IARU HF Championship keppnin hefst laugardaginn 9. júlí kl. 12 á hádegi. Þetta er sólarhringskeppni sem lýkur á hádegi sunnudaginn 10. júlí.

Markmiðið er að hafa sambönd við eins margar stöðvar radíóamatöra eins og frekast er unnt um allan heim á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.

Keppnisflokkar eru tveir: Einmenningsstöðvar og fleirmenningsstöðvar. Í flokki einmenningsstöðva eru í boði 3 undirflokkar, þ.e. á tali, morsi og hvoru tveggja. Valið er um þátttöku á háafli, lágafli eða QRP. Í flokki fleirmenningsstöðva með einn sendi, er einn flokkur í boði, þ.e. á tali og morsi (Mixed mode).

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

http://www.arrl.org/iaru-hf-world-championship

Heimskort yfir ITU svæðin í heiminum. Í IARU HF Championship keppninni þarf að gefa upp ITU svæði (ITU zone). Fyrir TF er ITU svæðið nr. 17 og erum við eina DXCC einingin í því svæði. Höfundur korts: EI8IC.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 7. júlí frá kl. 20 til 22 fyrir félaga og gesti. Kaffiveitingar.

Dagskrá kvöldsins:

  • Afhending verðlauna og viðurkenninga í Páskaleikunum 2022 (TF8KY).
  • Kynning á uppbyggingu TF3D við Stokkseyri (TF3T).

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Verðlaunagripir sem verða til afhendingar fyrir fyrstu þrjú sætin í Páskaleikum ÍRA 2022.
Mynd frá glæsilegri uppbyggingu TF3D við Stokkseyri. Ljósmynd: Benedikt Sveinsson TF3T.
Radíódótið sem var í salnum hefur nú verið flutt í ganginn niðri í Skeljanesi. Ljósmyndir 1 og 3: Jónas Bjarnason TF3JB.

Ágætu félagsmenn!

Mér er ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar, CQ TF 3. tbl. 2022.

Það kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni í dag, sunnudaginn 3. júlí.

Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2022/07/CQTF-2022-3.pdf

73,
Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB
ritstjóri CQ TF

VHF/UHF leikar ÍRA byrjuðu í gær kl. 18. Aðaldagurinn er í dag laugardag, en viðburðurinn verður í gangi til kl. 18:00 á morgun, sunnudag.

19 kallmerki eru skráð til þátttöku þegar þetta er skrifað – en hægt er að skrá sig hvenær sem er! Vefslóðin er: http://leikar.ira.is/2022

TF3IRA var QRV frá Skeljanesi í dag (laugardag) frá kl. 09-18. Þeir sem virkjuðu stöðina: Jónas Bjarnason, TF3JB, Jón G. Guðmundsson, TF3LM og Mathías Hagvaag, TF3MH. Félagsaðstaðan var opin á sama tíma fyrir félagsmenn og gesti og mættu alls 11 félagar og 1 gestur á staðinn.

Tökum þátt í leikunum…jafnvel þótt 1-2 klst. séu til ráðstöfunar!

Stjórn ÍRA.

Yaesu FT-7900E 25W FM stöð TF3IRA var notuð á 2M og 70CM böndunum.
Icom IC-7300 HF/VHF stöð TF3IRA var mest notuð á 50W á 4M SSB. Jón G. Guðmundsson TF3LM virkjaði stöðina í VHF/UHF leikunum 2. júlí. TF3MH fylgist með.
Icom IC-7610 HF/VHF stöð TF3IRA var mest notuð á 100W á 50 MHz SSB. Mathías Hagvaag TF3MH virkjaði stöðina í VHF/UHF leikunum 2. júlí. Ljósmyndir: TF3JB.

VHF/UHF leikar ÍRA verða haldnir helgina 1.-3. júlí.

Leikarnir hefjast í dag, föstudaginn 15. apríl kl. 18:00 og lýkur eftir tvo sólarhringa, sunnudaginn 17. apríl kl. 18:00. Leikjavefur TF8KY (on-line) er opinn fyrir skráningu og verður opinn alla helgina. Slóð:  http://leikar.ira.is/2022/

Þrír vandaðir verðlaunagripir verða í boði. Nýjung er í ár er, að einnig verða veitt þrjú viðurkenningaskjöl fyrir 1. 2. og 3. sæti í QSO fjölda, óháð stigum.

Félagsstöðin TF3IRA verður QRV á laugardag frá kl. 10-16. Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin á sama tíma fyrir félagsmenn og gesti. Það verður heitt á könnunni.

Endilega skráið ykkur til leiks og tökum þátt í leikunum…jafnvel þótt aðeins 1-2 klst. séu til ráðstöfunar!

Stjórn ÍRA.

.

.

.

.

.

.

.

