,

Niðurstöður í CQ WW 160 metra keppninni 2011

Richard L. King K5NA var á lyklinum frá TF4X í CQ WW 160 metra keppninni 2011.

Í desemberhefti CQ tímaritsins 2011 eru birtar niðurstöður úr CQ WW DX 160 metra keppninni árið 2011. Morshluti keppni-
nnar fór fram 28.-30. janúar s.l. og talhlutinn 25.-27. febrúar s.l. Alls sendu fimm TF-stöðvar inn keppnisdagbækur að þessu
sinni, þ.e. fjórar í morshlutanum og ein í talhlutanum, sbr. eftirfarandi skiptingu:

Mors – Einmenningsflokkur, hámarksafl: 2 stöðvar.
Mors – Einmenningsflokkur, lágafl: 2 stöðvar.
Tal – Einmenningsflokkur, hámarksafl: 1 stöð.

TF4X var með afburðagóðan árangur í keppninni eða 1.031.438 heildarstig (alls 1.512 QSO). Það sama á ekki síður við um
TF3DX/m sem var með 51.728 heildarstig úr bílnum (alls 172 QSO).

Niðurstöður í keppninni fyrir TF-stöðvar urðu að öðru leyti samkvæmt eftirfarandi:

Keppnisflokkur

Kallmerki

Árangur (stig)

QSO

Margfaldarar

DXCC einingar

Mors, einmenningsflokkur, hámarksafl
Unknown macro: {center}TF4X (K5NA op.)

Unknown macro: {center}1.031.438

Unknown macro: {center}1.512

Unknown macro: {center}41

Unknown macro: {center}76

Mors, einmenningsflokkur, hámarksafl
Unknown macro: {center}TF3SG

Unknown macro: {center}125.633

Unknown macro: {center}284

Unknown macro: {center}26

Unknown macro: {center}47

Mors, einmenningsflokkur, lágafl
Unknown macro: {center}TF3DX/m

Unknown macro: {center}51.728

Unknown macro: {center}172

Unknown macro: {center}13

Unknown macro: {center}40

Mors, einmenningsflokkur, lágafl
Unknown macro: {center}TF8SM

Unknown macro: {center}13.644

Unknown macro: {center}85

Unknown macro: {center}0

Unknown macro: {center}36

Tal, einmenningsflokkur, hámarksafl
Unknown macro: {center}TF3SG

Unknown macro: {center}26.488

Unknown macro: {center}111

Unknown macro: {center}4

Unknown macro: {center}40

Hamingjuóskir til hlutaðeigandi með árangurinn.


(Þakkir til TF4M fyrir meðfylgjandi ljósmynd).

,

Niðurstöður komnar í SAC keppninni 2011, SSB

Guðlaugur Kristinn Jónsson TF8GX í fjarskiptaherberginu ásamt dótturdóttur sinni Freyju.

Niðurstöður í Scandinavian Activity Contest (SAC) keppnini 2011, SSB hluta sem haldin var helgina 8.-9. október s.l.
liggja nú fyrir. Þrjár TF stöðvar sendu inn keppnisgögn, TF3AO, TF3W og TF8GX, auk TF3DC sem sendi inn saman-
burðardagbók (e. check log). Niðurstöður eru glæsilegar fyrir Guðlaug K. Jónsson, TF8GX, sem náði 1. sæti
og Norðurlandatitli í keppnisriðlinum Einmenningsstöðvar, öll bönd, lágafl. Guðlaugur varð langefstur í riðlinum
af 102 þátttakendum frá Norðurlöndunum með 220.313 heildarstig. Þess má geta, að þetta er fjórði Norðurlandatitillinn
sem Guðlaugur Kristinn landar í keppnisriðlinum frá árinu 1999.

Árangur TF3W var einnig mjög góður, en félagsstöðin lenti í 4. sæti í keppnisriðlinum Fleirmenningsstöðvar, einn sendir,
öll bönd, háafl af 35 þátttakendum frá Norðurlöndunum. Alls mönnuðu átta leyfishafar félagsstöðina í keppninni: TF3AO,
TF3CY, TF3FIN, TF3HP, TF3JA, TF3SA, TF3SG og TF3WIN.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Árangur

QSO

QSO stig

Margfaldarar

Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl

TF8GX

848

2.059

197

220.313

Einmenningsflokkur, 10 metrar, háafl

TF3AO

5

11

5

55

Fleirmenningsflokkur, öll bönd, háafl

TF3W

1.529

3.827

157

607.119

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með glæsilegan árangur.

