,

CQ World Wide WPX CW keppnin fer fram um næstu helgi.

Keppnishópur/ Úrvalslið ÍRA í alþjóðlegum MORSE keppnunum teljum við að hafi verið ágætlega skipaður undanfarin ár /áratugi. Þar hafa eftirtaldir radíóamatörar a.m.k. komið við sögu:

Kristinn Andersen TF3KX, Sæmundur Þorsteinsson TF3UA, Yngvi Harðarson TF3Y, Óskar Sverrisson TF3DC, Haraldur Þórðarson TF3HP, Bjarni Sverrisson TF3GB, Jónas Bjarnason TF3JB, Stefán Arndal TF3SA, Guðmundur Sveinsson TF3SG, Egill Ibsen TF3EO, Sigurður Jakobsson TF3CW, Jakob býr í Noregi TF3EJ, Axel Sölvason TF3AX, Kristján Benediktsson TF3KB, Vilhjálmur Kjartansson TF3DX, Benedikt Sveinsson TF3T, Þorvaldur Stefánsson TF4M, Vilhjálmur Sigurjónsson TF3VS, Guðlaugur Jónsson TF8GX, Sveinn Guðmundsson TF3T (SK).  (Beðist er fyrirfram velvirðingar ef við höfum gleymt einhverjum).

Síðasta morse keppni sem ÍRA (TF3W) tók þátt í af sæmilegum krafti var CQWW CW 2015 en keppnisliðið þá var mannað af: TF3Y, TF3EO, TF3DC, TF3KX, TF3SA, TF3UA ásamt TF3EK og TF3JA með sérstaka áherslu á loftnetin. Þátttakan síðan þá í morse-keppnum frá félagsstöðinni hefur eiginlega verið til málamynda þó svo að hún hafi verið góð frá TF í einmenningsflokkunum.

Ekki stefnir í nein stórafrek frá félagsstöðinni um komandi helgi en áhugasamir eru beðnir að hafa sambandi við formann, TF3JA eða einhvern úr stjórninni ef áhugi er fyrir að virkja félagsstöðina í keppninni. Félagsstöðin er í ágætu lagi og er til afnota fyrir félaga ÍRA hvenær sem þeir óska.

Og ef ekki þá fylgir hér hvatning frá stjórn ÍRA til allra CW operatora um að þeir láti TF hljóma á böndunum um helgina.

Nánar um WPX keppnina, reglur o.fl.: https://www.cqwpx.com/

CQ Logo

CQ World Wide WPX Contest

,

TF þátttaka í CQ WW WPX SSB og CW

SSB
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
Fjöldi dagbóka 4594 4944 5151 5224 5279 5575 5058 5292
Íslensk kallmerki TF1CW
TF3AO
TF3SG
TF8GX
TF3AO
TF3CW
TF3JA
TF3SG
TF1CY
TF3AM
TF3AO
TF3CW
TF3SG
TF8GX
TF2LL
TF3AO
TF3CY
TF1AM
TF3AO
TF3CY
TF2MSN
TF3AO
TF3CW
TF3CY
TF3JB
TF2LL
TF2MSN
TF3AO
TF3CY
TF3DT
TF3EK
TF3JB
TF8KY
TF2MSN
TF3CW
TF3DT
TF3JB
TF3T
TF3VS
CW
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017*
Fjöldi dagbóka 3450 3727 4132 3930 3871 4008 3977
Íslensk kallmerki TF3DC
TF3GB
TF3DC
TF3SG
TF3Y
TF3DC
TF3GB
TF3SG
TF3DC TF3DC TF3CW
TF3JB
TF3VS
TF3W
TF3AO
TF3CW
TF3DC
TF3EO
TF3W
, ,

Amatörar í Víkurfréttum um Vitahelgi

Víkurfréttir heimsóttu amatöra á Garðskagavita núna í ágúst síðastliðnum. Tekið var upp svolítið myndband sem er  hér fyrir neðan.

Hér er svo tengill á fréttina hjá vf.is: Víkurfréttir – Amatörar á Garðskagavita

,

Radíó Refir í Skeljanesi

Radíó Refir eru í Skeljanesi að taka þátt í CQ WW RTTY keppninni. Þeir voru komnir með vel yfir 400 QSO kl 14:00 í dag þegar Ritari ÍRA leit við.

Á myndinni eru þeir Svanur – TF3ABN, Bjarni – TF3GB og Halli – TF3HP. Félagsmenn eru hvattir til þess að heimsækja þá í sjakkinn.

