Prófnefnd ÍRA hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:

Amatörpróf Póst- og fjarskiptastofnunar verða haldin í Háskólanum í Reykjavík, stofu V109, laugardaginn 14. desember 2019, sem hér segir:

10:00-12:00  Raffræði og radíótækni
13:00-15:00  Reglur og viðskipti
15:30             Prófsýning

Almenn skráning í próf fer fram með tölvupósti, sem senda skal á bæði þessi netföng: hrh@pfs.is bjarni@pfs.is

hjá Póst- og fjarskiptastofnun, með efnisorðinu „prófskráning“. ÍRA sendir inn lista fyrir þá sem eru skráðir á námskeiðið sem nú er í gangi.

Eftirfarandi stuðningsúrræði, sem varða lestur, eru í boði ef um það er beðið með 2ja daga fyrirvara með því að hringja í Vilhjálm, TF3DX, í síma 567-4013.

a. litaður pappír, folgrænn eða drapplitur og b. stækkun í A3.

Stjórn ÍRA.

Keppnisnefnd CQ hefur birt bráðabirgðaniðurstöður (e. raw scores) í morshluta keppninnar frá 23.-24. nóvember s.l. Áætlaður heildarárangur er í punktum (P) yfir heiminn (H) og yfir Evrópu (EU).

Árangur TF3CW frá ED8W er frábær, 2. sæti yfir heiminn og 1. sæti í Evrópu. Hamingjuóskir til Sigga og annarra þátttakenda.

20M lágafl, einm.flokkur.
TF3VS / 9.435P / 152H / 87EU.

20M háafl, aðstoð, einm.flokkur (op. TF3DC).
TF3W / 53.240P / 101H / 72EU.

40M, háafl, aðstoð, einm.flokkur.
TF3JB / 2.992P / 135H / 86EU.

ÖLL BÖND, lágafl, aðstoð, einm.flokkur.
TF3EO / 16.168P / 774H / 935EU.

40M, háafl, einm.flokkur (op. TF3CW).
ED8W / 1.521.439P / 2H / 1EU.

ÖLL BÖND, lágafl, aðstoð, einm.fl., „classic“.
OZ1OM / 100.640P / 434H / 265EU.

https://www.cqww.com/raw.htm?mode=cw

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 12. desember.

Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og meðlæti.

QSL stjóri tæmir pósthólfið á miðvikudag og flokkar innkomnar QSL sendingar fyrir opnun á fimmtudagskvöld.

Stjórn ÍRA.

Minning úr félagsstarfinu. Myndin er af Heathkit HW-101, 100W HF SSB/CW sendi-/móttökustöð ásamt HP-23 aflgjafa, SB-600 hátalarakassa og Shure 444D borðhljóðnema (aflgjafinn sést reyndar ekki á myndinni þar sem hann er hafður inni í hátalarakassanum). Myndin var tekin 18. nóvember 2012 þegar Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, mætti á sunnudagsopnun í Skeljanesi og var yfirskriftin: „Lampatækin lifa enn; Heathkit HW 101 á staðnum“. Doddi hafði tekið með sér (sem nýja) Heathkit HW-101 sendi-/móttökustöð; en HW-101 var einhver vinsælasta HF stöðin upp úr 1970 hér á landi og um allan heim.

Þriðja sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá var haldin sunnudaginn 8. desember kl. 11 árdegis. Kristján Benediktsson, TF3KB, mætti í Skeljanes og fjallaði um tíðniplön á HF amatörböndunum.

Kristján greindi frá sögulegum þáttum þessara „umferðarreglna“ radíóamatöra og skýrði m.a., að þetta væru reglur sem við settum okkur sjálfir innan ríkjandi tíðniheimilda stjórnvalda. Hann fór vel yfir tíðniplanið fyrir okkar svæði, IARU Svæði 1 og nefndi helstan mun á milli svæðanna þriggja (I, II og III) í heiminum.

Fram kom, að stóru landsfélögin, m.a. ARRL, DARC og RSGB, hafi látið útbúna meðfærileg plaköt sem hafa má á vegg í fjarskiptaherbergi, þar sem sjá má á augnabliki skipulag fyrir hvert band. Slíkt væri mjög til þæginda. Kristján gat þess jafnframt, að ríkjandi tíðniplan væri uppfært eftir þörfum, en þess sé að væta að gefið verði út nýtt skjal á næsta ári (2020).