Benedikt Sveinsson TF3CY í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 8. október 2011.

Ársæll Óskarsson TF3AO í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 8. október 2011.

Gunnar Svanur Hjálmarsson TF3FIN í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 2011.

Jón Þóroddur Jónsson TF3JA í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 8. október 2011.

Guðmundur Sveinsson TF3SG og Haraldur Þórðarson TF3HP í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC keppninni 2011.

Stefán Arndal, TF3SA, við stjórnvölinn á TF3W í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi 17. september. Ljósm.: TF3JA.

Ársæll Óskarsson TF3AO og Sigurður Óskarson TF2WIN í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 2011.

, ,

12 TF stöðvar skiluðu inn keppnisdagbókum

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW.

Frestur til að skila keppnisdagbókum í CQ WW DX SSB keppninni 2011 rann út í gær, 21. nóvember. Alls skiluðu 12 TF stöðvar
fjarskiptadagbókum til keppnisnefndar CQ tímaritsins. Stöðvarnar 12 kepptu í 9 keppnisflokkum samkvæmt meðfylgjandi töflu.

Yngvi Harðarson, TF3Y.

Andrés Þórarinsson, TF3AM.

Þessar þrjár stöðvar voru með afgerandi bestan árangur: Sigurður R. Jakobsson, TF3CW var alls með 1.444.550 heildarpunkta. Hann keppti í einmenningsflokki á 14 MHz, háafli. Yngvi Harðarson, TF3Y, var með 571.710 heildarpunkta. Hann keppti í einmenningsflokki á 28 MHz, háafli frá TF4X (stöð Þorvaldar Stefánssonar, TF4M). Þá var Andrés Þórarinsson, TF3AM, með 484.472 heildarpunkta, en hann keppti í einmenningsflokki á öllum böndum, háafli.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Ætlaður árangur (1)

Skýringar

Einmenningsflokkur, öll bönd, háafl
Unknown macro: {center}TF3AM

Unknown macro: {center}484.473

 
Einmenningsflokkur, öll bönd, háafl, aðstoð
Unknown macro: {center}TF3SG

Unknown macro: {center}100.285

 
Einmenningsflokkur, öll bönd, háafl, aðstoð
Unknown macro: {center}TF3IG

Unknown macro: {center}3.956

 
Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl
Unknown macro: {center}TF3PPN

Unknown macro: {center}34.650

 
Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl
Unknown macro: {center}TF3DC

Unknown macro: {center}32.918

 
Einmenningsflokkur, 10 metrar, háafl
Unknown macro: {center}TF4X

Unknown macro: {center}571.710

TF3Y op.
Einmenningsflokkur, 10 metrar, lágafl
Unknown macro: {center}TF8GX

Unknown macro: {center}267.072

 
Einmenningsflokkur, 15 metrar, háafl
Unknown macro: {center}TF3AO

Unknown macro: {center}153.722

 
Einmenningsflokkur, 15 metrar, háafl
Unknown macro: {center}TF3CY

Unknown macro: {center}135.256

 
Einmenningsflokkur, 20 metrar, háafl
Unknown macro: {center}TF3CW

Unknown macro: {center}1.444.550

 
Einmenningsflokkur, 80 metrar, háafl
Unknown macro: {center}TF3ZA

Unknown macro: {center}147.599

 
Fleirmenningsflokkur, öll bönd, háafl, aðstoð
Unknown macro: {center}TF3W

Unknown macro: {center}47.278

TF3CY, TF3FIN, TF3HP og TF3JA op’s.

(1) claimed score.

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með árangurinn.


Vefslóð keppnisnefndar CQ tímaritsins: http://www.cqww.com/logs_received_ssb.php

, ,

TF3Y kynnir “WriteLog” keppnisforritið á laugardag

Yngvi Harðarson TF3Y við stjórnvölinn á TF4X í CQ WW DX SSB keppninni 2011. Ljósmynd: TF4M.

Yngvi Harðarson, TF3Y, verður með kynningu/hraðnámskeið á WriteLog keppnisdagbókarforritinu laugardaginn
19. nóvember kl. 10:00 í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi. Stefnt er að því að ljuka kynningunni fyrir hádegi.

