, ,

Rafræn dagbók fyrir útleika um næstu helgi

Eitt af markmiðum við endurskoðun á reglum um TF útileika, var að gera rafræn skil og úrvinnslu á radíó dagbókum auðveldari. Nú verður hægt að skrá dagbókina inn jafnóðum og jafnframt fylgjast með stöðu annara þáttakenda. Vinnan við verkfærin er það langt komin að hægt er að sjá formið á færslum og stigaútreikning hér.

Viðmót radídagbókar fyrir TF útileika 2017.

, ,

SOTA, TF15MOOT og IOTA um helgina

TF3GD og TF3DX verða á 145.500 FM og 14.034 CW í Hrafntinnuskeri um hádegisbil í dag sunnudaginn 30. júlí.

Vonumst vera Hrafntinnuskeri hádegisbil, 3GD m. gott loftn. 145.500,  3DX CW 14.034 +/– QRM.

73, Villi       Sent úr Samsung-spjaldi

TF15MOOT er í loftinu á 14.289 SSB.

,

TF15MOOT á Úlfljótsvatni fram yfir verslunarmannahelgi.

Árni Freyr Rúnarsson skrifar á fésbók:

Hæ, eins og flestir hér vita þá er stórt alþjóðlegt skátamót, World Scout Moot, hafið á Úlfljótsvatni. Við verðum í loftinu alveg fram yfir verslunarmannahelgi á kallmerkinu TF15MOOT. Við verðum á skátatíðnunum og eru þær gefnar upp í meðfylgjandi skjali http://www.arrl.org/files/file/2010%20Jota%20info.pdf.

73s TF15MOOT

, ,

RSGB IOTA (Islands on the air) 2017 fer fram um næstu helgi

Frá hádegi á laugardag 29/7 til hádegis á sunnudag 30/7.  IOTA númer eru margfaldarar:

ICELAND

EU-021 TF – Ísland er landið +

EU-168 TF – (Coastal islands not qualifying for other groups). ICELAND’S COASTAL ISLANDS (=Aedey, Akureyjar, Andey, Arney, Bildsey, Bjarnarey, Bjarneyjar, Brokey, Drangey, Eldey, Eldeyjardrangur, Ellidaey, Engey, Fagurey, Flatey [x2], Fremri Langey, Grimsey [x2], Hergilsey, Hlada, Holey, Hrappsey, Hrisey, Hrollaugseyjar, Hvallatur, Klofningur, Langey, Malmey, Manareyjar, Olafseyjar, Oxney, Papey, Raudseyjar, Seley, Skaleyjar, Skrudur, Sudurlond, Svefneyjar, Svidnur, Tvisker, Videy, Vigur [x2]) (Note: not EU-071 counters)

EU-071 TF7 – Read more

,

Gerum TF-vita áberandi um vitahelgina!!

Kæru félagar.  ÍRA óskar eftir áhugasömum félagsmönnum til að taka að sér að koma vitum í loftið um vitahelgina á vegum félagsins. Vitahelgin er í ágúst næstkomandi, helgina 19. og 20. Viðkomandi velja vita, útvega tilheyrandi leyfi, sjá um skráningu á https://illw.net og sjá um starfsemi við vitann. Fyrirkomulag er nokkuð frjálst en félagið getur aðstoðað með t.d. lán á búnaði, kallmerki ofl.

Einn viti er þegar skráður TF1IRA Knarrarósviti, vel gert!

Áhugasamir, endilega hafið samband við ira@ira.is, eða undirritaðan hrafnk@gmail.com eða 860 0110.

Hrafnkell de TF8KY

,

Útileikar um verslunarmannahelgina

TF útileikarnir eru haldnir um verslunarmannahelgina ár hvert á vegum ÍRA Þeir voru fyrst haldnir árið 1979. Tilgangur útileikanna er að örva áhuga og hæfni íslenskra radíóamatöra, einkum hvað varðar notkun færanlegra stöðva og eflingu fjarskipta frá þeim innanlands. Jafnframt, er hugmyndin að leikarnir geti verið mönnum til nokkurrar ánægju við sameiningu útivistar og amatörradíós.
Aðalþátttökutímabil
laugardag kl 1700-1900
sunnudag kl 0900-1200
sunnudag kl 2100-2400
mánudag kl 0800-1000
Þó má hafa samband hvenær sem er um verslunarmannahelgina, enda fari heildar þátttökutími hverrar stöðvar ekki yfir 9 klst. miðað við höfð QSO.
Samband við sömu stöð á sama bandi telst gilt svo fremi að a.m.k. 8 klst. séu liðnar frá fyrra sambandi. Þrjú sambönd er hámarks fjöldi sambanda við sömu stöð á sama bandi, samanber þó að 40/30/20/17/15/12/10 metrar reiknast sem eitt band.

