ATH: Þetta er breyttur tími m.v. áður auglýst.  Nýr tími kl. 14:00 laugardag 24. mars.
Hvetjum Kringlukráar fundinn til að færa sig í þetta skipti í Skeljanes.
Hópur radíóamatöra sem hittist á hverjum laugardagseftirmiðdegi á Kringlukránni ákvað í dag að efna til páskaleika meðal radíóamatöra.
Í páskaleikunum verða 5 bönd undir,
80m, 6m, 2m, 4m, 70cm og 23cm og má nota hvaða mótun sem er.
Bara eitt QSO milli sömu stöðva er talið í hverjum sex klukkutíma glugga á hverju bandi alla páskana 31. mars og 1. apríl, páskadag.
Munið þetta er radíóleikur til að fá menn í loftið og til að hafa gaman af.  Aðal atriðið er ekki keppnin þó við teljum stig til að gera þetta enn skemmtilegra.  Markmiðið er að ná mönnum í loftið, að menn tali í talstöðina en ekki bara hlusti.  Við hvetjum nýja amatöra sérstaklega til að taka þátt.  Við höldum uppi gagnvirkri leikjasíðu sem við skráum samböndin á.  Síðan er í vinnslu en verður hér (smella hér) þar sem má sjá meiri upplýsingar.
Páskaegg ofl. í verðlaun fyrir fyrstu sætin.

Mynd TF3ARI í dag 10. mars 2018 á Keflavíkurflugvelli.

 .. minna ekki kúlurnar á páskaegg?

Það var okkur í stjórn ÍRA ánægja að mæla með Jónasi Bjarnasyni, TF3JB, í stöðu trúnaðarmanns viðurkenninga ARRL á Íslandi og við færum Guðlaugi K. Jónssyni, TF8GX fráfarandi trúnaðarmanni ARRL þakkir fyrir hans störf í okkar þágu. Gulli hefur einnig verið ötull starfsmaður á sýningum þar sem ARRL/IARU hefur verið með kynningarbás eins og á Ham Radio í Friedrichshafen á undanförnum árum.

fh stjórnar ÍRA de TF3JA

“Jónas Bjarnason,TF3JB, tók við sem trúnaðarmaður ARRL hér á landi þann 6. mars 2018 sem „Authorized DXCC Card Checker“. Auk DXCC, hefur hann heimild til að staðfesta QSL kort vegna umsókna um eftirtalin ARRL/IARU viðurkenningarskjöl:

WAS (Worked All States);
VUCC (VHF/UHF Century Club); og
WAC (IARU Worked All Continents).

Forveri Jónasar í embætti, var Guðlaugur Kristinn Jónsson, TF8GX, sem flytur búferlum erlendis á næstunni. Gulli sinnti verkefninu af heilindum, vandvirkni og nákvæmni í nær 10 ár og eru honum þökkuð frábær störf. Hann var skipaður til starfans í nóvember 2008.

– mynd TF3JB

Myndin er af DXCC viðurkenningarskjölum TF3IRA.”

.. segir Jónas, TF3JB í fésbókarfærslu í dag.

sælir félagar, opið í Skeljanesi í kvöld frá 20 – 22.

Kaffi á könnunni …

Amatörradíó hefur engar takmarkanir …

The HF Voyager Project – HF Voyager verkefnið

Jupiter Research Foundation Amateur Radio Club (JRFARC) byggði saman HF sendiviðtæki, KX-3 og fjarvaktaða fleytu, sjálfala sjávardróna. Markmiðið er að hafa í gangi amatörstöð sem velkist um öll heimsins höf og gerir amatörum kleyft að hafa sambönd við afskekkta staði á jörðinni.

“Styrktaraðili okkar, Jupiter Research Foundation (JRF), lánaði okkur bylgjubretti, öðru nafni fjarvaktaða fleytu og gaf okkur tæki til verkefnisins. Félagarnir í klúbbnum byggðu á brettið vatnsvarinn radíóbúnað með loftneti. Við notum bæði heimsmíðaðan og tilbúinn hugbúnað og tæki til að tryggja sjálfala rekstur um langan tíma.”