WriteLog for Windows er meðal vinsælustu keppnisdagbókarforrita á meðal radíóamatöra fyrir CW, SSB og RTTY. Það var t.d. næst mest notað í World Radiosport Team Champonship keppninni í fyrra (2010). Innkaupsverð er hagstætt og kostar WriteLog “version 10” t.d. $35. Ennfremur er fáanleg ódýrari útgáfa af forritinu sem kostar um helming af því verði.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega.

________________________


Vefslóð fyrir heimasíðu WriteLog: http://writelog.com/
Vefslóð með nytsömum upplýsingum um WriteLog: http://k9jy.com/blog/

,

Niðurstöður komnar úr CW-hluta SAC keppninnar 2011

Niðurstöður eru komnar úr morshluta Scandinavian Activity keppninnar 2011 sem fram fór helgina 16.-17. september s.l.
Að þessu sinni bárust alls 1196 keppnisdagbækur. Finnar urðu Norðurlandameistarar og unnu þar með Skandinavíubikar-
inn (Scandinavian Cup). Finnskir radíóamatörar (OH) sendu alls inn 187 dagbækur, Svíar (SM) 109, Norðmenn (LA) 27,
Danir (OZ) 22, Álandseyjar (OH0) 4 og Ísland (TF) 3.

Bestum árangri íslenskra stöðvar náði TF8GX sem varð í 24. sæti með alls 442 QSO í flokki einmenningsstöðva, á öllum
böndum, lágafli. TF3DC náði líka ágætum árangri og varð í 46. sæti í sama keppnisflokki með alls 205 QSO. Alls skiluðu
88 þátttakendur inn dagbóknum í keppnisflokknum. Þá varð TF3W (TF3SA op) í 48. sæti með alls 1244 QSO í flokki ein-
menningsstöðva, á öllum böndum, háafli. Alls skiluðu 109 þátttakendur inn dagbókum í keppnisflokknum. Þegar litið er til
þátttökutíma og aðstæðna íslensku stöðvanna verður árangur þeirra að teljast vel ásættanlegur.

Niðurstöður í talhluta keppninnar eru væntanlegar á næstunni. Í umsögn keppnisnefndar á heimasíðu segir m.a. að saman-
lagður fjöldi innsendra keppnisdagbóka (í báðum hlutum keppninnar) hafi verið um 15% meiri 2011 samanborið við fyrra ár.

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með árangurinn.


Heimasíða (smella má á Results CW): http://sactest.net/

,

Góð þátttaka frá TF í CQ WW DX SSB keppninni

Alls tóku 10 TF stöðvar þátt í SSB-hluta CQ WW DX keppninnar sem haldinn var helgina 29.-30. október. Upplýsingar
liggja fyrir um ætlaðan árangur (e. claimed scores) tveggja þeirra, TF3CW og TF4X, sem er glæsilegur, sbr. meðfylgjandi töflu.

TF3ZA keppti í einmenningsflokki á 80 metrum, hámarksafli. Hann mun hafa haft um 1000 QSO. Samanlagður fjöldi margfaldara
(CQ Svæði og DXCC einingar) hjá honum var um 100, sem er mjög góður árangur á því bandi. Almennt séð voru skilyrð góð á
öllum böndum. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, sagði, t.d. að þegar best gekk hjá honum í keppninni hafði hann haft um 240 QSO
á klukkustund, sem gerir 4 QSO á mínútu að meðaltali, sem verður að teljast afburða gott. Viðverutími TF3CW í keppninni var 40 klst.
og hjá TF4X, 30 klst.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Stöð virkjuð af

Árangur

QSO

DXCC einingar

CQ svæði

Einmenningsflokkur, 20 metrar, hámarksafl

TF3CW

TF3CW

1.444.550

3.910

136

38

Einmenningsflokkur, 10 metrar, hámarksafl

TF4X

TF3Y

571.710

3.124

93

25

Samkvæmt upplýsingum á þyrpingu (e. cluster) tóku eftirtaldar stöðvar einnig þátt í keppninni: TF3AM, TF3AO, TF3CY, TF3PPN,
TF3SG og TF8GX, auk TF3W sem var virkjuð (hluta laugardagsins) af TF3JA, TF3FIN, TF3HP og TF3WO.

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með glæsilegan árangur.