TF3EK lagði fram tillögu að breyttum reglum fyrir Útileikana og eru allir radíóáhugamenn hvattir til að skoða gildandi reglur og tillögu Einars. Stjórn ÍRA hefur ekki ennþá tekið ákvörðun um breytingar en allar breytingar ef einhverjar verða tilkynntar hér á heimasíðu félagsins og sendar á irapóstinn.

VHF útileikar voru haldnir fyrstu helgina í júlí og tókust mjög vel, margt má af þeim atburði læra.

fh stjórnar ÍRA 73 de TF3JA

,

6. júlí í Skeljanesi

TF3EK fór yfir sína tillögu að nýjum reglum fyrir Útileikana og ekki var að heyra annað en að allir viðstaddir um 20 radíóamatörar væru sáttir við tillöguna. Einar sendi sína tillögu til allra sem eru á póstlista ÍRA og eru radíóamatöra hvattir til að kynna sér tillögurnar sem svipar mikið til reglna um VHF leikana sem haldnir voru um síðustu helgi og tókust mjög vel.

Þrír úr Vogunum, TF8KY, TF8TY og TF8PB. Fjöldi amatöra í Vogunum tvöfaldaðist í vetur þegar tveir nýjir TF8TY og TF8HA

TF8TY, TF8KY og TF3JA

,

Annað kvöld 6. júlí verður opið frá 20 – 22 í Skeljanesi

Annað kvöld ætla þeir TF3WZ og TF3EK að ræða um amatöráhugamálið í Skeljanesi. Ölvir, TF3WZ ætlar að byrja og segja frá því hvernig hann kynntist áhugamálinu og hvernig hann hefur stundað það. Síðan ætlar Einar, TF3EK að segja frá Útileikum radíóamatöra sem haldnir eru um verslunarmannahelgina. Einar ætlar að kynna tillögu að breyttum reglum fyrir Útileikana, tillaga Einars fer hér á eftir,

Drög að nýjum reglum fyrir TF-útileika
TF3EK
3. júlí 2017
TF-útileikar eru haldnir um verslunarmannahelgi. Markmið leikanna er m.a. auka færni amatöra í fjarskiptum innanlands, og auka við þekkingu á útbreiðslu á MF og HF bylgjum milli staða á Íslandi. Radíóamatörar sem staddir eru á Íslandi geta tekið þátt.
Hafa má sambönd á 4 böndum: 160 m, 80 m, 60 m og 40 m. Sambönd á hærri tíðnum teljast eins og sambönd á 40 m. Athugið að sækja má til pfs.is um auknar heimildir á 60 m bandinu.
Tímabil:
17-19 laugardag
09-12 sunnudag
21-24 sunnudag
08-10 mánudag
Þó má hafa samband hvenær sem er um verslunarmannahelgina, enda fari heildar þátttökutími hverrar stöðvar ekki yfir 9 klst. miðað við höfð QSO. Sé stöð opnuð og samband haft, telst tíminn minnst 30 mínútur, jafnvel þótt aðeins sé um eitt samband að ræða. Hver byrjaður hálftími til viðbótar reiknast 30 mín. Samband við sömu stöð á sama bandi telst gilt svo fremi að a.m.k. 8 klst. séu liðnar frá fyrra sambandi. Þrjú sambönd er hámarks fjöldi sambanda við sömu stöð á sama bandi.
Upplýsingar sem skipst er á eru QSO númer og staðsetning, QTH. QTH er gefið sem 6 stafa Maidenhead locator, t.d. HP94bc ( sjá t.d. http://www.arrl.org/grid-squares ) Stigafjöldi fyrir hvert samband fer eftir staðsetningu í reitum sem skilgreindir eru með 4 stafa Maidenhead locator, t.d. HP94. Tvö stig fást fyrir sambönd innan sama reits, fyrir sambönd milli reita bætist við samanlagður mismunur á numerum reita norður og austur, þannig gefur samband milli HP83 og HP94 4 stig en samband milli HP94 og IP04 3 stig. Einn margfaldari, sem fer eftir földa reita sem sent er frá, er notaður til að reikna endanlegan stigafjölda. Margfaldarinn er 3 ef öll sambönd eru frá sama reit, ef sent er frá fleiri reitum bætist eitt sig við fyrir hvern reit, þó verður margaldarinn ekki hærri en 6.
Loggar innihalda dagsetningu, tíma, tíðni (kHz), kallmerki, QSO sent, QTH sent, QSO móttekið og
QTH móttekið.
Loggum er skilað með því að fylla út eyðublað á vefsíðunni utileikar.ira.is. Frestur til að ganga frá
loggum rennur út á miðnætti næsta mánudag eftir verslunarmannahelgi.
Stjórn IRA, eða aðili sem hún tilnefnir, sker úr um vafaatriði varðandi túlkun á þessum reglum.

