,

Varist að trufla neyðartíðnir radíóamatöra

Miklar hamfarir eiga sér stað nú í Karabíska hafinu og Mexíó og IARU beinir því til okkar radíóamatöra að forðast að trufla þær tíðnir sem eru í notkun við hjálparstörfin.

tíðnir í Mexíkó:

20m 14.120 kHz
40m 7.060 kHz
80m 3.690 kHz

14.325 kHz er notað í samskiptum við “USA Hurricane Watch Net”.

Ýmsir Winlink hnútar geta líka verið í notkun vegna hamfaranna.

Ábendingin frá TF3SUT um að varast tíðnir sem eru í notkun vegna náttúruhamfaranna í Karabískahafinu og suðurríkjum USA er enn í fullu gildi.

Púertó Ríkó:

3.803, 3.808, 7.188 kHz. Radíóamatörar í Púertó Ríkó hafa líka samskifti við HWN, fellibyljavöktun Karabíska hafsins á 7.268 og 14.325 kHz.

Kúba:

Að degi til, 7.110 kHz og 7.120 kHz til vara, Svæðisnet er á 7.045, 7.080 kHz og á öðrum lægri tíðnum eftir þörfum. Á nóttunni, 3.740 kHz og 3.720 kHz til vara og á öðrum lægri tíðnum eftir þörfum.

Dóminíkanska lýðveldið:

3.873 kHz og 3.815 kHz til vara, 7.182 kHz og 7.255 kHz til vara, 14.330 kHz, 21.360 kHz, 28.330 kHz.

73 de TF3JA

,

Kaffi á könnunni í Skeljanesi frá 20 -22

Vetrardagskrá félagsins hefst fyrir alvöru 28. september með kynningu TF3ML sem hann kallar:

Lífið fyrir ofan 50 MHz.

Félagið ætlar að halda námskeið fyrir verðandi radíóamatöra í október og fram í nóvember, nánari tilhögun verður kynnt síðar. Þeir sem hafa áhuga á að sækja námskeiðið geta sent póst á ira@ira.is.

Kaffi á könnunni í kvöld og spjall um SAC keppnina sem er um aðra helgi.

,

YL radíóamatörar

,

Um 40 þúsund gestir heimsóttu nýafstaðna sýningu í Tókíó.

Opnun hinnar árlegu radíóamatörsýningar í Tókíó. sem haldin var um helgina 2. og 3. september. 39 þúsund gestir heimsóttu sýninguna eða um 2 þúsund fleiri en í fyrra.

Hápúnktar sýningarinnar voru margir eins og við var að búast og mikil barátta milli risanna á amatörtækjamarkaðinum kristallaðist á ýmsan hátt, Kenwood sýndi afmælisútgáfu af TS-590:

TRIO merkið prýddi 70 ára afmælisútgáfu TS-590… á sýningunni

ICOM státaði sig af:

Tækin IC-7610, ID-31PLUS, IC-R30, og frumgerð IC-9700 voru til sýnis á Icom básnum.

Bakhlið IC-9700 í spegilmynd sýnir ýmis tengi LAN, DATA, USB and REMOTE.

heimild: frétt á fbnews.jp höfundur Adam Farson VA7OJ/AB4OJ

Á YouTube eru ýmis myndskeið frá sýningunni:

ICOM

KENWOOD

YAESU básinn á sýningunni:

ALINCO

,

Varist að trufla neyðartíðnir radíóamatöra – áskorun frá TF3SUT

Fellibylurinn Irma ætlar að hæfa Mið-ameríku frekar hart. Verið vakandi fyrir eftirfarandi tíðnum:

Púertó Ríkó: 3.803, 3.808 og 7.188 kHz. Radíóamatörar í Púertó Ríkó hafa líka samskifti við HWN, fellibyljavöktun svæðisins á 7.268 og 14.325 kHz.
Kúba: Að degi til, 7.110 kHz og 7.120 kHz til vara. Svæðisnet er á  7.045, 7.080 kHz og á öðrum lægri tíðnum eftir þörfum. Á nóttunni 3.740 kHz í notkun og 3.720 kHz til vara og á öðrum lægri tíðnum eftir þörfum.
Dóminíkanska lýðveldið: 3.873 kHz og 3.815 kHz til vara, 7.182 kHz og 7.255 kHz til vara, 14.330 kHz, 21.360 kHz og 28.330 kHz.

…frétt frá TF3SUT , þýðing de TF3JA

HWN: Vöktun fellbylja

frétt af RÚV: Irma orðin „gríðarlega hættulegur“ fellibylur

IRMA

, ,

Opið hús í Skeljanesi í kvöld og IARU útiverudagur um helgina

Opið verður að venju í kvöld í Skeljanesi 20 – 22.