Lokadagur fyrir innsendingu keppnisdagbóka er 21. nóvember n.k.
Á eftirfarandi vefslóð má fylgjast með innsendum dagbókum í keppninni: http://www.cqww.com/logs_received_ssb.php

, ,

1. verðlaun í TF útileikunum 2011 afhent

Þorvaldur Stefánsson TF4M og Bjarni Sverrisson TF3GB sunnudaginn 9. október s.l.

Þorvaldur Stefánsson, TF4M, og Bjarni Sverrisson, TF3GB, umsjónarmaður TF útileikanna 2011, mæltu sér mót sunnudaginn 9. október s.l. á heimili þess síðarnefnda. Þar afhenti Bjarni Þorvaldi 1. verðaunin í TF útileikunum 2011, sem eru ágrafinn viðurkenningarskjöldur ásamt viðurkenningarskjali fyrir bestan árangur í útileikum ársins. Heildarstig voru alls 2.234.880, sem er einhver glæsilegasti árangur sem náðst hefur í 32 ára sögu TF útileikanna. Alls tóku 19 stöðvar þátt í viðburðinum að þessu sinni.

Stjórn Í.R.A. óskar Þorvaldi til hamingju með þennan frábæra árangur.

,

TF3W var QRV í SAC SSB keppninni um helgina

Benedikt Sveinsson TF3CY í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 8. október 2011.

Félagsstöðin TF3W var QRV í Scandinavian Activity SSB-keppninni sem stóð yfir helgina 8.-9. október. Alls náðust tæplega 1600 QSO sem er góður árangur miðað við aðstæður, en skilyrði voru ekki hagstæð ásamt því að SteppIR 3E Yagi loftnet stöðvarinnar var með bilaðan rótor. Það var Benedikt Sveinsson, TF3CY, sem stóð fyrir keppninni ásamt Guðmundi Sveinssyni, TF3SG. Aðrir sem tóku þátt í keppninni (um skemmri eða lengri tíma) voru: Ársæll Óskarsson, TF3AO; Gunnar Svanur Hjálmarsson, TF3FIN; Haraldur Þórðarson, TF3HP; Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN; Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA; og Stefán Arndal, TF3SA.

Að sögn Benedikts, voru skilyrðin nokkuð góð framan af laugardeginum, en versnuðu með kvöldinu (K stuðullinn fór t.d. upp í 4 um kl. 21). Harris 110 RF magnari félagsins var notaður í keppninni ca. á 600W útgangsafli. Líkt og áður segir, voru böndin nokkuð vel opin á laugardeginum og var stöðin QRV á 28 MHz og 21 MHz frá hádegi uns skipt var yfir á 14 MHz um kl. 19. Upp úr kl. 21 kom lægð í skilyrðin þar, en nýtt var opnun á 21 MHz fram undir miðnætti. Síðan var stöðin QRV á 7 MHz fram undir kl. 03, en skilyrði voru afar léleg. Stöðin var síðan QRV á ný upp úr kl. 07 á 14 MHz (og að hluta til á 21 MHz) til hádegis á sunnudeginum. A.m.k. tvær aðrar TF stöðvar voru skráðar á þyrpingu (e. cluster) í keppninni, TF3ZA og TF8GX.

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með árangurinn.

Ársæll Óskarsson TF3AO í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 8. október 2011.

Guðmundur Sveinsson TF3SG og Haraldur Þórðarson TF3HP í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC keppninni 2011.

Ársæll Óskarsson TF3AO og Sigurður Óskarson TF2WIN í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 2011.

Jón Þóroddur Jónsson TF3JA í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 8. október 2011.

Gunnar Svanur Hjálmarsson TF3FIN í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 2011.

Bestu þakkir til Stefáns Arndal, TF3SA, fyrir ljósmyndir.

, ,

TF útileikarnir 2011 – Afhending viðurkenninga

Bjarni Sverrisson, TF3GB.

Bjarni Sverrisson, TF3GB, skýrði frá úrslitum í TF útileikunum 2011; viðurkenningarhafar voru alls 13 talsins.

Bjarni Sverrisson, TF3GB, umsjónarmaður TF útileikanna, kynnti niðurstöður leikanna fyrir árið 2011 í gær, 6. október, í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Alls tóku 19 stöðvar þátt þetta árið samanborið við 22 í fyrra og hlutu 13 viðurkenningar og verðlaun (þar af 3 stöðvar mannaðar Íslendingum sem tóku þátt frá Noregi og Svíþjóð). Þorvaldur Stefánsson, TF4M, reyndist sigurvegari útileikanna árið 2011 með alls 2.234.880 stig, sem er glæsilegur árangur. Þorvaldur hlaut ágrafinn verðlaunaplatta að launum (sjá mynd). Guðmundur Löve, TF3GL, varð í öðru sæti og Georg Magnússon, TF2LL, í þriðja sæti. Kvöldið var mjög vel heppnað og mættu alls 26 félagsmenn á staðinn.

