Aðalfundur ÍRA árið 2019 var haldinn 16. febrúar s.l. á Hótel Sögu í Reykjavík. Meðal gagna sem lögð voru fram á fundinum var skýrsla formanns um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.

Skýrslan, sem lögð var fram á prentuðu formi, skiptist í 11 kafla og tvo viðauka, auk formála og efnisyfirlits. Hún er alls 136 blaðsíður að stærð. Efnisskipting er þessi:

1. Stjórn, embættismenn og fundir.
2. Félagsaðstaðan við Skeljanes.
3. Vetrardagskrá; erindi, jólakaffi og JOTA.
4. Vetrardagskrá; námskeið og fleira
5. Námskeið og próf til amatörleyfis.
6. TF útileikar, vitahelgin og keppnir.
7. Páskaleikar og VHF/UHF leikar.
8. Útgáfumál.
9. Sérstakar tíðniheimildir frá PFS.
10. Endurvarpar, stafvarpar og radíóvitar.
11. Erlendir gestir í Skeljanesi.

Viðauki A; fundargerðir stjórnar 2018/19.
Viðauki B; ýmis gögn er varða starfsárið 2018/19.
Borgarskjalasafn Reykjavíkur; einkaskjalasafn nr. 151.

Vefslóð á ársskýrslu 2018/19: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2019/02/20190216-arsskrysla-tf3jb.pdf

Gögn sem lögð voru fram á aðalfundi ÍRA 2019: (1) Dagskrá fundarins; (2) útprentun á lögum félagsins; (3) Skýrsla um starfsemi ÍRA 2018/19; Ársreikningur ÍRA fyrir starfsárið 2018 og Skýrsla Prófnefndar til Aðalfundar ÍRA 2019. Að auki fylgdu með í möppu með aðalfundargögnum, límmiðar með félagsmerki ÍRA. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

15 + 14 =