Bestu þakkir til Kristjáns fyrir fróðlegar, áhugaverðar og nytsamar umræður um efni sem sumpart mætti vera meir í umræðunni. Alls mættu 10 félagsmenn og 1 gestur í Skeljanes þennan kyrra og fallega vetrarmorgun í vesturbænum.

Útprentað eintak af tíðniplaninu verður til afhendingar til félagsmanna í Skeljanesi frá og með næstu fimmtudagsopnun.
Sjá vefslóð: https://iaru-r1.org/images/IARU_REGION_1_HF_BAND_PLAN__2016_v2.pdf

Skeljanesi 8. desember. Frá vinstri: Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Mathías Hagvaag TF3MH (snýr baki í myndavél), Kristján Bendiktsson TF3KB, Jón Björnsson TF3PW og Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

Sunnudaginn 8. desember kl. 11 árdegis verða svokallaðar „sófaumræður“ í Skeljanesi; þær þriðju á yfirstandandi vetrardagskrá. Til umfjöllunar verða tíðniplön á amatörböndunum. Kristján Benediktsson, TF3KB, leiðir umræður.

Kristján mun m.a. ræða skiptingu tíðnisviðanna eftir tegund útgeislunar og notkun. Farið verður yfir tíðniplön fyrir tíðnisviðin frá 136 kHz til 30 MHz.

Húsið opnar kl. 10:30. Vandaðar kaffiveitingar frá Björnsbakaríi.

Stjórn ÍRA.

Sófaumræður eru það fyrirkomulag, þegar boðið er upp á umræður á messutíma sem eru hugsaðar sem afslappaðar, þ.e. þar sem menn sitja með kaffibolla í stóra sófasettinu og ræða amatör radíó. Tiltekinn leyfishafi sem hefur staðgóða þekkingu á viðkomandi umræðuefni, leiðir síðan umræðuna og svarar spurningum.

Kallmerki með viðskeytinu YOTA (Yongsters On The Air) eru þegar byrjuð að heyrast á böndunum, enda desembermánuður byrjaður.

“Við verðum aðeins seinni í gang núna en í fyrra”, sagði Elín í samtali við tíðindamann, “en við byrjum á fullu 17. desember”. Þá ætla þau Elín Sigurðardóttir, TF2EQ og Árni Freyr Rúnarsson, TF8RN, að hefjast handa og virkja kallmerkið TF3YOTA. Hugmynd þeirra er jafnframt að bjóða ungu fólki á staðinn og gefa því tækifæri til að kynnast áhugamálinu og fjarskiptunum.

YOTA verkefnið hófst í fyrra (2018) og verður starfrækt í desember ár hvert. Það er hugsað til að auka áhuga ungs fólks á amatör radíói. Verkefnið er á vegum IARU Svæðis 1 og eru öll landsfélög radíóamatöra innan Svæðisins þátttakendur (auk landsfélaga á Svæðum 2 og 3).

Elín Sigurðardóttir, TF2EQ, ungmennafulltrúi félagsins, er frumkvöðull að þátttöku ÍRA og er jafnframt YOTA verkefnisstjóri félagsins ásamt Árna Frey Rúnarssyni, TF8RN. Mathías Hagvaag, TF3MH, QSL stjóri kortastofnunnar annast QSL mál sem fyrr.

Elín Sigurðardóttir TF2EQ og Árni Freyr Rúnarsson TF8RN munu virkja kallmerkið TF3YOTA síðar í mánuðnum. Myndin var tekin þegar þau virkjuðu kallmerkið í desember í fyrra (2018). Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 5. desember.

Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og meðlæti.

QSL stjóri félagsins, tæmir pósthólfið á miðvikudag og verður búinn að flokka QSL sendingar fyrir opnun á fimmtudagskvöld.

Stjórn ÍRA.

Minningar úr félagsstarfinu. Ársæll Óskarsson TF3AO og Gunnar Svanur Hilmarsson TF3AB tóku þátt í ARRL Roundup RTTY keppninni í janúar 2013 frá félagsstöðinni TF3W. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3JON.

Þátttakendum á yfirstandandi námskeiði ÍRA til amatörprófs bauðst að heimsækja félagsaðstöðuna í Skeljanesi laugardaginn 30. nóvember. Jón Björnsson, TF3PW, umsjónarmaður námskeiða félagsins, skipulagði daginn sem heppnaðist mjög vel.

