Útileikar ársins eru u.þ.b. hálfnaðir þegar þetta er skrifað, eftir hádegi sunnudaginn 4. ágúst. Ágæt þátttaka hefur verið það sem af er – en framundan eru tvö tímabil:

  • Kl. 21-24 í kvöld (sunnudag); og
  • Kl. 08-10 í fyrramálið (mánudag).

Meðfylgjandi mynd var tekin í fjarskiptaherbergi TF3IRA í morgun (sunnudag), en félagsstöðin er að sjálfsögðu QRV í leikunum.

Hafa má sambönd á 4 böndum: 160 m, 80 m, 60 m og 40 m. Sambönd á hærri tíðnum teljast eins og sambönd á 40 m. Tilgreind tímabil (að ofan) eru einungis hugsuð til að þétta virknina, en heimilt er að hafa sambönd alla verslunarmannahelgina.

Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt.

Stjórn ÍRA.

Skeljanesi 4. ágúst. Wilhelm Sigurðsson TF3AWS á hljóðnemanum frá TF3IRA í TF útileikunum 2019. Ljósmynd: TF3JB.

TF útileikarnir verða haldnir um verslunarmannahelgina, dagana 3–5. ágúst og verða þá 40 ár síðan þeir voru fyrst haldnir.

Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, mætti í félagsaðstöðuna í Skeljanesi fimmtudaginn 1. ágúst, flutti stutta kynningu og fór yfir helstu atriði.

Hafa má sambönd á 4 böndum: 160 m, 80 m, 60 m og 40 m. Sambönd á hærri tíðnum teljast eins og sambönd á 40 m. Tilgreind tímabil hér að neðan eru einungis hugsuð til að þétta virknina, en sambönd utan þeirra skrást jafnt til stiga. Þátttökutímabil:

  • 17-19 laugardag
  • 09-12 sunnudag
  • 21-24 sunnudag
  • 08-10 mánudag

Dagbækur má senda í tölvupósti eða skila með því að fylla út eyðublað á netinu, vefslóð er: http://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar

Frestur til að ganga frá dagbókum rennur út á miðnætti næsta mánudag eftir verslunarmannahelgi. Nánari upplýsingar í 3. tbl. CQ TF 2019, bls. 37-38. Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2019/06/cqtf_33arg_2019_03tbl.pdf

Stjórn ÍRA hvetur félagsmenn til þátttöku og óskar þeim góðs gengis.

Skeljanesi 1. ágúst 2019. Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, mætti í félagsaðstöðu ÍRA fimmtudaginn 1. ágúst og flutti áhugaverða kynningu um TF útileikana og svaraði spurningum. Alls mættu 14 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta sumarkvöld. Ljósmynd: Jónas Bjarnaosn TF3JB.

TF útileikarnir 2019 verða haldnir um verslunarmannahelgina, 3.-5. ágúst n.k., en 40 ár eru síðan fyrstu leikarnir voru haldnir, árið 1979.

Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, mætir í félagsaðstöðuna í Skeljanesi fimmtudaginn 1. ágúst flytur stutta kynningu og svarar spurningum.

Erindi Einars hefst stundvíslega kl. 20:30.

Félagar eru hvattir til að fjölmenna. Veglegar kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

Áður auglýst úrslit og verðlaunaafhending í VHF/UHF leikunum 2019 verður fimmtudaginn 8. ágúst en ekki fimmtudag 1. ágúst.

Beðist er velvirðingar á þessari breytingu.

Stjórn ÍRA.

Úrslit í VHF/UHF leikunum 2019 verða kynnt í Skeljanesi, fimmtudaginn 8. ágúst, kl. 20:30, en ekki 1. ágúst eins og áður var auglýst.

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður leikanna, mun fara yfir helstu niðurstöður. Hann mun m.a. skýra frá nýju Íslandsmeti í drægni á 23 cm bandinu sem sett var að þessu sinni.

