,

VHF leikar 2017

Kæru félagsmenn og aðrir unnendur þessa frábæra áhugamáls.  Núna um helgina eru hinir árlegu VHF leikar að bresta á.  Það verður gaman, það verður fjör.
Þátttakan hefur verið frekar dræm undanfarin ár en þetta byrjaði vel 2012 þegar fyrstu VHF leikarnir voru haldnir.  Þar sigraði TF3ML örugglega með 445.521 stig, 385.030 stigum á undan TF3GL sem var í 2. sæti, .  Skv. heimildum voru 23 þáttakendur sem skiluðu loggum og hefur greinilega verið mjög gaman að vera með.
Er ekki tilvalið að heiðra 5 ára afmæli VHF leika með met þáttöku?  Upp með ækommana, jesúana, kenvúddana, báfengana, voxúngana og hvað þetta heitir allt saman.  Ungir sem aldnir, nýjir sem gamlir, allir með!!  Hvetjum nýja amatöra sérstaklega til að taka þátt.
Í tilefni 5 ára afmælis VHF leika ætlar ÍRA að prófa nýung.  Onlæn QSO/QSL vefur fyrir VHF leika 2017!!!  Þar geta þáttakendur skráð sig til leiks, skráð samböndin sín jafn óðum, fengið stigin sín útreiknuð og fylgst með stöðu sinni og annara þáttakenda.  Já, svona high score dæmi.  Það verður spennandi að kljást við að halda stöðu sinni og berjast við að feta sig upp stigalistann.  Vonum að þetta fyrirkomulag verði frekari hvatning til þáttöku.  Þessi vefur er langt frá því að vera fullkominn, enda unninn af amatör sem hefur takmarkaða þekkingu á vefforritun.  En vonandi gerir vefurinn leikinn enn skemmtilegri.
Ég er á fullu í koma VHF leika vefnum í viðunandi ástand og mun tilkynna slóðina í kvöld þannig að hann geti allavega tekið við skráningum þáttakenda.
Fjörið byrjar kl. 6 að morgni föstudags 30. júní og heldur áfram alla helgina til kl. 6 að morgni mánudags.
Nánar um fyrirkomulag er á síðu ira.is  http://www.ira.is/vhf-leikar/
Heyrumst í loftinu de TF8KY
CQTF CQTF CQTF CQVHF leikar, CQTF CQTF CQTF CQVHF leikar QRZ…….
,

CQ World Wide WPX CW keppnin fer fram um næstu helgi.

Keppnishópur/ Úrvalslið ÍRA í alþjóðlegum MORSE keppnum teljum við að hafi verið ágætlega skipaður undanfarin ár /áratugi. Þar hafa eftirtaldir radíóamatörar a.m.k. komið við sögu:

Kristinn Andersen TF3KX, Sæmundur Þorsteinsson TF3UA, Yngvi Harðarson TF3Y, Óskar Sverrisson TF3DC, Haraldur Þórðarson TF3HP, Bjarni Sverrisson TF3GB, Jónas Bjarnason TF3JB, Stefán Arndal TF3SA, Gísli Ófeigsson TF3G, Guðmundur Sveinsson TF3SG, Egill Ibsen TF3EO, Sigurður Jakobsson TF3CW, Jakob býr í Noregi TF3EJ, Axel Sölvason TF3AX, Kristján Benediktsson TF3KB, Vilhjálmur Kjartansson TF3DX, Benedikt Sveinsson TF3T, Þorvaldur Stefánsson TF4M, Þór Þórisson TF3GW, Vilhjálmur Sigurjónsson TF3VS, Guðlaugur Jónsson TF8GX, Andrés Þórarinsson TF3AM, Sveinn Guðmundsson TF3T (SK).  (Beðist er fyrirfram velvirðingar ef við höfum gleymt einhverjum).

Síðasta morse keppni sem ÍRA (TF3W) tók þátt í af sæmilegum krafti var CQWW CW 2015 en keppnisliðið þá var mannað af: TF3Y, TF3EO, TF3DC, TF3KX, TF3SA, TF3UA ásamt TF3EK og TF3JA með sérstaka áherslu á loftnetin. Þátttakan síðan þá í morse-keppnum frá félagsstöðinni hefur eiginlega verið til málamynda þó svo að hún hafi verið góð frá TF í einmenningsflokkunum.