Dagurinn hófst kl. 10 árdegis með stuttu ávarpi formanns. TF3JB lýsti aðstöðu félagsins og helstu starfsþáttum sem standa félagsmönnum til boða. Að því loknu tók varaformaður við. TF3DC fór með hópinn út í portið við austurhlið hússins og lýsti loftnetakosti TF3IRA, þ.e. 4 staka YAGI loftneti á 20M og stangarloftneti á 10, 15, 20, 40 og 80M. VHF stjóri félagsins fylgdi hópnum líka og lýsti TF1A m.a. loftnetum sem notast við gervihnattastöð TF3IRA á 2,4 og 10 GHz.

Þegar inn var komið á ný, bættu menn á sig kaffi og á meðan fjallaði QSL stjóri félagsins um kortamál. TF3MH lýsti mikilvægi kortastofunnar og kynnti samvinnu hennar við aðrar í landsfélögum radíóamatöra um heiminn. Þegar menn færðu sig upp á efri hæðina sýndi hann jafnframt aðstöðu kortastofunnar, þar sem hver leyfishafi hefur sitt eigið hólf.

Loks færðu menn sig yfir í fjarskiptaherbergi TF3IRA þar sem þeir TF3DC og TF1A tóku við á ný og var búnaður TF3IRA kynntur. TF3DC kynnti þau tvö fjarskiptaborð sem eru til afnota fyrir HF tíðnir og TF1A kynnti þriðja borðið, sem er fyrir sambönd um Es’hail/Oscar 100 gervitunglið. Skemmtilegar umræður fylgdu, enda kynntu þeir félagar marga forvitnilega og spennandi þætti fjarskiptanna og tilheyrandi búnað.

Þeir nemendur á námskeiði félagsins sem áttu heimangengt í Skeljanes þennan ágæta laugardag voru þeir Björgvin Víglundsson, Eiður Kristinn Magnússon TF3-Ø71, Gunnar Bergþór Pálsson TF3-Ø17, Sigurður Kolbeinsson TF3-Ø66 og Sveinn Aðalsteinsson.

Bestu óskir til þeirra og annarra þátttakenda á námskeiði félagsins um gott gengi í prófi Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis sem haldið verður í desember n.k.

Stjórn ÍRA.

30. nóvember 2019. Þátttakendur á námskeiði ÍRA til amatörprófs fá kynningu á loftnetum TF3IRA. Frá vinstri: Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Björgvin Víglundsson, Eiður Kristinn Magnússon TF3-071, Gunnar Bergþór Pálsson TF3-017 og Óskar Sverrisson TF3DC. Á myndina vantar þá Sigurð Kolbeinsson TF3-066 og Svein Aðalsteinsson. Ljósmynd: TF3JB.
Kynning á fjarskiptabúnaði TF3IRA. Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Óskar Sverrisson TF3DC. Ljósmynd: TF3JB.
Ari Þórólfur Jóhannesson VHF stjóri ÍRA kynnir gervihnattastöð TF3IRA sem er fyrir sambönd um Es’hail/Oscar 100 gervitunglið. Frá vinstri: Eiður Kristinn Magnússon TF3-071, Gunnar Bergþór Pálsson TF3-017, Sveinn Aðalsteinsson, Björgvin Víglundsson, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Mathías Hagvaag QSL stjóri ÍRA. Ljósmynd: TF3DC.
Lesefni sem lá frammi (neðri röð): DXCC heildarstaða TF stöðva m.v. 17. nóvember 2019; Vetrardagskrá ÍRA október-desember 2019, Ávarpsbréf ÍRA til nýrra félagsmanna og sýnishorn félagsblaðsins CQ TF, 1. tbl. 2018. Efri röð: Þrjár greinar eftir Ara Þórólf Jóhannesson TF1A: „Endurvarpar, stafvarpar, radíóvitar“ (sérprentun úr 2. tbl. CQ TF 2019); „Spennandi: QRV um nýja gervitunglið“ (sérprentun úr 4. tbl. CQ TF 2019) og „Es’hail-2/P4A – OSCAR 100“ (sérprentun úr 3. tbl. CQ TF 2019). Ljósmynd: TF3DC.

CQ World Wide DX CW keppnin 2019 var haldin helgina 23.-24. nóvember.