Alls voru tæpir tveir tugir leyfishafa skráðir til þátttöku í leikunum sem fram fóru helgina 20.-21. júlí s.l. Það er jafn góð þátttaka og í fyrra (2018) – sem var besta þátttaka frá upphafi (2012).

Leikjasíðan verður opin til miðnættis Í kvöld (sunnudagskvöld) 28. júlí.  Til þess tíma verður hægt að leiðrétta innsláttarvillur. Eftir það liggja úrslit fyrir og mun verðlaunaafhending fara fram í Skeljanesi, fimmtudaginn 1. ágúst.

Félagar, mætum tímanlega, veglegar kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

Hrafnkell Sigurðsson TF8KY á fullu í VHF/UHF leikunum 2019. Ljósmynd: Björn Þór Hrafnkelsson TF8TY.

Góð gjöf var móttekin fyrir hönd ÍRA í dag, laugardaginn 27. júlí 2019. Um er að ræða 11 metra háan þrístrendan loftnetsturn sem er samsettur ú 4 einingum. Turninn, sem er úr áli, er afar meðfærilegur. Hann hafði verið í geymslu utandyra í nokkurn tíma (eins og sjá má á myndunum), en auðvelt er að spúla einingarnar og þá lítur hann út eins og nýr. Boltar fylgja fyrir samsetningu og varahlutir, gerist þörf á slíku í framtíðinni.

Það er félagsmaður okkar, Jón E. Guðmundsson, TF8-Ø2Ø, sem gefur félaginu þessa gjöf sem mun koma í góð not fyrir TF3IRA.

Stjórn ÍRA þakkar Jóni E. Guðmundssyni, TF8-Ø2Ø, rausnarlega gjöf.

Ennfremur þakkir til Baldvins Þórarinssonar, TF3-Ø33, sem lagði til bifreið og kerru til flutninga turneininganna í Skeljanes.

Jón E. Guðmundsson TF8-Ø2Ø setur aukahluti (varahluti) sem fylgja turninum um borð í kerruna. Baldvin Þórarinsson TF3-Ø33 gengur frá og raðar einingunum.
Baldvin TF3-Ø33 gerir kerruna klára til brottfarar. Á meðan útskýrir Jón TF8-Ø2Ø m.a. hvernig best er staðið að stögun turna af þessari stærð og gerð. Ljósmyndir: Jónas Bjarnason TF3JB.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, VHF stjóri félagsins, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 25. júlí. Hann hafði meðferðis og sýndi nýja fjarskiptabúnaðinn sem verður settur upp til að hafa sambönd frá TF3IRA í gegnum Es’Hail-2/P4A / OSCAR 100 gervitunglið.

Hann skýrði hvað væri framundan, þ.e. uppsetning diskloftnets utanhúss og ýmsar samstillingar. Ari nefndi m.a. að það yrði hægt að sjá raunverulega vinnutíðni beint á stjórnborði Kenwood TS-2000 stöðvarinnar sem væri mjög til þæginda.

Ari færði okkur jafnframt glæsilega veislutertu og Nóa konfekt sem hann bauð mönnum að njóta með kaffinu (en hann átti nýverið stórafmæli).

Bestu þakkir til Ara fyrir frábært fimmtudagskvöld. Alls mættu 21 félagsmaður og 1 gestur í Skeljanes að þessu sinni.