Radíó Refir

Radíó Refir

,

CQWW RTTY – Þátttaka frá félagsstöðinni TF3W í Skeljanesi.

Núna um helgina (24/25 sept) munu hluti af Refunum (RTTY keppnishópurinn) ætla að virkja félagsstöðina í CQWW RTTY keppnina um helgina. Halli HP, Svanur ABN og Bjarni GB.
Þeir bjóða mönnum sem áhuga hafa að líta við um helgina og bætast í hópinn ef svo ber undir. Heitt á könnunni og léttir sprettir eins og ávallt
í félagsheimilinu. Nánar: http://www.cqwwrtty.com/

Refirnir eru magnaðir. Það hafa þeir sýnt og sannað margoft. Tólfta í Evrópu og 18 í heiminum.
Að vísu frá Georg LL. En það er sama. Frábært!

world_wide_rtty_dx_contest

,

SAC CW 2016 um næstu helgi

sac_scandinavian_actifity_contest

Stjórn ÍRA hvetur alla félagsmenn til þess að taka þátt í SAC CW 2016 sem fram fer um næstu helgi. Keppniskallmerki ÍRA, TF3W, verður virkjað og hvetjum við alla sem áhuga hafa á að taka þátt eða fylgjast með og líta við í Skeljanesinu um helgina. TF3W verður í umsjá TF3DC að þessu sinni.

Keppt er frá kl 12:00 á hádegi laugardagsins 17. september til og með kl 11:59 á hádegi sunnudagsins 18. september. Hér er tengill á heimasíðu SAC þar sem hægt er að kynna sér reglur keppninar: http://www.sactest.net/blog/

Stjórn ÍRA auglýsir hér með eftir áhugasömum félögum til þess að taka þátt í að virkja TF3W í SAC SSB sem fram fer aðra helgina í október. Áhugasamir vinsamlega sendið póst á ira@ira.is merktu SAC SSB 2016

, ,

Upptaka af 1. SOTA sambandinu á Íslandi

TF3DX/P á Helgafelli hafði fyrsta SOTA sambandið á Íslandi fimmtudaginn 1. september klukkan 17:01 á 14,033 MHz CW við TF3EO.

tf3dx_sota_1sept2016

Myndin sýnir sjakkinn á Helgafelli fyrir lárétta stellingu.

Hljóðupptaka af 1. SOTA QSOi á Íslandi.

TF3EO, Egill Ibsen svarar “CQ SOTA” frá Villa, TF3DX/P.

73, Villi 3dx

,

Niðurstöður í CQ WW 160 metra keppninni 2011

Richard L. King K5NA var á lyklinum frá TF4X í CQ WW 160 metra keppninni 2011.

Í desemberhefti CQ tímaritsins 2011 eru birtar niðurstöður úr CQ WW DX 160 metra keppninni árið 2011. Morshluti keppni-
nnar fór fram 28.-30. janúar s.l. og talhlutinn 25.-27. febrúar s.l. Alls sendu fimm TF-stöðvar inn keppnisdagbækur að þessu
sinni, þ.e. fjórar í morshlutanum og ein í talhlutanum, sbr. eftirfarandi skiptingu:

Mors – Einmenningsflokkur, hámarksafl: 2 stöðvar.
Mors – Einmenningsflokkur, lágafl: 2 stöðvar.
Tal – Einmenningsflokkur, hámarksafl: 1 stöð.

TF4X var með afburðagóðan árangur í keppninni eða 1.031.438 heildarstig (alls 1.512 QSO). Það sama á ekki síður við um
TF3DX/m sem var með 51.728 heildarstig úr bílnum (alls 172 QSO).

Niðurstöður í keppninni fyrir TF-stöðvar urðu að öðru leyti samkvæmt eftirfarandi:

Keppnisflokkur

Kallmerki

Árangur (stig)

QSO

Margfaldarar

DXCC einingar

Mors, einmenningsflokkur, hámarksafl
Unknown macro: {center}TF4X (K5NA op.)

Unknown macro: {center}1.031.438

Unknown macro: {center}1.512

Unknown macro: {center}41

Unknown macro: {center}76

Mors, einmenningsflokkur, hámarksafl
Unknown macro: {center}TF3SG

Unknown macro: {center}125.633

Unknown macro: {center}284

Unknown macro: {center}26

Unknown macro: {center}47

Mors, einmenningsflokkur, lágafl
Unknown macro: {center}TF3DX/m

Unknown macro: {center}51.728

Unknown macro: {center}172

Unknown macro: {center}13

Unknown macro: {center}40

Mors, einmenningsflokkur, lágafl
Unknown macro: {center}TF8SM

Unknown macro: {center}13.644

Unknown macro: {center}85

Unknown macro: {center}0

Unknown macro: {center}36

Tal, einmenningsflokkur, hámarksafl
Unknown macro: {center}TF3SG

Unknown macro: {center}26.488

Unknown macro: {center}111

Unknown macro: {center}4

Unknown macro: {center}40

Hamingjuóskir til hlutaðeigandi með árangurinn.