Gögnum var skilað inn fyrir átta TF kallmerki, þar af keppnisdagbókum fyrir fjögur og skiptust stöðvarnar á fjóra keppnisflokka:

  • TF3VS – einm. flokkur, 20 metrar, lágafl.
  • TF3W – einm. flokkur, 20 metrar, aðstoð, háafl (op. TF3DC).
  • TF3JB – einm. flokkur, 40 metrar, háafl.
  • TF3EO – einm. flokkur, öll bönd, aðstoð, lágafl.
  • TF3DC, TF3SG, TF3Y og TF4M sendu inn samanburðardagbók (e. check-log).

Vitað er um tvo íslenska radíóamatöra sem tóku þátt í keppninni erlendis frá, þá Sigurð R. Jakobsson, TF3CW og Ómar Magnússon, OZ1OM (TF3WK). Sigurður virkjaði ED8W á eyjunni La Palma, sem er ein af sjö eyjum Kanaríeyja og Ómar var QRV frá Óðinsvéum í Danmörku.

  • ED8W – einm. flokkur, 40 metrar, háafl.
  • OZ1OM – einm. flokkur, öll bönd, aðstoð, lágafl, “classic”.

Bráðabirgðaniðurstöður (e. raw scores) eru væntanlegar fljótlega.https://www.cqww.com/logs_received_cw.htm

Kristinn Andersen, TF3KX, mætti í Skeljanes á vetrardagskrá ÍRA þann 28. nóvember með erindið „QRP afl, heimasmíði og notkun QRP senda“.

Hann fór fyrst yfir QRP skilgreiningarnar, en QRP afl miðast oftast við mest 5W á morsi (10W á SSB) og QRPp  við mest 1W. Hann útskýrði vel hversu vel QRP afl skilar sér í raun. Því til sönnunar lék hann upptöku af sendingu á morsi frá radíóvita 4U1UN/B í New York á 14.100 MHz. Fyrst var sent stutt merki á 100W, síðan á 10W, þá á 1W og loks á 0,1W. Sérlega áhugavert var að heyra hversu læsilegt merkið var í öllum afldæmunum – meira að segja á 0,1W í restina.

Kristinn lýsti eigin reynslu af að vinna á QRP afli og var áhugavert að skoða fjarskiptadagbók hans (sem gekk á milli manna á meðan hann flutti erindið). Hann fjallaði um mikilvægi góðra loftneta, en að sama skapi væri einnig spennandi að nota algeng loftnet eins og t.d. hálfbylgju endafæddan vír (t.d. á 20 metrum) og benti á að þannig væri auðvelt að hafa sambönd yfir þúsundir kílómetra um allan heim.

Hann fór yfir QRP stöðvar og búnað sem eru í boði í dag, bæði samsettar og ósamsettar. Nefndi í því sambandi eigin QRP stöð (2W á morsi) frá Small Wonder Labs  og Elecraft stöð, K2 (0-15W á morsi og SSB) sem voru til sýnis á staðnum, en báðar voru keyptar ósamsettar. Hann útskýrði einnig, að 2W stöðin væri hluti af búnaði sem hann hefði í tösku sem væri þægilegt að grípa með sér, t.d. í sumarbústað eða jafnvel erlendis (sem hann hefur gert).

Erindi Kristins var afar vel heppnað. Það var vel flutt, skemmtilegt og fróðlegt og veitti góða innsýn í þennan áhugaverða þátt áhugamálsins sem nýtur vaxandi vinsælda með hverju ári sem líður. Held að allir viðstaddir geti tekið undir með TF3OM, sem þakkaði Kristni á Facebook í morgun fyrir „stórgóðan fund í gærkvöldi“. Alls mættu 33 félagsmenn í Skeljanes þetta kyrrláta vetrarkvöld í Vesturbænum.

Ánægjulegt er jafnframt að geta um góða gjöf Hans Konrads Kristjánssonar, TF3FG, sem færði félaginu tvo „signal gererator‘a“, HF sendi og 1000W HF magnara (hvorutveggja af Harris gerð, sbr. ljósmynd). Bestu þakkir til Hans Konrads.