Þeir sem voru umsjónarmanni til aðstoðar við yfirferð fjarskiptadagbóka og útreikninga voru þeir Guðmundur Sveinsson, TF3SG; Kristinn Andersen, TF3KX; og Óskar Sverrisson, TF3DC. Brynjólfur Jónsson, TF5B, viðurkenningastjóri félagsins, annaðist hönnun og framleiðslu viðurkenningaskjala. Bjarni Sverrisson, TF3GB, mun nánnar gera grein fyrir niðurstöðum útileikanna í 4. tbl. CQ TF sem kemur út síðar í mánuðinum.

Glæsilegur árangur Þorvaldar Stefánssonar, TF4M, tryggði honum 1. verðlaunin.

Skínandi góður árangur var einnig hjá Guðmundi Löve, TF3GL, sem tryggði honum 2. sætið.

Viðurkenningum veitt móttaka 6. október. Frá vinstri: Benedikt Sveinsson, TF3CY; Guðmundur Löve, TF3GL; Guðmundur Sveinsson, TF3SG; Bjarni Sverrisson, TF3GB; Jónas Bjarnason, TF2JB; og Jón Þ. Jónsson, TF3JA. Þess má geta að verðlaunahafar sem vantar á myndina áttu ýmist ekki heimangengt eða voru staddir erlendis

Bjarni Sverrisson, TF3GB; Vilhjálmur Kjartansson, TF3DX (nýkominn heim frá KH6); og Stefán Arnadal, TF3SA.

Benedikt Sveinsson, TF3CY, var mjög ánægður með skjalið og segist stefna að 1. verðlaununum næsta sumar.

Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI; Benedikt Guðnason, TF3TNT; Guðjón Helgi Egilsson, TF3WO; og Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN.

Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI; Guðmundur Löve, TF3GL; Gunnar Svanur Hjálmarsson, TF3FIN; og Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA.

Eftir ahendingu verðlauna og kaffihlé, var skeggrætt um loftnet. Frá vinstri: Yngvi Harðarson, TF3Y; Guðmundur Sveinsson, TF3SG; Benedikt Sveinsson, TF3CY; Guðmundur Löve, TF3GL; Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX; og Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN.

Stjórn Í.R.A. færir hlutaðeigandi hamingjuóskir með árangurinn.

Bestu þakkir til Gísla G. Ófeigssonar, TF3G, sem tók ljósmyndirnar sem fylgja frásögninni.

,

Afhending verðlauna í TF útileikunum 2011

Bjarni Sverrisson, TF3GB.


Þá er komið að fyrsta fimmtudagsviðburðinum á fyrri hluta vetrardagskrár félagsins starfsárið 2011/2012. Það er afhending verðlauna og viðurkenninga í TF útileikunum 2011 sem haldnir voru um s.l. verslunarmannahelgi (30. júlí til 1. ágúst). Athöfnin fer fram í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 6. október n.k. og hefst stundvíslega kl. 20:30.

Bjarni Sverrisson, TF3GB, umsjónarmaður útileikanna, stjórnar athöfninni og afhendir 1. verðlaun sem eru ágrafinn verðlaunaplatti og viðurkenningarskjöl, fyrir annað og þriðja sæti, auk viðurkenningaskjala fyrir þátttöku. Alls tóku 19 TF-stöðvar þátt í útileikunum að þessu sinni og var þátttakan frá kallsvæðum TF1, TF2, TF3, TF4, TF5, TF8, TF9 og TFØ; einvörðungu vantaði stöðvar frá kallsvæðum 6 og 7. Þeir sem voru umsjónarmanni til aðstoðar við yfirferð fjarskiptadagbóka og útreikninga voru þeir Guðmundur Sveinsson, TF3SG; Kristinn Andersen, TF3KX; og Óskar Sverrisson, TF3DC.

Félagar, mætum stundvíslega. Veglegar kaffiveitingar verða í boði félagsins.