(Þakkir til TF4M fyrir meðfylgjandi ljósmynd).

,

Niðurstöður komnar í SAC keppninni 2011, SSB

Guðlaugur Kristinn Jónsson TF8GX í fjarskiptaherberginu ásamt dótturdóttur sinni Freyju.

Niðurstöður í Scandinavian Activity Contest (SAC) keppnini 2011, SSB hluta sem haldin var helgina 8.-9. október s.l.
liggja nú fyrir. Þrjár TF stöðvar sendu inn keppnisgögn, TF3AO, TF3W og TF8GX, auk TF3DC sem sendi inn saman-
burðardagbók (e. check log). Niðurstöður eru glæsilegar fyrir Guðlaug K. Jónsson, TF8GX, sem náði 1. sæti
og Norðurlandatitli í keppnisriðlinum Einmenningsstöðvar, öll bönd, lágafl. Guðlaugur varð langefstur í riðlinum
af 102 þátttakendum frá Norðurlöndunum með 220.313 heildarstig. Þess má geta, að þetta er fjórði Norðurlandatitillinn
sem Guðlaugur Kristinn landar í keppnisriðlinum frá árinu 1999.

Árangur TF3W var einnig mjög góður, en félagsstöðin lenti í 4. sæti í keppnisriðlinum Fleirmenningsstöðvar, einn sendir,
öll bönd, háafl af 35 þátttakendum frá Norðurlöndunum. Alls mönnuðu átta leyfishafar félagsstöðina í keppninni: TF3AO,
TF3CY, TF3FIN, TF3HP, TF3JA, TF3SA, TF3SG og TF3WIN.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Árangur

QSO

QSO stig

Margfaldarar

Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl

TF8GX

848

2.059

197

220.313

Einmenningsflokkur, 10 metrar, háafl

TF3AO

5

11

5

55

Fleirmenningsflokkur, öll bönd, háafl

TF3W

1.529

3.827

157

607.119

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með glæsilegan árangur.

Benedikt Sveinsson TF3CY í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 8. október 2011.

Ársæll Óskarsson TF3AO í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 8. október 2011.

Gunnar Svanur Hjálmarsson TF3FIN í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 2011.

Jón Þóroddur Jónsson TF3JA í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 8. október 2011.

Guðmundur Sveinsson TF3SG og Haraldur Þórðarson TF3HP í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC keppninni 2011.

Stefán Arndal, TF3SA, við stjórnvölinn á TF3W í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi 17. september. Ljósm.: TF3JA.

Ársæll Óskarsson TF3AO og Sigurður Óskarson TF2WIN í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 2011.

, ,

12 TF stöðvar skiluðu inn keppnisdagbókum

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW.

Frestur til að skila keppnisdagbókum í CQ WW DX SSB keppninni 2011 rann út í gær, 21. nóvember. Alls skiluðu 12 TF stöðvar
fjarskiptadagbókum til keppnisnefndar CQ tímaritsins. Stöðvarnar 12 kepptu í 9 keppnisflokkum samkvæmt meðfylgjandi töflu.

Yngvi Harðarson, TF3Y.

Andrés Þórarinsson, TF3AM.

Þessar þrjár stöðvar voru með afgerandi bestan árangur: Sigurður R. Jakobsson, TF3CW var alls með 1.444.550 heildarpunkta. Hann keppti í einmenningsflokki á 14 MHz, háafli. Yngvi Harðarson, TF3Y, var með 571.710 heildarpunkta. Hann keppti í einmenningsflokki á 28 MHz, háafli frá TF4X (stöð Þorvaldar Stefánssonar, TF4M). Þá var Andrés Þórarinsson, TF3AM, með 484.472 heildarpunkta, en hann keppti í einmenningsflokki á öllum böndum, háafli.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Ætlaður árangur (1)

Skýringar

Einmenningsflokkur, öll bönd, háafl
Unknown macro: {center}TF3AM

Unknown macro: {center}484.473

 
Einmenningsflokkur, öll bönd, háafl, aðstoð
Unknown macro: {center}TF3SG

Unknown macro: {center}100.285

 
Einmenningsflokkur, öll bönd, háafl, aðstoð
Unknown macro: {center}TF3IG

Unknown macro: {center}3.956

 
Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl
Unknown macro: {center}TF3PPN