HF VOYAGER er á siglingu í Kyrrahafi

Vísun á upplýsingar um drónafleytuna HF-Voyager

LA samabnd við HF-Voyager á Kyrrahafi

LA9OFA hefur náð sambandi við fleytuna .. fjarlægðin frá honum til fleytunnar var þá um 9840 kíómetrar.

LA9OFA, Eirik á StraumsjÖen

sælir félagar, opið í Skeljanesi í kvöld frá 20 – 22.

Kaffi á könnunni og kaldar kleinur .. rabbað um heima og geima, af nógu er að taka, aðalfundur yfirvofandi og um helgina er HFAPRS.

Sjá: HFAPRS frétt og HFAPRS kynning

kaffi á könnunni og meðlæti.

Loftnetaspjall

úr myndasafni ÍRA, myndina tók TF3DC þegar rápstangir voru kynntar og prófaðar. Fleiri myndir sem Óskar, TF3DC, tók við sama tækifæri eru á http://www.ira.is/portfolio-item/rapstangir/. Myndin sýnir TF3KX brosandi nýbúinn að reisa 18 metra stöng og nokkrra amatöra koma aðvífandi til aðstoðar.

Innskráðir félagar í ÍRA geta lesið nýjustu amatörblöð Norðurlandanna hér á heimasíðunni. Komin eru tvö dönsk, tvo sænsk og eitt finnskt blað á þessu ári. Blöðin eru undir Félagið-Fréttablöð-Norðurlandablöð NRAU.

úr febrúarblaði OZ

Leyndardómur síunnar var leystur snarlega í gærkvöldi.

Ara, TF1A, sagðist svo frá: Þegar tíðnistilla á fjöltunnu síu sem stundum gengur undir nafninu duplexer eða stoppgegnhleypisía á íslensku er best að byrja á að stilla hverja tunnu fyrir sig. Eftir að búið er að tengja tunnurnar er sían fínstillt og síðan aftur eftir flutning.

TF1A, TF3MH

Leyndarmálið var hvaða hlutverki rörbútur með plaststöng ofarlega á hlið síunnar mundi hafa og í ljós kom að með því að draga plaststautinn inn og út breyttist tíðnibilið milli gegnhaupstíðnar og stopptíðnar. Þetta tíðnibil er venjulega 600 kHz á VHF amatörtíðnum.

Í fjögurratunnusíu eru tvær tunnur stilltar á gegnhlaup á móttökutíðni en stopp á senditíðni og öfugt á hinum tveimur. Gegnumdeyfinging reyndist vera um hálft desibel í hverri tunnu sem þýðir um desibel í hvorum armi, viðtöku og sendingu sem er mjög gott fyrir síur af þessari gerð. Samanlögð stoppdeyfing í hvorum armi reyndist vera um 66 dB sem er líka mjög gott.

Niðurstaðan var að þetta væri hágæðasía en sían kom frá endurvarpa sem Almannvarnir áttu fyrir mörgum, mörgum árum síðan á einhverju fjalli á Suðurlandi. Þá ráku Almannavarnir viðamikið viðvörunar VHF-kerfi í tíðnisviðinu 146 – 148 MHz á hættusvæðum Kötluhlaupa. Stefán Sæmundsson, TF3SE og Siggi Harðar, TF3WS sáu að mestu um uppsetningu og viðhald kerfisins og í fjarskiptamiðstöð Almannavarna voru nokkrir radíóamatörar kallaðir til ef hætta var á ferðum og á æfingar. Fjarskiptamiðstöðin var í kjallara lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu og gengu þær sögur að kjallararýmið væri kjarnorkusprengjuhelt. Haraldur Þórðarson, TF8Hp fyrrum formaður ÍRA var í forsvari fyrir miðstöðvarhóp amatöranna. Tengiliður í fjarskiptamiðstöð var Hafþór fyrrverandi yfirmaður hjá Landhelgisgæslu ríkisins. Þegar hætta var á ferðum var rýmimu lokað og innsiglað en þar var bæði nægur matarforði til vetrarsetu, svefnaðstaða og ekki skemmdi það fyrir að í starfslíði fjarskiftarýmisins voru nokkrar símastúlkur. Alla vega var það eftirsótt að vera kallaður til starfa í fjarskiftarýminu og ekki kvörtuðu menn yfir því að lokast þar inni í vetraróveðrum.

