,

Neyðarfjarskipti vegna Haiti

Tilkynning barst í dag frá Greg Mossop, neyðarfjarskiptastjóra IARU svæði 1:
Neyðarfjarskiptatíðnirnar sem losaðar voru vegna jarðskjálftanna á Haiti eru nú lausar til venjulegra nota og amatörar eru hvattir til að viðhafa alltaf góða amatörsiði þegar sent er út. Sérstök aðgát skal höfð nálægt þessum tíðnum, hlusta vel áður en sent er og hætta sendingu ef neyðarfjarskiptaumferð heyrist í loftinu.
Tíðnirnar eru: 14,300 MHz – 14,265 MHz – 7,045 MHz – 7,065 MHz – 7,265 MHz – 3,720 MHz – 3,977 MHz
73 de TF3JA

,

Morsútsending í kvöld seinkar

Smá töf verður á að útsending byrji í kvöld af óviðráðanlegum ástæðum.

73

Guðmundur og Jón Þóroddur

,

STEPPIR loftnet félagsins féll niður

SteppIR loftnet félagsins féll niður lítið skemmdur.  Það voru pústklemmur sem gáfu sig við boom to mast.  Nokkuð hvassviðri gekk yfir í nótt sem leið og er ljóst að festingar hafa verið orðnar lúnar. Jón Gunnar, TF3PPN, Benedikt TF3CY, Ársæll TF3AO, Sveinn TF3SNN, ásamt TF3SG voru komnir strax á stað  til að bjarga betinu og unnu frábært starf ásamt undirrituðum. Bestu þakkir

73

GS, TF3SG

,

Nýtt erindi Í.R.A. til Póst- og fjarskiptastofnunar.

Stjórn Í.R.A. hefur sent erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar með ósk um aðgang íslenskra leyfishafa að tíðnum á bilinu 1850-1900 kHz í alþjóðlegum keppnum radíóamatöra.

Sótt er um tímabundna heimild til eins árs (2010). PFS hefur áður veitt tímabundnar heimildir af þessu tagi, þ.e. fyrir árið 2007 annarsvegar og árið 2008 hinsvegar.

Meginforsenda umsóknarinnar er að takmarkað tíðnisvið radíóamatöra hérlendis gerir erfitt um vik í keppni við radíóamatöra í öðrum löndum.

Stjórn Í.R.A. gerir sér væntingar um jákvæð viðbrögð stofnunarinnar.

TF2JB

,

Eggert Steinsen, TF3AS, er látinn.

Eggert Steinsen, TF3AS, hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað, RST 000.

Undirrituðum bárust þessi tíðindi frá Stefáni Þórhallssyni, TF3S, nú í kvöld.

Eggert var á 85. aldursári, leyfishafi nr. 22 og heiðursfélagi í Í.R.A.

Um leið og við minnumst Eggerts með þökk og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur.

Fyrir hönd stjórnar,

Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður.

,

Erindi Í.R.A. til Póst- og fjarskiptastofnunar.

Stjórn Í.R.A. hefur sent erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar með ósk um aðgang íslenskra leyfishafa að þremur nýjum böndum, þ.e. að 500 kHz, 5 MHz og 70 MHz.

Undanfarin misseri hefur töluvert hefur verið um úthlutun aukinna tíðniheimilda til radíóamatöra í nágrannalöndunum m.a. í þessum tíðnisviðum. Sem dæmi, þá eru radíóamatörar á öðrum Norðurlöndum, þ.e. í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi allir komnir með heimildir í 70 MHz tíðnisviðinu.

Stjórn Í.R.A. gerir sér væntingar um jákvæð viðbrögð PFS við erindi félagsins.

,

Sunnudagsopnun 17 janúar

Nú á sunnudag verður félagsaðstaðan opin frá kl. 9 til 12.  Það verður heitt kaffi á könnuni og nýbakað vínabrauð.  Þema dagsins eru loftnetshugmyndir og þáttaka í keppnum.  Er hægt að koma upp loftneti og taka þátt í næsta CQ WW 160m á CW 29 til 31 janúar n.k.?