,

Fimmtudagskvöld allra radíóáhugamanna í Skeljanesi 6. júlí

Öllum radíóáhugamönnum er boðið að koma á fimmtudagskvöld 6. júlí í Skeljanes klukkan 20. Nýir leyfishafar undanfarinna ára eru sérstaklega hvattir til að koma og hlusta á nokkra reynda radíóamatöra segja frá sínum radíóævintýrum.

VHF leikarnir tókust vel um helgina eins og lesa má á fésbókarsíðum, við erum öll þakklát fyrir að hafa innan okkar raða eldhuga eins og TF3GL sem hóf þessa leika fyrir mörgum árum og síðan ekki síður TF8KY sem ásamt TF8TY smíðaði nýja heimasíðu fyrir leikana þar sem keppendur færa inn sín afrek í rauntíma.

Upplifun amatörs

,

TF VHF-leikarnir nálgast

7 staka Yagi loftnetið frá M2 af gerðinni 2M7 fyrir 144 MHz hefur 10,3 dB ávinning (yfir tvípól) vegur aðeins 1,8 kg og er dæmi um meðfærilegt loftnet fyrir VHF-leikana.

Um aðra helgi, föstudag til sunnudags 6.-8. júlí, verða TF VHF-leikarnir haldnir fyrsta sinni.

Líkt og TF-útileikarnir eru VHF-leikarnir fyrst og fremst leikar en ekki keppni, og reyna á útsjónarsemi manna við að ná samböndum á VHF. Heimilt er að nota hvers kyns hjálp við að “koma á” samböndunum – á 3637 kHz eða jafnvel GSM! – en samböndin sjálf verða að vera án notkunar virkra endurvarpa og ekki “crossband”…og þar með eru tæknilegar takmarkanir nánast upptaldar!

“Keppniselementið” fæst með því að ná sem lengst, enda stig gefin samkvæmt reikniformúlunni kílómetrar í öðru veldi. Einnig geta þeir sem eru útbúnir á fleiri böndum talið stig á hverju heimiluðu bandi, og þeir sem klífa fjöll, finna góð brot eða eru með öflug loftnet geta vænst lengri sambanda og þar með fleiri stiga. Svo hjálpar auðvitað að nota CW og SSB, umfram FM einvörðungu.

Aðalþátttökutímabilin eru kl 9-12 bæði kvölds og morgna fös-lau-sun og gefin eru stig fyrir allt að 6 sambönd við sömu stöð á sama bandi (þ.e. 6 stigahæstu samböndin telja), en 6 tímar verða að líða á milli. Það ber að undirstrika að þetta eru ekki takmarkanir á samböndunum sjálfum, heldur á stigagjöfinni. Það er um að gera að koma eins mörgum samböndum í logginn og hver vill. Hver veit nema það verði gefin þátttökuverðlaun?!

Þar sem við rennum frekar blint í sjóinn með þátttöku, auk þess sem vera kann að reglurnar þurfi að fínslípa eftir fyrstu leikana, verður sett upp skjal á vefnum þar sem þátttakendur geta gefið hver öðrum innsýn í sín plön eftir því sem hver vill. Meira um það síðar.

Í millitíðinni bendi ég á vefsíðu leikanna, http://www.ira.is/vhf-leikar/

73, Gummi TF3GL.

,

26. júní 1905 barst fyrsta loftskeytið til Íslands

… móttökustöðin var við Rauðará.

Orðrómur komst á kreik um að eitt skeytið hefði borist upp á Mýrar og verið nærri búið að drepa þar mann

Í bókinni Nýjustu fréttir! segir Guðjón Friðriksson að Jón Ólafsson hafi hleypt af stað þessu fréttastríði á fyrstu árum tuttugustu aldarinnar og það hafi verið undanfari þess að loftskeytastöð var sett upp við Rauðará í júní 1905 og komu ritsímans ári seinna. “Þetta tvennt olli byltingu í samskiptum Íslands við umheiminn og íslenskri blaðamennsku.”

