Nýtt SteppIR loftnet var sett upp í dag á þaki viðbyggingar. Hér á eftir fylgja nokkrar myndir frá því fyrr í dag.

Benedikt Sveinsson, TF3CY og synir hans Kári og Snorri, Guðmundur Sveinsson TF3SG og sonur hans Andreas Guðmundsson unnu saman að því að koma fyrir stögum og strekkja stögin. Stefán Arndal, TF3SA og Rósa Kristjánsdóttir (XYL, TF3SA) komu í Skeljanes og fylgdust með. Seinna komu Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA og Haraldur Þórðarson, TF3HP.

Hátt í 30 radíóáhugamenn mættu í Skeljanesið í gærkvöldi og hlustuðu á fyrirlestur Hauks Konráðssonar, TF3HK, um mælitækni, Ýmislegt áhugavert kom þar fram sem ekki allir hafa hugsað um eins og hversu varasamt er að tengja tíðnirófssjá við loftnet. En sjón er sögu ríkri og hér á eftir er vísun á skjámyndirnar sem Haukur sýndi og útskýrði fyrir okkur. Haukur fékk margar spurningar og sýndi heimasmíðaða tíðnirófssjá.

TF3HK

Hér fyrir neðan er að finna tengil á túlkun og greinargerð Prófnefndar félagsins á því sem snýr að lærlingum í 4. grein reglugerðar 348/2004 um starfsemi radíóáhugamanna.

Haukur Konráðsson, TF3HK, verður með fyrirlestur um mælitækni í Skeljanesi fimmtudagskvöldið 6. febrúar klukkan 20:15. Haukur ætlar að fjalla um:

“Styrk versus tíma og tíðnimælingar merkja með sveiflusjá og tíðnirófsgreini. Algengustu mistök við notkun og túlkun gagna. Aðhæfing mælitækis að mælipunkti. Má nota hugbúnað ásamt hljóðkorti PC tölvu við mælingar LF og RF merkja?”

Auglýst er eftir ritstjóra CQ TF. Um skipun ritstjóra og útgáfumála CQ TF er fjallað í 26. gr. laga ÍRA. Vinsamlegast sendið tölvupóst til stjórnar ÍRA á tölvupóstfangið ira@ira.is.

73

Guðmundur, TF3SG

Sunnudagsopnun 19. janúar.

Tökum daginn snemma á sunnudaginn og mætum vestur í Skeljanes í kaffi og nýbakað. Á dagskrá er að skoða væntanlega uppsetningu á StepIR loftneti sem félagið festi kaup á fyrir nokkru.

73

Guðmundur, TF3SG

Nú er unnið að því að setja fundargerðir stjórnar ÍRA á starfsári stjórnar 2013 til 2014 á vef félagsins. Með því er félagsmönnum auðveldað að nálgast upplýsingar um starf stjórnar og það mikla og fjölbreytta starf sem fram fer.

Nú þegar eru tvær fundargerðir aðgengilegar með því að smella á linkinn til vinstri, félagið, og svo linkinn fundargerðir stjórnar ÍRA eða fara styttri leið, smella beint á takkann, Fundargerðir stjórnar.

73

Guðmundur, TF3SG

Á stjórnarfundi sem haldinn var 11. Janúar var ákveðið að kanna áhuga nemenda á þáttöku í næsta námskeiði til nýliðaprófs með auglýsingu.  Því er hér með komið á framfæri við nemendur  að þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í næsta námskeiði eru vinsamlegast beðnir að senda inn nafn og kt., símanúmer og tölvupóstfang á netfangið ira@ira.is eða hafa samband í síma 896 0814.

73

Guðmundur, TF3SG

Á stjórnarfundi ÍRA í dag varð sú breyting á stjórn ÍRA að Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN tekur sæti í stjórn ÍRA.  Breytingin er í samræmi við 9. grein laga ÍRA sem segir að varamaður skuli taka við segi stjórnarmaður af sér.  Við þetta tækifæri eru Sigurði Óskari Óskarssyni færðar heillaóskir stjórnarmanna og hann boðinn velkominn.

73

Guðmundur, TF3SG

Opið verður í Skeljanesi frá klukkan tíu í fyrramálið og svo lengi sem menn vilja. Kaffi verður tilbúið á könnunni klukkan tíu ásamt draumameðlæti. Félagar fjölmennið, takið með ykkur gesti, góða skapið og jákvæðni. Af nógu er að taka til að rabba um, AR1944 sem hingað til hefur bara skotið miðunarskvettum, uppsetning loftneta og komandi keppnir svo eitthvað sé nefnt.

Vaxandi þögn? Enginn umtalsverður blossi hefur komið frá stóra sólblettinum AR1944 síðustu 48 klukkutímana. Þessi vaxandi þögn gæti verið lognið á undan storminum. AR1944 fylgir ‘beta-gamma-delta’ segulsvið sem hýsir X-class blossa eða skvettur.

Þrátt fyrir minni virkni en búist var við hafa áhrifin frá sólblettinum víða verið miklfengleg Norðurljós.

Myndin er frá Harald Albrigtsen, Tromsö Noregi

Sælir félagar, hér er að finna nýjar myndir af stóra sólblettinum: http://spaceweathergallery.com/indiv_upload.php?upload_id=92536

Líkurnar á að sólbletturinn valdi einhverjum teljandi usla á Jörðinni eru litlar en allur er varinn góður og ekki síst gaman og lærdómsríkt að fylgjast með.

TF3OM, mikill sólarsérfræðingur sagði í tölvupósti sem mér áskotnaðist: … Á    Spaceweather.com    kemur fram að búast megi við G1-class geomagnetic storm.   G1 er ekkert til að hafa áhyggjur af.  Sjá neðstu bláu línuna (G1 Minor)   http://www.swpc.noaa.gov/NOAAscales/index.html#GeomagneticStorms

ÁHB

….. 73 de TF3JA