Ekki stefnir í nein stórafrek frá félagsstöðinni um komandi helgi en áhugasamir eru beðnir að hafa sambandi við formann, TF3JA eða einhvern úr stjórninni ef áhugi er fyrir að virkja félagsstöðina í keppninni. Félagsstöðin er í ágætu lagi og er til afnota fyrir félaga ÍRA hvenær sem þeir óska.

Og ef ekki þá fylgir hér hvatning frá stjórn ÍRA til allra CW operatora um að þeir láti TF hljóma á böndunum um helgina.

Nánar um WPX keppnina, reglur o.fl.: https://www.cqwpx.com/

CQ Logo

CQ World Wide WPX Contest

,

SOTA 11. maí 2017 TF3EK

TF3EK kynning

TF3EK að sýna SOTA-loftnetið sitt TF3OM, TF3ID og TF3LM fylgjast með

Villi og TF3JA

myndir TF3DC

Heimasmíðaður UNUN 1:40 Stöð tengd beint við UNUN með kóax sem fæðir lárétt, hallandi eða lóðrétt hálfbylgju loftnet, engin jörð

mynd TF3EK

,

TF þátttaka í CQ WW WPX SSB og CW

SSB
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
Fjöldi dagbóka 4594 4944 5151 5224 5279 5575 5058 5292
Íslensk kallmerki TF1CW
TF3AO
TF3SG
TF8GX
TF3AO
TF3CW
TF3JA
TF3SG
TF1CY
TF3AM
TF3AO
TF3CW
TF3SG
TF8GX
TF2LL
TF3AO
TF3CY
TF1AM
TF3AO
TF3CY
TF2MSN
TF3AO
TF3CW
TF3CY
TF3JB
TF2LL
TF2MSN
TF3AO
TF3CY
TF3DT
TF3EK
TF3JB
TF8KY
TF2MSN
TF3CW
TF3DT
TF3JB
TF3T
TF3VS
CW
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017*
Fjöldi dagbóka 3450 3727 4132 3930 3871 4008 3977
Íslensk kallmerki TF3DC
TF3GB
TF3DC
TF3SG
TF3Y
TF3DC
TF3GB
TF3SG
TF3DC TF3DC TF3CW
TF3JB
TF3VS
TF3W
TF3AO
TF3CW
TF3DC
TF3EO
TF3W
, ,

Amatörar í Víkurfréttum um Vitahelgi

Víkurfréttir heimsóttu amatöra á Garðskagavita núna í ágúst síðastliðnum. Tekið var upp svolítið myndband sem er  hér fyrir neðan.

Hér er svo tengill á fréttina hjá vf.is: Víkurfréttir – Amatörar á Garðskagavita

,

Radíó Refir í Skeljanesi

Radíó Refir eru í Skeljanesi að taka þátt í CQ WW RTTY keppninni. Þeir voru komnir með vel yfir 400 QSO kl 14:00 í dag þegar Ritari ÍRA leit við.

Á myndinni eru þeir Svanur – TF3ABN, Bjarni – TF3GB og Halli – TF3HP. Félagsmenn eru hvattir til þess að heimsækja þá í sjakkinn.

Radíó Refir

Radíó Refir

,

CQWW RTTY – Þátttaka frá félagsstöðinni TF3W í Skeljanesi.