Loftskeytin ollu umróti og heilabrotum!

“Margir Íslendingar trúðu ekki sínum eigin augum er þeir lásu um atburði sem áttu að hafa gerst daginn áður, jafnvel í Varsjá eða austur við Odessa. Einn maður fullyrti að fréttirnar, sem skeytin fluttu, mundu hafa komið með skipi til Hafnarfjarðar nóttina áður og því væri logið til að þau hefðu borist í loftinu frá Englandi. Annar sagði að ef skip yrðu í leið fyrir skeytunum hingað mundu þau lenda á þeim og komast ekki lengra. Lífsháski gat orðið af þeim ef eitthvað kvikt yrði á vegi þeirra. Orðrómur komst á kreik um að eitt skeytið hefði borist upp á Mýrar og verið nærri búið að drepa þar mann.”

Haustið 1906 var ritsíminn til útlanda opnaður og símasamband komst á milli Reykjavíkur og Seyðisfjarðar og Marconi-stöðinni var lokað.

Marconi-loftskeytin bárust frá Poldhu í Cornwall á Englandi og réðu Íslendingar engu um, hvað þaðan barst, auk þess sem Rauðarárstöðin var eingöngu móttökustöð. Með tilkomu ritsímans gátu menn hins vegar “talað saman” með því að skiptast á skeytum og það voru Íslendingar sem sendu fréttaskeytin frá útlöndum.

En ritsímaskeytin kostuðu sitt. Guðjón A. Friðriksson segir, að líklega hafi Marconi-skeytin verið ódýr eða jafnvel ókeypis, en fyrir ritsímaskeytin þurfti að greiða fullt verð.

Íslenzku blöðin höfðu ekki efni til þess að vera í stöðugu símskeytasambandi við útlönd og stofnuðu því til tveggja blaðskeytasamlaga.

Blaðskeytabandalagið var stofnað 4. október 1906

Ritsíminn

Símamerki með fálkamerki

Fyrsti íslenski ráðherrann, Hannes Hafstein , reyndist framtakssamari í flestum efnum en dönsku stjórnvöldin höfðu verið. Hann var áhugsamur um verklegar umbætur og beitti sér fyrir því strax eftir að hann tók við embætti að ritsími yrði lagður til landsins. Gerði hann að fengu samþykki Alþingis um það samning við danskt símafélag að lagður yrði sæstrengur til Seyðisfjarðar, en þaðan landlína um Akureyri til Reykjavíkur. Komst á ritsímasamband tveimur árum seinna, 1906. Lagning ritsímans var gífurlega kostnaðarsöm fyrir landssjóð, enda unnu við verkið nær 300 manns, 220 Norðmenn, 18 Danir og 60 Íslendingar. En ábatinn varð líka mikill.

Gamall sími

Sælínan greiddi mjög fyrir viðskiptum Íslendinga við útlönd og varð m.a. til þess að innlend heildverslun leysti á fáum árum hina dönsku af hólmi. Þá varð auðveldara en áður að selja íslenskar afurðir til útlanda.

Fréttir af viðburðum utan landsteinanna bárust nú samdægurs í stað þess að margar vikur eða mánuðir liðu frá stóratburðum utanlands þar til Íslendingar höfðu um þá vitneskju. Landlínan varð ekki síður lyftistöng atvinnulífinu en hún kom á sambandi milli fjarlægra landshluta til mikils gagns fyrir viðskipti og framkvæmdir.

,

Bakkinn 2017

Amatörar á Íslandi héldu sína sumarhátíð á Eyrabakka í gær í frábæru veðri. Hátíðin fer senn að geta talist árlegur viðburður og radíóamatörar Íslands geta merkt síðustu helgina í júní Bakkinn á sitt dagatal

Myndir frá hátíðinni, myndasmiðir TF3ARI og TF2MSN

TF3ML stendur við borðsendann og er eflaust að segja frá samböndum sínum á 6 metrunum sem hann hefur haft flest frá Eyrarbakka

Loftnetið 2 greiður fyrir 6 og 4 metrana trónir yfir Bakkanum, klukkan að nálgast miðnætti og lognið fullkomið

glatt á Bakka í sólinni

Feðgarnir TF8TY og TF8KY voru brosmildir á Bakkanum

Hátíðinni lauk með brennu á Bakkanum þar sem radíóamatörar brenndu burtu allar syndir ársins að hætti sannra víkinga og ekkert nema gleðin tók völdin