73

Guðmundur, TF3SG

,

Neyðarfjarskiptaumferð á 20, 40 og 80 metrunum

Radíóamatörar um allan heim eru beðnir um að taka tillit til neyðarfjarskiptaumferðar á tíðnunum 14245, 14300, 7045 og 3720 kHz í dag og næstu daga. Þetta er vegna jarðskjálftanna á Haiti. Sjá nánar meðfylgjandi upplýsingar:

“Amateur Radio operators should be made aware that emergency traffic pertaining to the Haitian earthquake is expected on 14265 kHz. CO2KK, Arnie, the IARU Region II Area C Emergency Coordinator, has organized nets on 7045 and 3720 kHz. As of 0245Z today no HH stations had checked in. Additional frequencies may be activated on different bands at different times of day, so be sure to listen carefully before transmitting to make sure you are not interfering with emergency traffic.

Late yesterday a 7.0 magnitude earthquake hit Haiti (HH), which has since been followed by more than a dozen aftershocks. HH2/HB9AMO, Pierre, is OK and was located about 140 km north of Port-au-Prince in Cap Haitien. He is there working for the United Nations World Food Program. Later today Pierre will be traveling to the capital. Communications in and out of Haiti have been largely cut. No word has been received as of yet from any of the national HH Amateur Radio operators”.

TF2JB

Comment frá TF3Y

Það er fróðleg umfjöllun á vef CNN um amatörfjarskipti á Haiti í kjölfar náttúruhamfaranna hér .

 Comment frá TF3JA

og á http://www.arrl.org/arrlletter/?issue=2010-01-21

,

Amatörpróf 23. janúar næstkomandi

Laugardaginn 23. janúar næstkomandi er fyrirhugað að halda amatörpróf fyrir þá sem vilja öðlast réttindi sem amatörar eða auka réttindi sýn (úr N leyfi í G leyfi).

Raf- og radíótækniprófið verður haldið í Flensborgarskóla (gengið inn norðanmeginn, sjá hér ) kl. 10:00 um morguninn og prófið í lögum og reglugerð ásamt viðskiptaháttum kl. 12:00.

Þeir sem ekki sitja námskeiðið sem nú er í gangi til undirbúnings en hafa hug á að þreyta próf eru beðnir um að láta Hrafnkel TF3HR vita (he@klaki.net).

 TF3HR
,

TF3RPC QRV á ný á 145.775 MHz…

TF3RPC er kominn í loftið á ný – reiðubúinn til þjónustu! Endurvarpinn hefur jafnframt fengið nýja tíðni sem er 25 kHz ofar í bandinu heldur en sú eldri. Nýja tíðnin er: 145.775 MHz (eldri tíðni var 145.750 MHz).

Nýja tíðnin var í hlustun allan desembermánuð fram í byrjun þessa mánaðar. Síðan hefur stöðin verið prufukeyrð í sendingu á nýju tíðninni að undaförnu. Niðurstöður lofa mjög góðu. Engu að síður verður að líta á næstu 3 mánuði sem reynslutímabil og eru menn hvattir til að nota endurvarpann svo og að muna eftir að endurforrita stöðvar sínar (og leitara) með nýju tíðninni: 145.775 MHz.

Endurvarpsstöðin er af gerðinni Kenwood TKR-750 og var hún til viðgerðar hjá Sigurði Harðarsyni, TF3WS. Stjórn Í.R.A. þakkar Sigurði vel unnið verk.

 TF2JB
,

Úrslit fyrir TF stöðvar í SSB hluta CQ WPX 2009

Úrslitin í SSB hluta CQ WPX keppninnar 2009 hafa verið gerð opinber. Alls skiluðu sjö íslenskar stöðar inn radíódagbókum til keppnisstjórnar.

Bestum heildarárangri TF-stöðva náði Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA, eða 1,088,472 punktum. Hann keppti í einmenningsflokki á 14 MHz (hámarks útgangsafl). Jón hafði alls 1336 QSO og 616 forskeyti (e. prefixes). Sigurður Jakobsson, TF3CW, náði næst bestum heildarárangri, eða 853,440 punktum. Hann keppti í einmenningsflokki á öllum böndum (hámarks útgangsafl). Sigurður hafði alls 941 QSO og 480 forskeyti. Andrés Þórarinsson, TF3AM, náði þriðja besta árangri, eða 100,188 punktum. Hann keppti í einmenningsflokki á öllum böndum (hámarks útgangsafl). Andrés hafði alls 342 QSO og 242 forskeyti.

,

Morssendingar halda áfram

Fyrstu morsútsendingar á nýju ári hefjast 7 janúar kl. 19.00 og það er Jón Þóroddur, TF3JA sem heldur ótrauður áfram því starfi sem hófst seinni part síðasta árs.  Sendingar verða á 3710 KHz. Nánar verður sagt frá morskennslu ÍRA seinna.

73

Guðmundur, TF3SG