Unknown macro: {center}34.650

 
Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl
Unknown macro: {center}TF3DC

Unknown macro: {center}32.918

 
Einmenningsflokkur, 10 metrar, háafl
Unknown macro: {center}TF4X

Unknown macro: {center}571.710

TF3Y op.
Einmenningsflokkur, 10 metrar, lágafl
Unknown macro: {center}TF8GX

Unknown macro: {center}267.072

 
Einmenningsflokkur, 15 metrar, háafl
Unknown macro: {center}TF3AO

Unknown macro: {center}153.722

 
Einmenningsflokkur, 15 metrar, háafl
Unknown macro: {center}TF3CY

Unknown macro: {center}135.256

 
Einmenningsflokkur, 20 metrar, háafl
Unknown macro: {center}TF3CW

Unknown macro: {center}1.444.550

 
Einmenningsflokkur, 80 metrar, háafl
Unknown macro: {center}TF3ZA

Unknown macro: {center}147.599

 
Fleirmenningsflokkur, öll bönd, háafl, aðstoð
Unknown macro: {center}TF3W

Unknown macro: {center}47.278

TF3CY, TF3FIN, TF3HP og TF3JA op’s.

(1) claimed score.

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með árangurinn.


Vefslóð keppnisnefndar CQ tímaritsins: http://www.cqww.com/logs_received_ssb.php

, ,

TF3Y kynnir “WriteLog” keppnisforritið á laugardag

Yngvi Harðarson TF3Y við stjórnvölinn á TF4X í CQ WW DX SSB keppninni 2011. Ljósmynd: TF4M.

Yngvi Harðarson, TF3Y, verður með kynningu/hraðnámskeið á WriteLog keppnisdagbókarforritinu laugardaginn
19. nóvember kl. 10:00 í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi. Stefnt er að því að ljuka kynningunni fyrir hádegi.

WriteLog for Windows er meðal vinsælustu keppnisdagbókarforrita á meðal radíóamatöra fyrir CW, SSB og RTTY. Það var t.d. næst mest notað í World Radiosport Team Champonship keppninni í fyrra (2010). Innkaupsverð er hagstætt og kostar WriteLog “version 10” t.d. $35. Ennfremur er fáanleg ódýrari útgáfa af forritinu sem kostar um helming af því verði.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega.

________________________


Vefslóð fyrir heimasíðu WriteLog: http://writelog.com/
Vefslóð með nytsömum upplýsingum um WriteLog: http://k9jy.com/blog/

,

Niðurstöður komnar úr CW-hluta SAC keppninnar 2011

Niðurstöður eru komnar úr morshluta Scandinavian Activity keppninnar 2011 sem fram fór helgina 16.-17. september s.l.
Að þessu sinni bárust alls 1196 keppnisdagbækur. Finnar urðu Norðurlandameistarar og unnu þar með Skandinavíubikar-
inn (Scandinavian Cup). Finnskir radíóamatörar (OH) sendu alls inn 187 dagbækur, Svíar (SM) 109, Norðmenn (LA) 27,
Danir (OZ) 22, Álandseyjar (OH0) 4 og Ísland (TF) 3.

Bestum árangri íslenskra stöðvar náði TF8GX sem varð í 24. sæti með alls 442 QSO í flokki einmenningsstöðva, á öllum
böndum, lágafli. TF3DC náði líka ágætum árangri og varð í 46. sæti í sama keppnisflokki með alls 205 QSO. Alls skiluðu
88 þátttakendur inn dagbóknum í keppnisflokknum. Þá varð TF3W (TF3SA op) í 48. sæti með alls 1244 QSO í flokki ein-
menningsstöðva, á öllum böndum, háafli. Alls skiluðu 109 þátttakendur inn dagbókum í keppnisflokknum. Þegar litið er til
þátttökutíma og aðstæðna íslensku stöðvanna verður árangur þeirra að teljast vel ásættanlegur.

Niðurstöður í talhluta keppninnar eru væntanlegar á næstunni. Í umsögn keppnisnefndar á heimasíðu segir m.a. að saman-
lagður fjöldi innsendra keppnisdagbóka (í báðum hlutum keppninnar) hafi verið um 15% meiri 2011 samanborið við fyrra ár.

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með árangurinn.


Heimasíða (smella má á Results CW): http://sactest.net/