TF útileikarnir 2018 verða haldnir um verslunarmannahelgina, 4.-6. ágúst n.k.

Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, mætir í félagsaðstöðuna í Skeljanesi fimmtudaginn 26. júlí og kynnir reglurnar og segir frá loftnetum sem henta fyrir útileika.

Einn af kostum þess að vera /P er að þá eru betri aðstæður fyrir loftnet sem henta á lægri böndunum en flestir hafa heima. Loftnet þurfa ekki að vera flókin, 20 m langur vír með bíl sem mótvægi virkar ágætlega á 80m.

Erindi Einars hefst kl. 20:30.

Félagar eru hvattir til að fjölmenna.

Kaffiveitingar.

Ágætu félagar!

Mér veitist sú ánægja að tilkynna ykkur um útkomu 2. tbl. CQ TF 2018. Blaðið kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni.

Ég vil þakka höfundum efnis og TF3VS sem annaðist uppsetningu.

CQ TF er að þessu sinni 50 blaðsíður að stærð.

73 – TF3SB, ritstjóri CQ TF.

Hér má finna PDF útgáfu af blaðinu:
http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/07/cqtf_32arg_2018_02tbl.pdf

Forsíða CQ TF – 32. árg. 2018, 2. tbl

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður leikanna flutti stutta kynningu í Skeljanesi fimmtudaginn 12. júlí. Þar kom m.a. fram, að 19 stöðvar skiluðu inn gögnum, samanborið við 17 í leikunum í fyrra. Færslur voru alls 772 í gagnagrunni og 386 QSO í heildina.

Óskar Sverrisson, TF3DC, varaformaður félagsins flutti stuttan inngang. Hann þakkaði TF8KY og hópnum vinnu við undirbúning svo og TF3ML sem var bakhjarl leikanna og gaf glæsileg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Í verðlaun voru gjafabréf á máltíðir á VOX Restaurant á Hótel Hilton.

Úrslit fyrir fjögur efstu sætin:

1. sæti, Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, 1.022.091 stig.
2. sæti, Jón I. Óskarsson, TF1JI, 499.715 stig.
3. sæti, Georg Kulp, TF3GZ, 393.671 stig.
4. sæti, Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, 372.630 stig.

Ólafur, TF3ML, gaf eftir eigin verðlaun, þannig að verðlaunahafarnir færðust hver upp um eitt sæti.

Óskar þakkaði vel heppnaðan viðburð og góða þátttöku í VHF/UHF leikum ÍRA 2018. Í framhaldi var viðstöddum boðið að njóta kaffiveitinga.

(Niðurstöður verða birtar í heild í 3. tbl. CQ TF).

Mynd af QTH TF3ML á Fróðárheiði í VHF/UHF leikunum. Eins og sjá má var mikil þoka. Ljósmynd: TF3ML.

Afhending verðlauna í VHF/UHF leikum ÍRA 2018 fer fram í Skeljanesi, fimmtudaginn 12. júlí n.k. kl. 20:30.

Alls tóku tæpir tveir tugir leyfishafa þátt í leiknum sem fram fóru helgina 7.-8. júlí og er þetta besta þátttaka frá upphafi (árið 2012).

Að sögn Hrafnkels, TF8KY, verður vefsíða leikanna opin til hádegis á fimmtudag (12. júlí) fyrir þá sem eiga eftir að setja inn sambönd eða leiðrétta upplýsingar.

Kaffiveitingar.

Verðlaun verða veitt fyrir bestan árangur. Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, gefur verðlaunin.

VHF/UHF leikar (Byggt í grunninn á reglum VHF leika ira.is)

VHF/UHF leikar eru hugarfóstur áhugamanna um langdræg innanlandsfjarskipti. Markmið leikanna er að örva amatörmennskuna innanlands og sérstaklega hvetja þá í loftið sem eru nýir í áhugamálinu eða hafa verið í dvala um tíma. Það má vissulega deila um aðferðir við stigagjöf og það mætti örugglega bæta þar í til að auka sanngirni. Munum að þetta er leikur og markmiðið er að skemmta sér.