Myndin til vinstri:
TF3IRA notar Diamond X-700HN VHF/UHF húsloftnet
í VHF/UHF leikunum 2022. Það er 7.20 metrar á hæð.
Ávinningur er  9.3 dBi á VHF og 13 dBi á UHF.
Myndin er af Georg Kulp TF3GZ þegar hann setti netið upp
í Skeljanesi í hitteðfyrra (2020).

..

Glæsilegir verðlaunagripir eru í boði fyrir fyrstu þrjú sætin, auk viðurkenningaskjala fyrir fyrstu þrjú sætin í QSO fjölda, óháð stigum. Ljósmyndir: TF3JB.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 30. júní fyrir félagsmenn og gesti.

Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. TF3IRA var sett í loftið á morsi í ágætum skilyrðum á 7 MHz. Mikið var rætt um skilyrðin. Menn voru einnig mjög áhugasamir um VHF/UHF leikana sem byrja í kvöld, föstudaginn 1. júlí kl. 18:00.

Einnig var rætt um Ham Radio sýninguna í Friedrichshafen um síðustu helgi. Eftir því sem næst verður komist var íslenski hópurinn a.m.k. 11 manns (þ.e. 8 leyfishafar og makar).

Töluvert hafði borist af ágætu radíódóti í Skeljanes fyrir opnun, sem gekk vel út.

Vel heppnað fimmtudagskvöld í mildu sumarveðri í vesturbænum í Reykjavík. Alls 26 félagar og 1 gestur í húsi.

Stjórn ÍRA.

Sigmundur Karlsson TF3VE, Heimir Konráðsson TF1EIN, Mathías Hagvaag TF3MH, Þórður Adolfsson TF3DT, Jón G. Guðmundsson TF3LM og Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN.
Jón G. Guðmundsson TF3LM og Óðinn Þór Hallgrímsson. Óðinn Þór fékk afhentan verðlaunagrip fyrir 3. sætið í Páskaleikum félagsins í fyrra (2021). Afhending verðlauna og viðurkenninga vegna fjarskiptaviðburða ársins 2021 seinkaði vegna Covid-19 faraldursins og fór formlega fram á aðalfundi ÍRA 2022 þann 20. febrúar s.l.
Kristján Benediktsson TF3KB, Björgvin Víglundsson TF3BOI, Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB og Bernhard M. Svavarsson TF3BS.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS og Benedikt Sveinsson TF3T.
Mynd úr fundarsal: Nýtt radíódót hefur bæst við.
Mynd úr ganginum niðri í Skeljanesi: Nýtt radíódót hefur bæst við. Ljósmyndir: TF3JB.

11. VHF/UHF leikarnir byrja á föstudag kl. 18 og þeir verða í gangi fram á sunnudag kl. 18:00.

10 kallmerki eru þegar skráð til þátttöku þegar þetta er skrifað (á miðvikudag kl. 12:15). Eins og venjulega verður “on-line” leikjavefur þar sem þátttakendur skrá sig til leiks. Hægt verður að skrá sig inn í leikinn allan tímann þangað til leikurinn endar. Slóð á leikjavefinn: http://leikar.ira.is/2022

Félagsstöðin, TF3IRA, verður a.m.k. QRV frá Skeljanesi laugardaginn 2. júlí frá því fyrir hádegi og fram eftir degi.

Fyrir þá sem vilja nota pappírsdagbók, er Hrafnkell, TF8KY umsjónarmaður leikanna með skráningarblað sem hægt er að prenta út á vefnum þar sem það er vistað með því að smella á “Sýna reglur“.

Endilega skráið ykkur til leiks og tökum þátt í leikunum…jafnvel þótt aðeins 1-2 klst. séu til ráðstöfunar!

Stjórn ÍRA.

Kjartan Birgisson TF1ET var einn af þeim sem virkjaði félagsstöðina TF3IRA í Skeljanesi í VHF/UHF leikunum 2021. Ljósmynd: TF3JB.

VHF/UHF viðtæki Karls Georgs Karlssonar, TF3CZ í Perlunni varð virkt á ný í dag (28. júní).

Hlusta má á tækið yfir netið. Um er að ræða Airspy R2 SDR viðtæki fyrir 24-1800 MHz (á VHF og UHF). Loftnet er Diamond D-190 sem er fyrir þetta tíðnisvið. QTH er Perlan í Öskjuhlíð í Reykjavík.

Vefslóð á viðtækið: http://perlan.utvarp.com

Önnur viðtæki yfir netið hér á landi:
Bjargtangar (10 kHz-30 MHz): http://bjarg.utvarp.com/
Galtastaðir í Flóa (10 kHz-30 MHz): http://floi.utvarp.com/
Raufarhöfn (10 kHz-30 MHz): http://raufarhofn.utvarp.com/

Þakkir til Karls Georgs, TF3CZ fyrir verðmætt framlag. Viðtækið er mikilvægt fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.

