Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, VHF stjóri félagsins og Georg Kulp, TF3GZ, settu upp ADSB loftnet fyrir flug radar og 1 GHz viðtæki í Skeljanesi 15. október. Búnaðurinn nemur merki frá flugvélum. Skoða má á heimasíðu viðtækisins þau svæði sem hann þekur. Vefslóðin er adsb.utvarp.com

Loftnetið var sett upp vestanmegin við húsið, en viðtækið er staðsett í fjarskiptaherbergi TF3IRA, tengt við 24“ borðskjá. Búnaðurinn kemur vel út að sögn TF1A og var hann ánægður með útkomuna eftir fyrstu prófanir.

Georg Kulp TF3GZ gengur frá lestingu fyrir loftnetið. Ljósmynd: TF3JB.
ADSB loftnetið komið upp á festinguna. Eftir var að ganga frá fæðilínunni þegar myndin var tekin. Ljósmynd: TF3JB.
Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A prófar búnaðinn. Hann sagðist ánægður með útkomuna eftir fyrstu prófanir. Ljósmynd: TF3JB.

Nýr viðburður á vetrardagskrá ÍRA verður haldinn í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 17. október kl. 20:30. Þá mætir Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður TF útileikanna í Skeljanes og kynnir úrslit í leikunum 2019.

Viðurkenningar eru að venju vandaðar, en í tilefni 40. TF útileikanna er glæsilegur verðlaunabikar í 1. verðlaun. Viðurkenningarskjöl verða jafnframt afhent fyrir fyrstu fimm sætin.

Félagar eru hvattir til að mæta tímanlega. Veglegar kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður TF útileikanna.

Glæsilegur verðlaunabikar er í 1. verðlaun í TF útileikunum 2019. Ennfremur verða afhentar viðurkenningar fyrir bestan árangur í fyrstu fimm sætunum. Viðurkenningarskjölin voru útbúin af Brynjólfi Jónssyni TF5B viðurkenningastjóra ÍRA. Ljósmynd: TF3JB.

Þau TF1A, TF3SUT, TF3DT, TF3GZ, TF3ML og Jessica (YL frá Kanada) gerðu ferð á Skálafell í dag, 12. október. Verkefnið var að gera við TF3RPK endurvarpann sem hafði verið úti í nokkur misseri.

Mynd til vinstri: TF3SUT á leið niður úr turninum eftir uppsetningu Diamond SE-300 loftnetsins. Mynd að ofan: TF3ML flutti tromluna með með Huber+Suhner ½“ heliax fæðilínunni á jeppakerru.

Verkefnið gekk að óskum og er TF3RPK nú QRV á ný á 145.575 MHz. Inngangstíðnin er -600 Hz og tónn er 88,5 Hz. Huber+Suhner  ½“ heliax fæðilína er notuð upp í Diamond SE-300 loftnetið.

Í dag (13. október) var komið á tengingum með 430 MHz hlekk við endurvarpana í Bláfjöllum og á Mýrum. TF3DT sá hópnum fyrir glæsilegum veitingum, sbr. meðfylgjandi ljósmynd af korditori tertu (merkt TF3RPK) frá Jóa Fel bakara.

Þakkir til hópsins fyrir verkefni vel úr hendi leyst.

TF3GZ og TF3DT koma fyrir Katherein loftnetinu fyrir 430 MHz hlekkinn. Ljósmynd: TF1A.
Jessica, YL frá Kanada, hjálpaði til með að klifra upp í turninn með TF2SUT. Ljósmynd: TF1A
Konditori terta TF3DT frá Jóa Fel bakara var merkt endurvarpanum, TF3RPK. LJósmynd: TF1A.

Skráning á námskeið ÍRA til amatörprófs er opin til 15. október. Í ljósi mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að taka allt að 25 þátttakendur.

Námskeiðið hefst föstudaginn 18. október og lýkur í desember með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar. Kennt verður mánudaga, þriðjudag og miðvikudaga kl. 18:30-21:30 í húsnæði Háskólans í Reykjavík.

Áhugasamir eru beðnir um að skrá nafn sitt og tölvupóstfang á “ira hjá ira.is”. Skráningu fylgir engin skuldbinding.

Fyrirspurnum má beina til Jóns Björnssonar, TF3PW, umsjónarmanns námskeiða félagsins; tölvupóstfang „nonni.bjorns hjá gmail.com

Ath. skráning verður aðeins opin til miðnættis þriðjudaginn 15. október n.k.

Stjórn ÍRA.

SSB hluti Scandinavian Activity keppninnar (SAC) verður haldinn um helgina, 12. – 13. október.

Þetta er 24 klst. keppni sem hefst á laugardag á hádegi og lýkur á sunnudag á hádegi. Fjórar TF stöðvar tóku þátt í keppninni í fyrra (2018).

Norðurlöndin keppa á móti heiminum og innbyrðis. Sjá reglur í viðhengi. Mikilvægt er að sem flestar TF-stöðvar taki þátt!

Stjórn ÍRA.

http://www.sactest.net/blog/

Skráning á námskeið ÍRA til amatörprófs er opin til 15. október. Örfá sæti eru laus, en miðað er við mest 20 þátttakendur.

Námskeiðið hefst föstudaginn 18. október og lýkur fyrir jól með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar. Kennt verður á kvöldin 2-3 daga í viku kl. 18:30-21:30 í húsnæði Háskólans í Reykjavík.

Áhugasamir eru beðnir um að skrá nafn sitt og tölvupóstfang á “ira hjá ira.is”. Skráningu fylgir engin skuldbinding.

