,

SYLRA fundur í september 2017

Velkomin á SYLRA-fund í Kungsbacka, Svíþjóð dagana 8. til 17. september 2017.
Við heimsækjum  Onsala Space Observatory OSO og fáum að vita hvað örbylgjur utan úr geimi geta sagt okkur.
Á öðrum degi heimsækjum við langbylgju sendistöðina Grimeton sem byggð var á þriðja áratug síðustu aldar og er ennþá í góðu lagi sjá: www.grimeton.org. Og áfram höldum við og lærum miklu meira.
Opið er fyrir skráningu á SYLRA 2017.
Vonumst til að sjá ykkur, Anita SM6FXW and Solveig SM6KAT

,

Létt yfir Radíóhaukum í Skeljanesi í gærkvöldi

TF1GW, TF3MH, TF3GB, TF3DC og Villi

TF3DT og TF3VS

Villi og TF3ID

Villi var virkur á 300/27 metrum hér á árum áður, eitt af loftnetunum hans var 4 staka Quad sem ætlunin var að fara með upp á Snæfellsjökul. Villi ætlar að koma á námskeið í haust og er þegar byrjaður að læra fyrir prófið. Villi hefur mikinn áhuga á 2 og 0,7 metrunum og jafnvel enn hærri böndum ef þar verður einhver virkni.

,

Leyfi fyrir 5260-5410 kHz framlengt til áramóta

Með bréfi 2014120011 dags 2.12.2014 heimilaði PFS radíóáhugamönnum tímabundna notkun tíðnisviðsins 5260-5410 kHz út árið 2016. Heimildin var síðan framlengd til 1.5.2017.  25 radíóáhugamenn hafa sótt um slíka heimild og fengið. Heimildin hefur nú verið framlengd til 31.12.2017 á meðan framhaldið er skoðað.

,

SOTA og fleira á fimmtudagskvöld í Skeljanesi

Skeljanes opnar klukkan 20 með ilmandi kaffi og meðlæti núna á fimmtudagskvöldi  11. maí, að kveldi lokadags vertíðar.

“á árum áður þá var oft mikill slagur dagana fyrir Lokadaginn og var oft barist fram á síðasta dag um að verða aflahæstur.  þá var iðulega miðað við netin enda voru þá netaveiðarnar mun meiri enn eru í dag,..”

…en í Skeljanesi ætlar Einar, TF3EK að halda áfram þar sem fyrr var horfið í vetur á SOTA-kvöldi og fjallar um:

Reglur sem gilda um virkjun tinda.

Aðlögun fyrir endafædd hálfbylgjuloftnet

Uppsetning á fíberstöng fyrir portable loftnet, stög og hnútar.

……úti ef veður leyfir.

Rafhlöður

DX á 20 metrum

Portable jt65, tölva skilyrði og aflþörf.

http://www.sotawatch.org/ og sotalite

loggar og http://www.sotadata.org.uk/

 

Myndirnar eru frá ferð TF3EK á Trönu

,

TF8FH er látin

Í dag fylgjum við góðri vinkonu og radíóamatör til grafar. Blessuð sé minning Fríðu. Við vottum Haraldi Þórðarsyni, TF8HP, eftirlifandi eiginmanni Fríðu og fjölskyldu okkar samúð.

Málfríður Haraldsdóttir TF8FH tók amatörpróf 1977 og fékk kallmerkið TF3FHT.

T-leyfispróf var haldið í fyrsta skipti 9. júní 1977. En þetta próf er í samræmi við nýju reglugerðina frá l. jan. ’77. Alls stóðust fimm íslenzkar konur prófið. Eru þá íslenzkir kvenleyfishafar orðnir 6 með Sigrúnu,TF3YL. Er félaginu mikill fengur af þeim, og bjóðum við þær hjartanlega velkomnar í félagið.  – CQ TF 1978

,

Radíóáhugamannapróf

Radíóáhugamannapróf verður haldið á morgun 29. apríl kl. 10 í Háskólanum í Reykjavík. Prófið er í tveimur hlutum, tæknipróf og próf í reglugerð og viðskiptum.