Um helgina er SSB-útiverudagur IARU með sérstakri áherslu á að kynna áhugamálið fyrir ungu fólki. Vísun á reglur og fésbókarsíðu.

SSB útiverudagur IARU varir frá klukkan 13:00 á laugardeginum til klukkan 12:59 á sunnudeginum. Stöð félagsins er til reiðu ef einhverjir vilja koma og fara í loftið.

,

TF3BM, Bjarni Magnússon er áttræður í dag.

Til hamingju með afmælið Bjarni Magg frá okkur öllum radíóáhugamönnum.

Bjarni Magg í hópi fyrrverandi starfsmanna Símans. Myndina tók Eiríkur Árnason.

,

EDR átti 90 ára afmæli 15. ágúst

EDR, danska radíóamatörfélagið er 90 ára um þessar mundir og býður til afmælisveislu í sínum höfuðstöðvum í Óðinsvéum núna á laugardag. Nokkur afmæliskallmerki voru virk á afmælisdeginum en á laugardag verður einungis afmæliskallmerkið QZ90HQ í loftinu.

Danskir radíóamatörar hafa leyfi til að nota kallmerkin OZ90EDR, OX90EDR og 5P90EDR á afmælisárinu.

Til hamingju danskir radíóamatörar.

, ,

Vitahelgin er framundan

Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum verða radíóamatörar í tveimur vitum á Íslandi um næstu helgi, Garðskagavita og Knararrósvita. Báðir vitarnir voru skráðir fyrir þó nokkru síðan til þáttöku. Á Garðskaga verður notað kallmerkið  TF8IRA og á Knarrarósi verður notað kallmerkið TF1IRA. Ef einhverjir fleiri ætla að virkja vita er velkomið að setja hér inn upplýsingar um það og eins líka væri áhugavert og gaman að fá frétt eftir helgina með myndum af því hvernig til tekst.

Hópar í báðum vitum bjóða öllum áhugasömum að koma og taka þátt eða bara til að spjalla yfir kaffibolla.

ÍRA getur aðstoðað með lán á búnaði og fleira, áhugasamir hafi samband við ira@ira.is, eða TF8KY í tölvupósti hrafnk@gmail.com eða síma 860 0110.

Við í stjórn ÍRA óskum báðum hópum góðs gengis á helginni og munum að hobbíið er eitt af því skemmtilegra sem hægt er að verja sínum frítima í og við erum að þessu til að hafa gaman af.

Garðskagaviti – mynd TF8VET

TF3AO skrifar á fésbók:

Sem fyrri ár mun Knarrarósviti verða með á Vitahelginni 2017 og kallmerkið verður: TF1IRA.
Það var líklega 1998 sem vitinn var með í fyrsta skipti og þá í fyrsta skipti sem íslenskur viti var virkjaður þessa helgi. Nokkrir þeirra sem byrjuðu á ævintýrinu hafa haldið tryggð við vitann og gera enn. Má nefna TF3AO, TF3GB og TF8HP sem og fleiri.
Hvetjum við áhugasama að hafa samband við Svan, TF3AB, óski þeir frekari upplýsinga.
Einhverjir okkar verða komnir á staðinn seinnipart föstudags, og fleiri bætast í hópinn á laugardegi.
Þegar er búið að skrá 414 vita, víðsvegar um heiminn.
73 de TF3AO

Knarrarósviti – ljósmynd TF3AO

,

ÍRA á afmæli í dag, félagið var stofnað í ágúst 1946

Í Útvarpstíðindum á árinu 1946, septemberblaði er grein um stofnun ÍRA og eftirtektarvert að 140 manns mættu á stofnfund og mánuði seinna var félagatalan farin að nálgast 200..

,

Mats, SM6EAN tók við formennsku í NRAU í gær.

SM6EAN, Mats Espling

Í lok NRAU fundar í Óðinsvéum í gær tók Mats, SM6EAN við formennsku í NRAU af Ivan, OZ7IS. Á myndinn heldur Mats á nýjum fundarhamri og bjöllu. Fyrir par árum síðan týndist fundarhamar NRAU líklega einhversstaðar í Noregi og þrátt fyrir miklar leitir hefur ekki fundist. Fráfarandi formaður Ivan, OZ7IS ákvað þess vegna að gefa NRAU fundarbjöllu sem var óspart notuð á nýafstöðnum NRAU fundi í Óðinsvéum til að kalla fundarmenn saman og ekki síður til að stöðva pískur milli fundarmanna inni á fundum. Mats hafði hinsvegar ákveðið að gefa NRAU nýjan fundarhamar eins og sjá má á myndinni og lofaði Mats að nota bæði bjöllu og hamar óspart á næsta fundi NRAU enda ekki vanþörf á.

SM6EAN tekur við af OZ7IS í lok NRAU fundar í höfuðstöðvum EDR í Óðinsvéum 2017.