Í útileikunum 2011 var þátttaka frá öllum kallsvæðum nema TF6 og TF7.

,

VHF-leikar, hugmyndavinna

Sett hefur verið upp vefsíða með drögum að reglum og tilhögun kringum hugsaða VHF-leika næsta sumar:

http://www.ira.is/vhf-leikar/

Hugmyndin er að efna til umræðna og þróa smám saman regluverk fyrir einfalda VHF-fjarlægðarkeppni með öðrum áherzlum en TF-útileikarnir, sem jú eru einkum háðir á HF og með kallsvæða- og kallmerkjamargföldurum.

Einn helzti vandinn var að finna staðsetningarkerfi sem í senn væri nógu nákvæmt og nógu einfalt. Eftir að hafa skoðað Maidenhead (grid squares-kerfið) varð úr að nota einfaldlega gráður lengdar og breiddar með tveimur aukastöfum (þ.e. hundraðshlutum úr gráðu). Þetta þýðir vitaskuld að GPS-tæki þarf að vera með í för, ellegar landakort og reglustika.

Þá er það stigaútreikningurinn: Á að fara eftir finfaldri vegalengd (þetta er jú fjarlægðarkeppni), eða vegalengd í öðru veldi (sbr. deyfingu á afli radíóbylgna með fjarlægð í öðru veldi)? Úr varð að byrja á að fara eftir “aflformúlunni”, og jafngildir því tvöföldun fjarlægðar fjórföldun á stigatölu. Um þetta má færa rök á báða bóga, og kjörinn vettvangur til þess er Comment-fídusinn í wiki-kerfinu.

Loks var ákveðið að halda sig við “bandaskipulag” líkt og í útileikunum, þannig að stig fást fyrir 6m, 4m (með tilskilin leyfi), 2m, 70cm og hærri bönd. Þetta gefur skemmtilega möguleika, þar sem eiginleikar þessara banda eru jafnvel meira mismunandi innbyrðis en HF-bandanna (sem dæmi má nefna speglun af flugvélum á 2m/70cm og Sporadic-E á 6m).

Frjóar og fjörugar umræður óskast í vetur, svo verða megi af þessu næsta sumar.

73, Gummi TF3GL

,

TF útileikarnir, skiladagur dagbóka er 31. ágúst n.k.

Margir tóku þátt úr bílnum í TF útileikunum um s.l. verslunarmannahelgi.

Frestur til að skila fjarskiptadagbókum (eða afritum þeirra) fyrir QSO í útileikunum, rennur út miðvikudaginn 31. ágúst n.k. Engar kröfur eru um að menn reikni stig sín sjálfir (frekar en þeir vilja) því það verður hvort eð er gert af þeim sem fara yfir dagbækurnar. Framsetning dagbókarfærslna er tiltölulega frjáls og því er unnt að skila inn ljósriti af pappírsloggum, í Excel, textaskrá eða á öðru formi sem auðvelt er að prenta á pappír. Þeir sem hafa dagbókina í gagnagrunni, eru þó beðnir um að senda ekki ADIF-skrár, heldur velja fremur Cabrillo-útgáfu sem sýnir samböndin listuð upp í röð. Munið að láta upplýsingar um stöðina ykkar fylgja (tæki, loftnet, QTH, afl, o.s.frv.) og myndir úr útileikunum eru alltaf vel þegnar fyrir CQ TF og vefsíðu ÍRA. Nánari upplýsingar um útileikana má t.d. sjá í júlíhefti CQ TF 2011 og á vef ÍRA á netinu.

Allir sem senda inn fjarskiptadagbók (sama hversu fá samböndin voru) fá viðurkenningu fyrir þátttöku og að auki fá stigahæstu menn sérstakar viðurkenningar. Menn eru hvattir til að skila gögnum inn ekki síðar en 31. ágúst n.k. Bjarni Sverrisson, TF3GB, veitir dagbókunum viðtöku. Hann svarar jafnframt spurningum um skil á gögnunum ef menn óska.

Bjarni Sverrisson, TF3GB,
Hnjúkaseli 4,
109 Reykjavík.
Netfang: tf3gb@islandia.is

Að sjálfsögðu eru myndir og frásagnir úr útileikunum alltaf vel þegnar! Þeim má skila um leið til Bjarna Sverrissonar, TF3GB, eða beint til Kristins Andersen, TF3KX, ritstjóra CQ TF. Netfang: cqtf@ira.is