Ennþá er opið fyrir skráningu í prófið og eru sérstaklega amatörar með N-leyfi hvattir til að koma og reyna við G-leyfið. Áhugasamir tilkynni sig á ira@ira.is, þátttakendur á nýloknu námskeiði hjá ÍRA þurfa ekki að endurtaka skráningu í próf.

stjórn ÍRA

Radíóamatörar taka próf og fá leyfi hjá yfirvöldum í hverju landi til þess að stunda amatörfjarskipti og hanna og smíða amatörfjarskiptabúnað. Amatörum er úthlutað alþjóðlegum kallmerkjum sem þeir auðkenna sig með í sínum fjarskiptum. Íslensk kallmerki hefjast á bókstöfunum TF.  Amatörradíó á sér fjölmargar hliðar. Radíóamatörar hafa víða komið við sögu í þróun fjarskiptatækninnar við hönnun og gerð senditækja, móttakara og loftneta. Sumir radíóamatörar státa af fjarskiptum kringum jarðkringluna með einföldum heimasmíðuðum tækjum og sáralitlu afli úr vasaljósarafhlöðum, meðan aðrir leggja metnað í að ná árangri í alþjóðlegum keppnum amatöra með kraftmiklum búnaði og öflugum loftnetum. Radíóamatörar hafa hannað og smíðað gervihnetti sem endurvarpa sendingum milli landa og enn aðrir nota yfirborð tunglsins til að spegla radíósendingum til fjarlægra heimshluta. Þekking radíóamatöra á tækni og nýtingu skilyrða í háloftunum til fjarskipta er ómetanleg auðlind og hefur oft skipt sköpum í neyðartilvikum þegar hefðbundin fjarskiptakerfi hafa brugðist. … úr CQ TF.

,

Opið hús í Skeljanesi í kvöld 20 – 22

sælir félagar,

opið verður í Skeljanesi í kvöld frá klukkan átta að venju. Kaffi á könnunni og meðlætið er kex, engar kleinur í kvöld. Núna á laugardag verður haldið próf fyrir verðandi radíóamatöra og ekki ólíklegt að einhver nemandi komi í heimsókn í kvöld og hafi margs að spyrja. Við tökum vel á móti honum og svörum spurningum og sýnum aðstöðuna og jafnvel förum í loftið á stöð félagsins.

,

Gleðilegt sumar radíóáhugamenn – lokað í kvöld í Skeljanesi en opið á laugardag frá klukkan 10 að morgni

,

Alþjóða Marconidagurinn er á laugardag

TF3IMD verður í loftinu frá Reykjavík, Skeljanesi laugardaginn 22. apríl frá klukkan 10 og er öllum boðið að koma og fylgjast með TF3VS á lyklinum/hljóðnemanum/lyklaborðinu.

Marconi fæddist 25. apríl 1874 og er minnst á hverju ári um þá helgi sem er næst afmælisdegi hans.

Markmiðið fyrir radíóamatöra um allan heim er að ná sambandi við sem flestar skráðar Marconistöðvar frá miðnætti til miðnættis á laugardeginum 22. apríl.

Listi yfir skráðar Marconistöðvar.

,

Opið í Skeljanesi að kvöldi síðasta vetrardags – lokað á morgun

Í kvöld frá klukkan 19 til 22 verður Villi, TF3DX með kennslu í radíóbylgjuútbreiðslu fyrir verðandi radíóamatöra í Skeljanesi. Ykkur er öllum boðið að koma og hlusta á Villa segja frá leyndardómum radíóbylgnanna sem reyndar eru okkur að miklu leyti óþekktir ennþá en hver veit kannski lumar einhver ykkar á sannleikanum?

Í gærkvöldi fór Villi yfir loftnetafræðin og vöknuðu margar spurningar sem kannski verður að einhverju leyti svarað í kvöld.

Kaffi og kex í boði ÍRA