnin um helgina

TF3Y var rétt áðan að setja inná írapóstinn upplýsingar um Baltic-keppnina sem fer fram um næstu helgi. Eitt af aðalsmerkjum radíóamatöra er að vera góður keppnismaður og taka þátt. Aðalatriðið er ekki að vinna heldur vera með, vera hluti af amatörsamfélaginu. Baltic keppnin á 50 ára afmæli á þessu ári og er haldin næstu helgi […]