Við borðið (frá vinstri): Mathías Hagvaag TF3MH, Höskuldur Elíasson TF3RF og Jón E. Guðmundsson TF8-Ø2Ø. Í fjarlægð: Georg Kulp TF3GZ og Valgeir Pétursson TF3VP.
Þegar leið á kvöldið fjölgaði við stóra fundarborðið. Frá vinstri: Höskuldur Elíasson TF3RF, Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Jón E. Guðmundsson TF8-Ø2Ø, Baldvin Þórarinsson TF3-Ø33 og Wilhelm Sigurðsson TF3AWS,
Hressir að vanda. Georg Kulp TF3GZ og Valgeir Pétursson TF3VP. Í fjarlægð: Höskuldur Elíasson TF3RF.
Leðursófasettið er alltaf vinsælt. Frá vinstri: Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Sigurður Smári Hreinsson TF8SM, Þórður Alolfsson TF3DT og Jón G. Guðmundsson TF3LM. Ari heldur m.a. á LNB’inu sem fer á loftnetsdisk. Á borðinu má sjá transverter’inn frá PE1CMO.
Sérstakur gestur ÍRA þetta fimmtudagskvöld var Matthew Pullan OE6FEG. Hann er mikill áhugamaður um SOTA verkefnið og hefur virkjað fjölda tinda í mörgum löndum. Einar Kjartansson TF3EK (sem er með honum á myndinni) sagðist hafa hitt hann s.l. sunnudag inni á hálendinu og þeir hafi virkjað TF/SL-050 (Rauðkoll) saman. Matthew ætlar að ferðast meir um Ísland og næsti áfangastaður hans er Landmannalaugar. Hann var mjög hrifinn af allri aðstöðu félagsins í Skeljanesi og bað fyrir góðar kveðjur til íslenskra radíóamatöra. Ljósmyndir: Jónas Bjarnason TF3jB.

Búnaðurinn fyrir nýja gervitunglið er kominn til landsins og Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, VHF stjóri ÍRA, fékk transverter‘inn tollafgreiddan í dag (23. júlí).

Um er að ræða 20W Oscar 100 transverter frá PE1CMO, sem bæði er fyrir „up“ og „down link“ á 70 cm.  Það þýðir, að transverter‘inn tengist Kenwood TS-2000 stöð félagsins beint – og þegar gengið hefur verið frá loftneti, verður TF3IRA QRV um Oscar 100. Ari segir að það muni gerast fljótlega.

Í pakkanum frá PE1CMO fylgdi LNB, sem sérstaklega var breytt til að nota með framangreindum búnaði.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætir í Skeljanes á fimmtudagskvöld (25. júlí) þar sem búnaðurn verður til sýnis.

Stjórn ÍRA.

Transverter’inn er inni í þessum vatns- og rakaþétta kassa. Ljósmynd: TF1A.
Transverter’inn frá annarri hlið. Vel er frá öllu gengið. Ljósmynd: TF1A.
Í plastpokanum eru tengin sem fylgja. Hægra megin er sérhæft LNB fyrir loftnetsdiskinn sem var sérstaklega breytt hjá PE1CMO. Ljósmynd: TF1A.
Tæknilegar upplýsingar. Ljósmynd: TF1A.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 25. júlí.

Opin málaskrá, nýjustu tímaritin og góður félagsskapur. Kaffi, te, konfekt og meðlæti.

Stjórn ÍRA.

Úr félagsstarfinu. Bjarni Sverrisson TF3GB, Ölvir Styrr Sveinsson TF3WZ og Óskar Sverrisson TF3DC. Myndin var tekin í Skeljanesi 18.10.2018. LJósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður VHF/UHF leikanna, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 18. júlí og kynnti reglur leikanna 2019 og svaraði spurningum.

Keli byrjaði stundvíslega kl. 20:30 og sýndi okkur glærur þar sem hann fór vel yfir helstu atriði og útskýrði m.a. reitakerfið, 6 klst. regluna, QSO upplýsingar, stigagjöf og margfaldara. Þá fór hann yfir sérstaka leikasíðu sem hann hefur sett upp á netinu.