Núna um helgina (24/25 sept) munu hluti af Refunum (RTTY keppnishópurinn) ætla að virkja félagsstöðina í CQWW RTTY keppnina um helgina. Halli HP, Svanur ABN og Bjarni GB.
Þeir bjóða mönnum sem áhuga hafa að líta við um helgina og bætast í hópinn ef svo ber undir. Heitt á könnunni og léttir sprettir eins og ávallt
í félagsheimilinu. Nánar: http://www.cqwwrtty.com/

Refirnir eru magnaðir. Það hafa þeir sýnt og sannað margoft. Tólfta í Evrópu og 18 í heiminum.
Að vísu frá Georg LL. En það er sama. Frábært!

world_wide_rtty_dx_contest

,

SAC CW 2016 um næstu helgi

sac_scandinavian_actifity_contest

Stjórn ÍRA hvetur alla félagsmenn til þess að taka þátt í SAC CW 2016 sem fram fer um næstu helgi. Keppniskallmerki ÍRA, TF3W, verður virkjað og hvetjum við alla sem áhuga hafa á að taka þátt eða fylgjast með og líta við í Skeljanesinu um helgina. TF3W verður í umsjá TF3DC að þessu sinni.

Keppt er frá kl 12:00 á hádegi laugardagsins 17. september til og með kl 11:59 á hádegi sunnudagsins 18. september. Hér er tengill á heimasíðu SAC þar sem hægt er að kynna sér reglur keppninar: http://www.sactest.net/blog/

Stjórn ÍRA auglýsir hér með eftir áhugasömum félögum til þess að taka þátt í að virkja TF3W í SAC SSB sem fram fer aðra helgina í október. Áhugasamir vinsamlega sendið póst á ira@ira.is merktu SAC SSB 2016

, ,

Upptaka af 1. SOTA sambandinu á Íslandi

TF3DX/P á Helgafelli hafði fyrsta SOTA sambandið á Íslandi fimmtudaginn 1. september klukkan 17:01 á 14,033 MHz CW við TF3EO.

tf3dx_sota_1sept2016

Myndin sýnir sjakkinn á Helgafelli fyrir lárétta stellingu.

Hljóðupptaka af 1. SOTA QSOi á Íslandi.

TF3EO, Egill Ibsen svarar “CQ SOTA” frá Villa, TF3DX/P.

73, Villi 3dx

, ,

CQ WW DX 2015, þáttaka TF stöðva

heimasíða CQWW

Íslenskar stöðvar sem tóku þátt í CQ WW DX CW og SSB keppnunum 2015.

CW-keppnin var helgina 28. og 29. nóvember:

TF2CW SINGLE-OP ASSISTED ALL HIGH
TF3DC SINGLE-OP ASSISTED ALL LOW
TF3DX/M CHECKLOG · · ·
TF3EO SINGLE-OP ASSISTED 160M LOW ROOKIE
TF3JB SINGLE-OP NON-ASSISTED 20M HIGH
TF3SG SINGLE-OP ASSISTED 80M HIGH
TF3VS CHECKLOG · · ·
TF3W MULTI-OP ONE ASSISTED ALL HIGH TF3DC, TF3EO, TF3KX, TF3SA, TF3UA og TF3Y
TF8HP SINGLE-OP NON-ASSISTED 20M LOW

SSB-keppnin var helgina 24. Og 25. október:

TF2LL MULTI-OP ONE ASSISTED ALL HIGH TF3AO og TF2LL
TF2MSN SINGLE-OP NON-ASSISTED ALL LOW
TF3CW SINGLE-OP NON-ASSISTED 20M HIGH
TF3CY SINGLE-OP NON-ASSISTED 10M HIGH
TF3DC SINGLE-OP ASSISTED ALL LOW
TF3EK SINGLE-OP NON-ASSISTED ALL LOW CLASSIC
TF3JB SINGLE-OP NON-ASSISTED 20M LOW
TF3MHN SINGLE-OP ASSISTED ALL LOW
TF3SG SINGLE-OP NON-ASSISTED 40M HIGH
TF3W MULTI-OP ONE ASSISTED ALL HIGH TF3ABN, TF3DC, TF3EK og TF3JA
TF4X SINGLE-OP NON-ASSISTED ALL HIGH CLASSIC SOUTHERN CALIFORNIA CONTEST CLUB
TF8HP SINGLE-OP NON-ASSISTED 20M LOW TANGO FOX RADIO FOXES
TF8KY SINGLE-OP NON-ASSISTED ALL LOW ROOKIE

Samantekt um fjölda innsendra logga í CQ WW DX SSB 2015 samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu fyrir hvern keppnisflokk. 