Fyrirspurnum má beina til Jóns Björnssonar, TF3PW, umsjónarmanns námskeiða félagsins; tölvupóstfang „nonni.bjorns hjá gmail.com

Skráning verður opin til miðnættis þriðjudaginn 15. október n.k.

Stjórn ÍRA.

Háskólinn í Reykjavík er staðsettur við Menntaveg í Öskjuhlíðinni skammt frá Reykjavíkurflugvelli. Ljósmynd: Háskólinn í Reykjavík.

Ný vetrardagskrá ÍRA hefst fimmtudaginn 10. október í Skeljanesi.

Óskar Sverrisson, TF3DC, mætir á staðinn kl. 20:30 og sýnir okkur DVD myndband frá VP8ORK DX-leiðangrinum sem farinn var til Suður-Orkneyja 27. janúar til 8. febrúar 2011.

Margar TF stöðvar náðu sambandi við leiðangurinn, en eyjurnar eru staðsettar á vestanverðum Suðurskautsskaganum. Fjöldi sambanda VP8ORK var alls 63.433. Fjarlægð frá TF er nær 14 þúsund kílómetrar.

Góðar kaffiveitingar verða í boði og DX-umræður.

Stjórn ÍRA.

 Myndin er af hópnum sem setti VP8ORK í loftið: K9ZO, ND2T, 9V1YC, K0IR, N1DG, N0AX, W3WL, N6MZ, I8NHJ, N4GRN, WB9Z, W7EW og VE3EJ. Ljósmynd: 9V1YC.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 3. október.

Nýjustu tímaritin, góður félagsskapur, kaffi og meðlæti.

Ný sending af QSL kortum er komin í hús hjá kortastofu félagsins.

Stjórn ÍRA.

Úr félagsstarfinu. Myndin ver tekin í Skeljanesi 1. október (2019) eftir vinnu þegar þeir Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, VHF stjóri félagsins og Georg Kulp TF3GZ settu upp, tengdu og stilltu nýjan og stærri loftnetsdisk fyrir OSCAR 100 gervitunglið vegna fjarskipta frá TF3IRA. Ný diskurinn er úr trefjagleri (fíber) og 120cm að stærð. Ari sagði eftir aðgerðina “…að nú væri þetta eins og hann vildi hafa það…6dB aukinn ávinningur!”. Ljósmynd: Óskar Sverrisson TF3DC.

Ágætu félagsmenn!

Mér er ánægja að tilkynna um útkomu 4. tölublaðs CQ TF 2019, sem nú kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni.

73 – TF3SB, ritstjóri CQ TF.

Hér má nálgast blaðið:

http://www.ira.is/wp-content/uploads/2019/09/cqtf_33arg_2019_04tbl.pdf

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 26. september. Nýjustu tímaritin liggja frammi. Ennfremur góður félagsskapur, kaffi og meðlæti.

Nýja vetrardagskráin, sem formlega er til kynningar í 4. tbl. CQ TF sem kemur út á sunnudag, 29. september mun liggja frammi í félagsaðstöðunni á fimmtudagskvöld.

Stjórn ÍRA.

Mynd af tilkynningatöflu í fjarskiptaherbergi TF3IRA og nýrri vetrardagskrá félagsins sem hefst 10. október n.k. Ljósmynd: TF3JB.

Félagið tók á móti gjöf til félagsstöðvarinnar TF3IRA í dag, 23. september.

Það er YAESU SMB-201, sem er sérhönnuð borðfesting með innbyggðri viftu fyrir YAESU FT-7900E VHF/UHF stöð félagsins.

SMB-201 þarf ekki að skrúfa niður í borðplötuna því hún er búin sérstökum gúmmífótum, sem gerir stöð og festingu mjög stöðuga. Þá er kæliviftan í borðfestingunni mun stærri heldur en innbyggða viftan í stöðinni, þannig að vart heyrist í henni þegar hún fer í gang samanborið við þá minni.

Stjórn ÍRA þakkar góðan stuðning, en gefandi óskar að láta kallmerkis ekki getið.

Myndin sýnir YAESU FT-7900E stöðina og SMB-201 borðfestinguna eftir að búið var að ganga frá samsetningu. Umrædd kælivifta og gúmmífætur sjást vel á myndinni. Þess má geta, að SMB-201 fylgir sérstakur aflgjafi. Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, VHF stjóri ÍRA, forritaði nýlega (í minnisrásir 7900 stöðvarinnar) alla endurvarpa sem nást frá Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.
Til hægri má sjá APRS búnað TF3IRA-1Ø, sem er ICOM IC-208H VHF/UHF stöð ásamt GW-1000 APRS Total Solution frá CG-Antenna.

Skráning á námskeið ÍRA til amatörprófs er í fullum gangi.

Námskeiðið verður haldið og hefst um miðjan október n.k. og lýkur fyrir jól. Eins og áður hefur komið fram, verður kennt á kvöldin tvo daga í viku í húsnæði Háskólans í Reykjavík.

Áhugasamir eru beðnir um að skrá nafn sitt og tölvupóstfang á “ira hjá ira.is”. Skráningu fylgir engin skuldbinding. Fyrirspurnum má beina á sama tölvupóstfang.

Skráning er opin til 11. október n.k.

Stjórn ÍRA.

Háskólinn í Reykjavík er staðsettur við Menntaveg í Öskjuhlíðinni skammt frá Reykjavíkurflugvelli. LJósmynd: HR.