TF3HS, TF3EL, TF3JA og Þórhallur, þessi með heyrnartólin, starfsmaður Flugmálastjórnar fóru og settu upp fyrsta endurvarpa Almannavarna í Bláfjöll á miðjum áttunda áratug síðusta aldar.

Myndirnar hér á eftir voru teknar í Skeljanesi í gærkvöldi, 15. febrúar 2018.

FT8

TF3DC, TF1GW, TF3EK/P

TF8H

TF3T

TF3MH, TF2WIN, TF3PW, TF1A

TF3T, TF3AWS, TF3GB, TF3DT

TF3PW

FT8

Ari, TF1A, verður á opnu kvöldi í Skeljanesi og stillir sjaldgæfa síu sem á að nota við endurvarpa sem settur verður upp í Skeljanesi.

TF3OM var með skemmtilega kynningu á sínum amatörstöðvum, heimastöð í Garðabæ og sumarbústaðastöð austur í sveitum á opnu kvöldi í Skeljanesi.

Ágúst byrjaði á að segja okkur frá sínum fyrstu skrefum í amarörradíói. Hann tók prófið 1964, Morsepróf hjá Stefáni Arndal, TF3SA,  og tækni- og reglugerðarpróf hjá þeim Ríkharði Sumarliðasyni, TF3RS og Einari Vídalín en Jón Eiríksson Radíóeftirlitinu kom í heimsókn til Ágústar og tók út stöðina áður en hann fékk leyfið. Fyrstu árin voru samskiptin innan lands nánast eingöngu á 3505 kHz bæði mors og tal við þá TF3EA, TF5TP, TF6GI, TF3DX, TF3KB, TF3CJ og TF3IC. TF3IC, Garðar Gíslason tannlæknir, gerði við tennurnar í Ágústi í meira en hálfa öld eða allt þar til Garðar hætti sínu ævistarfi 75 ára gamall á síðasta ári. Garðar var mjög virkur radíóamatör á sjöunda áratug síðustu aldar bæði á HF og VHF. Hann hafði VHF sambönd beint til Reykjavíkur bæði úr Stykkishólmi og af Suðurlandinu. Hann fann meðal annars út að víða á veginum frá Selfossi niður að Eyrarbakka var/er gott samband á 2 metrum í bæinn.

Ágúst getur fjarstýrt báðum sínum stöðvum og á myndinni sést framhlið TS-480 sumarbústaðastöðvarinnar. Fyrir norðan var TF5AD, Arngrímur Jóhannsson, tilbúinn að hafa samband á 80 metrunum en sambandið var ekki gott. Arngrímur er með stöð á safninu á Akureyri sem hann opnaði ekki fyrir löngu síðan.

TF3OM að kenna nýamatörnum TF3AWS handtökin á hljóðnemanum.

Vísun á kynningu

Ágúst notar Remoterig búnað til að stýra stöðinni í sveitinni og þarf þá enga tölvu né annað stýriforrit. Remoterig búnaðurinn er tengdur beint við internetið á báðum endum og hann tekur framhlið stöðvarinnar með sér hvert í heim sem er eins og sést á myndinni hér fyrir ofan sem tekin var í Skeljanesi. Stöðin í Garðabænum er IC-7300 og til að fjarstýra er stöðin tengd við tölvu. Í fjarendann er tölva með stjórnhugbúnaði frá ICOM eins og sjá má betur í kynningunni. Aðspurður sagði Ágúst að morssendingar virki vel frá fjarendum enda sé hugbúnaðurinn með tímastýringu og pakkaröðun sem að vísu seinki sendingu og móttöku en ekki meira en svo að það kemur ekki að sök.

Hann Gústi, TF3OM, ætlar að koma til okkar í kvöld og spjalla við okkur um amatösstöðvarnar sínar og sitthvað fleira varðandi amatörradíó. Tilvalið að spyrja Gústa um hvaðeina varðandi radíó, skilyrðin og áhrif sólarinnar. Gústi setti upp á þak húss við Hrefnugötuna, 10 metra háa álstöng veturinn 1966 – 67 og ég man eftir stönginni þar í slæmum vetrarveðrunum í febrúar 1967 fyrir 51 ári síðan.

Kaffi á könnunni og eitthvert góðgæti á borðum frá 20 – 22.

73 de TF3JA