TF3CW: 4. sæti (H); 4. sæti (E); einm.fl., 14 MHz, háafl.

World = 76 og EU 35.

TF3SG: 24. sæti (H); 13. sæti (E); einm.fl., 7 MHz, háafl.

World = 60 og EU 31.

TF3CY: 36. sæti (H); 11. sæti (E); einm.fl., 28 MHz, háafl.

World = 88 og EU 36.

TF3JB: 41. sæti (H); 27. sæti (E); einm.fl., 14 MHz, lágafl.

World = 195 og EU 103.

TF4X: 54. sæti (H); 16. sæti (E); einm.fl., öll bönd, háafl, classic (Op: N5ZO).

World = 856 og EU 307.

TF2LL: 63. sæti (H); 32. sæti (E); fleirm.fl. 1-TX, aðstoð (Ops: TF2LL, TF3AO).

World = 262 og EU 144.

Það vekur athygli hversu fáir loggar eru innsendir en miðað við þetta er  einm.fl., öll bönd, háafl, classic flokkurinn vinsælastur og síðan fleirm.fl. 1-TX, aðstoð næst vinsælastur, og fáir loggar fyrir einmennings og einsbands flokka. Samantekt TF2LL.

Íslenskar stöðvar sem tóku þátt í CQ WPX CW og SSB keppnunum 2015.

TF3AO SINGLE-OP ASSISTED 15M HIGH TANGO FOX RADIO FOXES
TF3CW SINGLE-OP NON-ASSISTED 15M HIGH
TF3CY SINGLE-OP NON-ASSISTED 10M HIGH
TF3JB SINGLE-OP NON-ASSISTED ALL LOW
TF3VS CHECKLOG
TF3CW SINGLE-OP NON-ASSISTED 15M HIGH
TF3JB SINGLE-OP NON-ASSISTED ALL LOW
TF3SG CHECKLOG · · ·
TF3VS/P SINGLE-OP NON-ASSISTED ALL LOW
TF3W SINGLE-OP ASSISTED ALL HIGH ICELANDIC RADIO AMATEURS

Íslenskar stöðvar sem tóku þátt í CQ WW DX 160 m keppnunum 2015.

160 m CW

TF3SG SINGLE-OP 8540 HIGH NON-ASSISTED

160 m SSB

TF3SG SINGLE-OP 80 HIGH NON-ASSISTED

Íslenskar stöðvar sem tóku þátt í CQ RTTY keppnunum 2015.

RTTY WPX

TF2CT SINGLE-OP ONE ALL HIGH DX
TF2MSN SINGLE-OP TWO ALL LOW DX
TF3AO SINGLE-OP 924534 ONE ALL HIGH DX

RTTY

TF2MSN SINGLE-OP NON-ASSISTED ALL LOW
TF3AO SINGLE-OP ASSISTED ALL HIGH TANGO FOX RADIO FOXES
TF3DC SINGLE-OP ASSISTED ALL LOW
TF3PPN SINGLE-OP ASSISTED 20M LOW
TF3VS/P CHECKLOG · · ·
TF8HP SINGLE-OP NON-ASSISTED 20M LOW TANGO FOX RADIO FOXES
, ,

SAC 2014

SAC CW keppnin er um næstu helgi 20 – 21 september. Keppnin varir í 24 klst, hefst á hádegi laugardagsins.

Það eru nokkrar breytingar á reglum, sjá hér:
http://www.sactest.net/

,

CQ World Wide DX 2014 CW-keppnin er um helgina!

Ein stærsta amatörkeppni ársins CQ WW DX CW verður um helgina. Óljósar fréttir hafa borist af þáttöku en nánar verður sagt frá því þegar málin skýrast. Stöð félagsins, TF3IRA er tilbúin til þáttöku á efri böndunum og að sögn TF3DC eins reyndasta keppnis þáttakanda meðal íslenskra radíóamatöra gegnum árin er líklegt að flestir munu stefna að þáttöku á efri böndunum til að ná í lokin á núverandi sólblettahæð.

Reglur keppninnar eru hér.

Kort sem sýnir CQ reitina eða hólfin. Ísland er í hólfi 40.

CQ Zone Map