VHF/UHF leikar eru alls ekki hreinræktaðir útileikar, og ekki fást færri stig fyrir heimastöðvar eða stöðvar tengdar rafveitu heldur en burðarstöðvar. Því er engu síðra að taka þátt með stöðvum í heimahúsum og sumarbústöðum, því fjallageitur með handstöðvar og ökumenn með bílstöðvar þurfa oftar en ekki almennileg loftnet á hinum endanum til að ná í gegn. Almennt gildir um öll sambönd að stig fást fyrir kílómetra i öðru veldi. Sama á við um öll bönd. Um sambönd yfir hafið gildir efsta tíðni (í MHz) viðkomandi bands í öðru veldi. T.d. 6m. 52×52=2704 stig.

6 klst regla.
Stig reiknast ekki fyrir sambönd milli sömu stöðva á sama bandi nema 6 klst. líði á milli. Innan 6 klst. geta sömu stöðvar haft sambönd á mismunandi böndum. Ný mótun reiknast ekki sem nýtt samband á sama bandi en hvatt er til fjölbreytni með mótun. Oft getur t.d. CW eða SSB gert samband mögulegt þó það gangi ekki með FM.

Reglur; almennt.
Öllum leyfishöfum er heimil þátttaka í TF-TF samböndum. Þátttaka Íslendinga frá útlöndum og sambönd við þá frá TF er einnig heimil, en stig eru reiknuð með annarri aðferð en gildir um TF-TF sambönd (sjá hér að ofan).

Annað markmið VHF/UHF leika er að hvetja til útivistar og tilrauna með nýjar staðsetningar. Þátttakendur eru hvattir til að sýna frumkvæði í staðarvali. Stigagjöf ætti helst að verðlauna fyrirhöfn þeirra sem koma sér á góða staði fyrir langdræg fjarskipti. Eftir VHF/UHF leika eru þátttakendur hvattir til að koma til skila tillögum að bættum aðferðum við stigagjöf sem styðja þetta markmið.

Fjarstýringar.
Fjarstýrðar stöðvar eru velkomnar og ættu að gera fleirum færi á þátttöku. Þeir sem staddir eru erlendis eða úr kallfæri við það svæði sem mest notkun er geta tekið þátt. Til að gæta sanngirni er öllum þátttakendum heimilt að nota fjarstýrðar stöðvar óháð staðsetningu, þó með einu skilyrði. Þáttakandi sem notar fjarstýrða stöð notar þá stöð og gefur upp hennar hnit fyrir öll sambönd í leikunum. Hnitin þar sem fjarstýrða stöðin og loftnet hennar gilda að sjálfsögðu og breytast ekki á þáttökutímabilinu.

Tímasetning.
VHF/UHF leikar eru haldnir fyrstu heilu helgina í júlí. Leikurinn byrjar laugardag 7. júlí kl. 0:00 og endar sunnudag kl. 23:59. Auglýst tímabil hér að neðan eru einungis til að þétta virknina en sambönd utan þeirra skrást jafnt til stiga.

– Laugardagur kl 0000-0200, 1000-1200 og 1800-2000
– Sunnudagur kl 1000-1200 og 1800-2000

Viðmiðunartíðnir:

– 6m: 50,200 MHz
– 2m: 145,500 MHz
– og til vara: 145,400 MHz
– 70cm: 433,500 MHz
– 23cm: 1294,500 MHz

Þó má hafa samband hvenær sem er innan tímaramma leiksins og engin takmörk eru á lengd þátttökutíma miðað við höfð QSO.

Verðlaun:

Veitt verða verðlaun fyrir 1. sætið. Ólafur B. Ólafsson, TF3ML gefur verðlaunin.

Vefslóð: http://vhfleikar.ira.is/2018/

Með ósk um gott gengi, 73 de Keli, TF8KY.

Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, ritstjóri CQ TF.

Ágætu félagsmenn!

2. tbl. CQ TF 2018 er framundan.

Félagsmenn eru hvattir til að leggja til efni, annaðhvort með því að skrifa sjálfir, eða senda ritstjóra línu.

Skilafrestur efnis er til 11. júlí n.k. Netfang: tf3sb@ox.is

CQ TF kemur út sunnudaginn 15. júlí n.k. á stafrænu formi á heimasíðu félagsins.

73 de TF3SB.

VHF leikar ÍRA verða haldnir helgina 7. og 8. júlí n.k.

Tímabilið verður nú 2 heilir sólarhringar, þ.e. frá 00:00 á laugardag til 23:59 á sunnudagskvöld. Hugmyndin er að tilgreina sérstök „þátttökutímabil“ til að þétta virknina, en sambönd munu að gilda báða sólarhringana.