Skeljanesi 28. nóvember. Kristinn Andersen TF3KX flutti erindi í félagsaðstöðu ÍRA um “QRP afl, heimasmíði og notkun QRP senda”.
Eftir erindið sýndi Kristinn QRP stöðvar og búnað, m.a. Elecraft K2 sem er sendi-/móttökustöð á 10-80M sem hann keypti ósamsetta frá Bandaríkjunum (hún getur einnig unnið á 160M ef bætt er við aukabúnaði). Hún er búin 0-15W sendi á morsi og tali (SSB) og er fyrirferðarlítil og létt. K2 getur unnið á innbyggðum rafhlöðum (endurhlaðanlegum) jafnt sem utanaðkomandi 13.8VDC. Á mynd frá vinstri: Gunnar Bergþór Pálsson TF3-017, Kristinn Andersen TF3KX og Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN.
Þórður Adolfsson TF3DT og Ari Þór Jóhannesson TF1A tryggðu sér bestu sæti áður en erindið hófst. Tíðindamanni er ókunnugt um merkingu fingrasetningar Ara…
Í fundarhléi vann gjarldkeri félagsins m.a. sín störf, sem að þessu sinni var að taka á móti félagsgjaldi. Frá vinstri: Jón Björnsson TF3PW gjaldkeri ÍRA handleikur seðla, Kristján Benediktsson TF3KB, Ársæll Óskarsson TF3AO, Yngvi Harðarson TF3Y, Óskar Sverrisson TF3DC, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG (standandi), Stefán Arndal TF3SA og Þór Þórisson TF1GW.
Frá vinstri: Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN, Mathías Hagvaag TF3MH (sitjandi), Þór Þórisson TF1GW, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Kristinn Andersen TF3KX og Gunnar Bergþór Pálsson TF3-017.
Eftir erindið var skeggrætt um QRP hluta áhugamálsins. Frá vinstri: Mathías Hagvaag TF3MH, Yngvi Harðarson TF3Y, Óskar Sverrisson TF3DC og Kristinn Andersen TF3KX.
Hans Konrad Kristjánsson TF3FG færði félaginu góða gjöf. Það eru “signal gerator’ar” af vandaðri gerð og HF sendir og HF magnari (1000W) af Harris gerð. Ljósmyndir: Jónas Bjarnason TF3JB.

Áramótasending korta frá TF ÍRA QSL Bureau (kortastofu) fer að þessu sinni fram í janúar 2020. Þá verða öll kort sem borist hafa til stofunnar (þ.á.m. til smærri staða) póstlögð til kortastofa systurfélaganna um allan heim.

Síðasti skiladagur vegna áramótaútsendingar 2019/20 verður fimmtudagskvöldið 9. janúar 2020. Þau kort sem berast í QSL kassann í Skeljanesi það kvöld verða örugg með að komast í flokkun og til útsendingar. Gjaldskrá er óbreytt, 10 krónur á kort, sama hvert sem er í heiminum.

28. nóvember 2019,

73,
Mathías Hagvaag, TF3MH,
QSL stjóri ÍRA.

Mathías Hagvaag TF3MH QSL stjóri TF QSL Bureau við QSL kassa kortastofunnar í Skeljanesi. Hægra megin við hann má sjá sérstakan kassa þar sem félagsmenn setja kort til útsendingar. Vinstra megin við QSL kassann (sést ekki á mynd) eru bakkar á veggnum með skilagreinum og árituðum umslögum sem eru afhent frítt til félagsmanna. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA verður í boði fimmtudaginn 28. nóvember kl. 20:30. Þá mætir Kristinn Andersen TF3KX í Skeljanes með erindið „QRP afl, heimasmíði og notkun QRP senda“.

Hin síðari ár hefur framboð á QRP stöðvum fyrir radíóamatöra aukist með hverju árinu. Í boði eru í dag, hvorutveggja gott úrval af samsettum og ósamsettum tækjum við hagstæðu verði. Tilkoma stafrænna tegunda útgeislunar hefur mikið aukið vinsældir QRP, sem og framboð á ódýrum stöðvum og búnaði frá Kína.

Kristinn mun ræða um QRP afl, samspil QRP afls og tíðna og um mikilvægi góðra loftneta og m.a. skýra frá eigin reynslu af notkun færanlegra QRP stöðva innanlands og erlendis.

Þetta er áhugavert efni og eru félagsmenn hvattir til að mæta tímanlega. Góðar kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

Á myndinni heldur Kristinn á eigin QRP tækjum sem hann keypti ósamsett frá Elecraft. Efri stöðin er Elecraft K1; tveggja banda CW stöð, sendiafl: 0.1-5W. Hægt er að velja tvö bönd, þ.e. á 80, 40, 30, 20, 17 og 15M. Neðri stöðin er Elecraft 2; SSB/CW stöð á 80-10M (hægt er að bæta við 160M). Sendiafl: 0.1-15W. LJósmynd: Jón Svavarsson TF3JON.