Allar upplýsingar eru á þessari vefslóð:
http://vhfleikar.ira.is/2019/?fbclid=IwAR3oXOf20J82wOJPQkljAq27RuZozuPBfhvyAnB7suRYILuERX40d5Ty20w

Keli fékk að lokum gott klapp fyrir áhugaverða, vandaða og vel flutta kynningu. Alls mættu 20 félagsmenn og 1 gestur í Skeljanes þetta frábæra sumarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Ath. VIÐBÓT 20. JÚLÍ.
QSO skráningarblað fyrir VHF/UHF leikinn.
Linkurinn reyndist brotinn í appinu. Sækið á nýja slóð hér fyrir neðan:

QsoSkraning.pdfPDF

73 de TF8KY.

Skeljanesi 18. júlí. Hrafnkell Sigurðsson TF8KY kynnir upplýsingar um VHF leikana 2019. Á mynd er einnig Þórður Adolfsson TF3DT.
Keli fór vel yfir reglurnar, svaraði spurningum inn á milli og skýrði með dæmum.
Frá vinstri: Eiður Kristinn Magnússon TF-071, Mathías Hagvaag TF3MH, Jón Björnsson TF3PW, Gísli Gissur Ófeigsson TF3G, Baldvin Þórarinsson TF3-033 og Jón Svavarsson TF3JON.
Áfram var rætt um VHF/UHF leikana sem eru framundan um helgina eftir að formlegu erindi lauk. Frá vinstri: Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Sigmundur Karlsson TF3VE, Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Jón Svavarsson TF3JON, Ólafur B. Ólafsson TF3ML og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.
Frá vinstri: Mathías Hagvaag TF3MH, Gísli Gissur Ófeigsson TF3G og Kristján Benediktsson TF3KB. Myndir: Jónas Bjarnason TF3JB.

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður VHF-UHF leikanna, mætir í Skeljanes fimmtudaginn 18. júlí og kynnir og fer yfir reglurnar fyrir leikana sem verða um næstu helgi, 20.-21. júlí.

Leikurinn hefst 20. júlí kl. 00:01. Keli segist gera ráð fyrir að margir muni byrja af krafti á slaginu miðnætti.

Tilkoma nýja Oscar 100 gervitunglsins hefur hvatt amatöra til að koma upp búnaði fyrir 13cm bandið. Þessu bandi verður bætt við í leikjasíðuna ef einhverjir vilja prófa QSO til stiga á 13cm.

Keli segir að þetta verði létt spjall á sumarkvöldi og ætlar að byrja kl. 20:30.

Mætum tímanlega. Vandaðar kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

Stjórn ÍRA samþykkti á fundi sínum nýlega, að heimila félagssjóði kaup á eftirfarandi búnaði frá Microsat í Póllandi:

Microsat WX3in1 Mini APRS Advanced Digipeater/I-gate (2 stk.)
PLXDigi – APRS Digipeater (2 stk.)

Guðmundur Sigurðsson, TF3GS, setti fram beiðni til félagsins f.h. APRS hópsins. Hann segir, að búnaðurinn muni þétta kerfið og auka gæði og notkunarmöguleika og m.a. nýtast við tengingu Motorola GM-300 stöðva, en hópurinn fékk nýlega átta slíkar stöðvar að gjöf. Í bígerð er m.a. uppsetning I-gate á Akureyri og Digipeater á Þorbjörn við Grindavík.

Á sama fundi voru ennfremur heimiluð kaup á QO100 transverter frá PE1CMO í Hollandi ; „A complete transverter with 25 MHz reference oscillator for the LNB, a lownoise down converter from 739 to 432 MHz and a upconverter from 432 to 2400 MHz, double filtered and a 20 Watt amplifier“. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, VHF stjóri félagsins, samdi um afsláttarverð fyrir félagið á Ham Radio sýninguni 2019 í Friedrichshafen.

APRS búnaðurinn kostar um 45 þús. krónur og Oscar-100 búnaðurinn um 118 þús. krónur (með aukabúnaði og tengjum). Uppgefið verð er með flutningi og gjöldum á Íslandi.

Myndin sýnir ofan í vatns- og rakaþéttan kassann með transverter’num frá PE1CMO.