Leikarnir fara fram á VHF og UHF að þessu sinni; allar tegundir mótunar.

Reglur VHF leikanna 2018 og nánari upplýsingar verða fljótlega til kynningar á þessum vettvangi.

73, Keli, TF8KY.

TF8KY í Skeljanesi. Myndin var tekin 24. mars s.l., þegar Keli kynnti Páskaleikana 2018.

Félagar okkar frá Norðurlandi og Austurlandi hafa verið meðal gesta í félagsaðstöðunni að undanförnu. Þetta eru þeir TF6JZ frá Neskaupstað og TF5B frá Akureyri.

Mikið var rætt um áhugamálið (eins og við var að búast), tekin nokkur sambönd frá TF3IRA, auk þess sem QSL Manager félagsins fékk aðstoð við flokkun korta sem voru nýkomin í hús.


Jóhann Zoëga TF6JZ og Óskar Sverrisson TF3DC í fjarskiptaherbergi TF3IRA.

Mathías Hagvaag TF3MH, Brynjólfur Jónsson TF5B og Gísli Ófeigsson TF3G.

(Myndir: TF3JB).

ÍRA hefur fengið úthlutað kallmerkinu TF18FWC frá Póst- og fjarskiptastofnun í tilefni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Rússlandi.

TF18FWC verður QRV frá félagsaðstöðunni í Skeljanesi til 15. júlí n.k.

Fljótlega verður skýrt frá tilhögun og fyrirkomulagi á þessum vettvangi, en fyrst í félagsaðstöðunni fimmtudagskvöldið 14. júní.

Áfram Ísland!

NÝIR FÉLAGSMENN ÍRA 16.5.-11.6.2018:

Haukur Guðmundsson, 105 Reykjavík.
Jón Grétar Borgþórsson, TF5LT, 311 Borgarnes.
Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL, 200 Kópavogur.
Rúnar Þór Valdimarsson, TF3RJ, 200 Kópavogur.
Sveinbjörn Guðjohnsen, TF3PIE, 110 Reykjavík.

NÝ KALLMERKI (OG BREYTINGAR) 16.5.-11.6. 2018:

TF1OL, Ólafur Örn Ólafsson, 200 Kópavogur.
TF3GR, Huldar Hlynsson, 210 Garðabær.
TF3PIE, Sveinbjörn Guðjohnsen, 110 Reykjavík.
TF3VE, Sigmundur Karlsson, 112 Reykjavík.
TF3VH, Hinrik Vilhjálmsson, 200 Kópavogur (áður TF3VHN).
TF5LT, Jón Grétar Borgþórsson, 311 Borgarnes.
TF7DHP, Daggeir Pálsson, 600 Akureyri.

Stjórn ÍRA fagnar nýjum félagsmönnum og býður nýja leyfishafa velkomna í loftið.

Stjórn Félagsins íslenskir radíóamatörar starfsárið 2018/2019.

 Frá vinstri: Elín Sigurðardóttir, TF2EQ, varastjórn; Óskar Sverrisson, TF3DC, varaformaður; Jóhannes Hermannsson, TF3NE, meðstjórnandi; Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður; Einar Kjartansson, TF3EK, gjaldkeri; Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA, varastjórn og Georg Magnússon, TF2LL, ritari.

Myndin var tekin fyrir utan félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi í Reykjavík. Ljósmynd: Jón Svavarsson, TF3JON.

Alls náðu níu einstaklingar prófi til amatörleyfis sem haldið var á vegum
Póst- og fjarskiptastofnunar, laugardaginn 26. maí í Háskólanum í Reykjavík.
Þeir eru:

Daggeir Pálsson, 600 Akureyri.
Davíð Víðisson, 101 Reykjavík.
Haukur Guðmundsson, 105 Reykjavík.
Hinrik Vilhjálmsson, 200 Kópavogur.
Huldar Hlynsson, 210 Garðabær.
Jón Grétar Borgþórsson, 311 Borgarnes.
Ólafur Örn Ólafsson, 104 Reykjavik.
Sigmundur Karlsson, 112 Reykjavík.
Sveinbjörn Guðjohnsen, 110 Reykjavík.

Stjórn ÍRA óskar þeim til hamingju og býður þá velkomna í loftið.