Stjórn ÍRA.

Hvíta örin bendir á loftnet viðtækisins. Ljósmynd: Karl Georg Karlsson TF3CZ.

Opið verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 30. júní kl. 20-22. Félagsmenn og gestir eru velkomnir. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin.

Nýjustu tímaritin fyrir radíóamatöra liggja frammi. Mathías, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Baldvin Þórarinsson TF3-Ø33 við innganginn í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.

Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL er á ferðalagi um landið. Í hádeginu í dag (27. júní) var hann staddur í ágætu veðri við vitann í Dyrhólaey sem er í um 120m hæð yfir sjávarmáli.

Óli ferðast með „sjakkinn“ með sér, þ.e. er með vel útbúna fjarskiptabifreið sem m.a. er með innbyggðan tjakk sem hækka má upp í allt að 12,6m hæð. Þar getur getur hann sett upp stefnuvirk loftnet á 6 og 4m og verið í DX þegar skilyrðin leyfa. Þegar tíðindamaður ræddi við hann um kaffileytið var hann í „pile-up“ við Japan frá Dyrhólaey á 15m og var mjög ánægður með skilyrðin.

Hann notar Icom IC-7100 stöð í bílnum og 8m hátt stangarloftnet (skipanet) á HF, sem hann fæðir á móti bílnum (sjá mynd). Hann sagði að það væri gott samband við félagana í bænum og nágrenni gegnum 2m endurvarpann í Bláfjöllum.

Góða ferð og góðan DX!

Stjórn ÍRA.

Glæsileg fjarskiptabifreið TF1OL. Myndin var tekin í hádeginu í dag (27. júní) við vitann á Dyrhólaey.
Fjarskiptabifreið TF1OL. Myndin var tekin í VHF/UHF leikunum í fyrra (2021). Þarna er mastrið í fullri hæð (í 12,6 metrum) yfir þaki bílsins. Ljósmyndir: TF1OL.

Ham Radio sýningin í Friedrichshafen opnar kl. 9 í fyrramálið, föstudaginn 24. júní. Búist er við allt að 20 þúsund gestum, en sýningin féll niður tvö undanfarin ár faraldursins. Nokkur fjöldi íslenskra leyfishafa verður á staðnum, en íslenski hópurinn ári 2019 var 18 manns (að meðtöldum mökum).

Þess má geta, að Dayton Hamvention sýningin var haldin 20-22. maí s.l. Alls sóttu 31.367 gestir viðburðinn. A.m.k. einn íslenskur leyfishafi, Heimir Þór Sverrisson, TF3ANT/W1ANT sótti sýninguna. Síðasta stóra sýning ársins er Tokyo Hamfair sem verður haldin í samnefndri borg í Japan  20.-21. ágúst n.k.

Fyrir áhugasama, má benda á tvær tvær ferðasögur í félagsblaðiðnu CQ TF um sýninguna í Friedrichshafen sem voru farnar árin 2008 og 2019. Þá birtist mjög fróðleg yfirlitsgrein um sýningarnar í blaðinu árið 2018.

Stjórn ÍRA.

CQ TF, 3. tbl. 2009, bls. 29: http://dev.ira.is/wp-content/uploads/2016/09/cqtf_27arg_2009_03tbl.pdf         

CQ TF, 4. tbl. 2019, bls. 25: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2019/09/cqtf_33arg_2019_04tbl.pdf

CQ TF, 3. tbl. 2018, bls. 33: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/10/cqtf_32arg_2018_03tbl.pdf

Myndin sýnir hluta sýningarsvæðisins sem hýsir flóamarkaðinn í Friedrichshafen Þar koma leyfishafar alls staðar að úr Evrópu með eldri (eða jafnvel nýjan búnað) og bjóða til sölu. Ljósmynd: TF3JB.

Landsfélag radíóamatöra á Spáni, La Unión de Radioaficionados Españoles URE  býður til alþjóðlegrar keppni í nafni hans hátignar, Filipe IV. Spánarkonungs, helgina 25-26. júní.

Þetta er 24 klst. keppni á SSB sem hefst kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 25. júní og lýkur á sama tíma á hádegi sunnudag 26. júní. Keppnin er opin radíóamatörum um allan heim og fer fram á SSB á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz.

Markmiðið er að ná samböndum við radíóamatöra á Spáni í eins mörgum stjórnsýslueiningum (sýslum) og frekast er unnt. Spænskir leyfishafar senda RS+tvo bókstafi sem eru skammstöfun á því stjórnsýsluumdæmi (sýslu) þar sem þeir eru búsettir. Aðrir senda RS+raðnúmer. Sjá nánar í keppnisreglum.

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Vefslóð: https://concursos.ure.es/en/s-m-el-rey-de-espana-ssb/bases/