Amatörradíó – 39. alþjóða amatörradíósýningin í Friedrichshafen dagana 27., 28. og 29. júní, í næstu viku dregur til sín sem aldrei fyrr radíóamatöra og aðra rafeindaáhugamenn hvaðanæva úr heiminum. En þetta er ekki bara sýning og kaupráðstefna fyrir amatörgræjur heldur eru þar einnig haldnir áhugaverðir fyrirlestrar á vegum þýska radíóamtörsambandsins og í ár mikil áhersla lögð á amatörútilegu unga fólksins.

Myndirnar sýna unga verðandi radíóamatöra á Friedrichshafen 2011.

Í Friedrichshafen voru í fyrra 200 tækjasýnendur frá 33 löndum. Slagorð DARC, þýska amatörradíósambandsins, var   “Radíóamatörævintýrið: DXpedition.”

Hápúnktarnir í ár – fyrirlestrar og fleira áhugavert:

  • Mottóið 2014: Amatörradíó – gerðu það sjálfur
  • Dagskráin fyrir börn og unglinga samanstendur af keppni og tjaldútilegu
  • Leiðbeiningar og frekari fræðsla fyrir radíóáhugamanninn
  • Á 64ðu Lake Constance DARC-samkomunni verða fleiri en 40 fyrirlestrar og fjöldi smáfunda

upplýsingar og myndir er fengnar af heimasíðu sýningarinnar http://www.hamradio-friedrichshafen.com/ham-en/index.php

Tækið sem allir loftnetafríkar hafa beðið eftir:

SARK-110 er handhægur loftnetsgreinir fyrir tíðnisviðið 100KHz -230MHz með 3″ TFT-skjá, USB-tengi og opnum hugbúnaði. Tækið verður sýnt og til sölu á sýningunni í Friedrichshafen í næstu viku. Verðið er 360 $ eða um 42 þúsund krónur.

sjá nánari upplýsingar á: http://sark110.ea4frb.eu/

Í byrjun ársins fór í loftið jæja á vefinn ný DX-fréttasíða. Höfundurinn DH1TW segir í kynningu á síðunni: “Á síðustu átta mánuðum hef ég verið að kafa djúpt í vefsíðusmíðar. Árangurinn er – DXHeat.com. Í staðinn fyrir að byggja enn eina “Web DX Cluster”-síðuna reyndi ég að byggja eitthvað frumlegt með nýjum einstökum valkostum og útliti. Sjáðu sjálfur árangurinn og dæmdu!”

DH1TW Tobias

DH1TW Tobias er: Starbucks aðdáandi. Langförull. Forfallinn keppnismaður. Náttúrulegur verkfræðingur. Frumkvöðull. Eldheitur áhugamaður um hönnun og listir.

Vinnupallur risinn við húsið.

Myndin sýnir bakhliðina á girðingunni og hliðið sem kajakmennirnir gerðu á girðinguna. Áform eru um að endurnýja járnið um næstu mánaðamót og þá gefst tækifæri til að lagfæra hliðið. Hugmyndin er að þau félög sem aðstöðu hafa í húsinu sameinist um að taka niður gamla járnið og setja það nýja upp í staðinn.

Myndin sýnir nýja SteppIR vertikalinn. Mastraefninu var komið fyrir við endan á bílskúrahúsinu vinstra megin á myndinni. Leyfi fékkst fyrir allmörgum árum til að koma þar upp allt að 20 metra háu mastri. Það eina sem vantar er kraftur frá félagsmönnum og vilji til að ráðast í verkið, efnið er allt til á staðnum. Viðhaldsvinnunni tókst að koma í gang vegna harðfylgis TF3GB við hreinsunina í portinu við hlið aðalhússins eins og vel sést á efstu myndinni.

Stjórn ÍRA hélt fund í Skeljanesi í kvöld og skipti með sér verkum. Að loknum stjórnarfundi þegar almennir félagsmenn voru mættir á staðinn var haldið út í port og undir sterkri stjórn TF3GB og með góðri aðstoð nokkurra kajakmanna var loftnetsefnið flutt á betri stað þar sem það verður ekki fyrir þegar starfsmenn frá borginni mæta eftir helgina til að bæta þakjárn og endurnýja rennur á aðal húsinu.

Góð mæting og menn almennt léttir í skapi og skeggræddu allt milli himins og jarðar.

Um þessar mundir er margt líkt að gerast í þróun fjarskipta og bílaumferðar. Margir eiga eftir að verða hissa og enn fleiri eiga ekki eftir að vita hvaðan á sig veðrið stóð eins og stundum er sagt. Google setti nýlega í gang tilraunarekstur á sjálfvirkum rennireiðum ætluðum til flutnings á fólki og þess vegna hverju sem er. Þessar rennireiðir er tæplega hægt að kalla bíla eins og við þekkjum bílana í dag því í raun eru þetta kassar eða klefar á hjólum sem rata sjálfvirkt frá einum stað til annars ekki ósvipað því sem mun gerast í pakkanetum náinnar framtíðar. Um allan heim er verið að vinna að þessum framtíðar flutningatækjum og fjarskiptaháttum. Í Hollandi var nýlega kynnt loftnet sem aðlagar sig sjálfvirkt að fjarskiptaumferðinni en í raun er varla hægt að kalla slíkan búnað loftnet því í loftnetinu eru bæði sendar og móttakarar ásamt stýritölvu.

Grein um nýju loftnetin

Kristins Andersen, TF3KX

Sameinumst í hamingjuóskum til félaga okkar TF3KX, Kristins Andersen, sem nýlega var skipaður prófessor við Háskóla Íslands. Kristinn er einnig formaður Verkfræðingafélags Íslands og í stjórn ÍRA. Kristinn hefur verið gegnheill í sínum verkum og lagt af mörkum mikið starf í þágu amatöra á Íslandi gegnum árin og ötull þátttakandi í amatörkeppnum.

Til hamingju Kiddi.

Um helgina er CQ World-Wide WPX CW keppnin. Keppnin byrjar klukkan 00:00 á laugardegi og endar klukkan 24:00 á sunnudegi. Einyrkjar mega mest vera 36 klukkutíma í loftinu og verða að taka hlé sem hvert um sig er að lágmarki ein klukkustund. Fjölmönnuð stöð má vera samfleytt alla 48 klukkkutímana í loftinu. Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og eins mögum löndum og unnt er. Keppendur er áminntir um að virða án undantekninga tíðninotkunarreglur IARU og ekki síst halda sig frá neyðarfjarskiptatíðnunum.

Hver keppandi og hvert keppnislið verða að vera við stöðina eða á einum stað ef stöðin er fjarstýrð. Fjarstýrð stöð verður að vera öll, viðtæki, sendir og loftnet, á einum stað. Keppnisþátttaka um fjarstýrða stöð verður að hlíta öllum stöðvarleyfum, keppendaleyfum og öðrum takmörkunum sem settar hafa verið í leyfisbréfi keppanda og stöðvarleyfi. Fjarstýrð viðtæki utan stöðvar eru ekki leyfð.

Nánari reglur eru á: http://www.cqwpx.com/rules.htm og keppnin er á fésbók: http://www.facebook.com/cqwpx

Félagar sem hafa áhuga á að taka þátt í keppninni á stöð ÍRA í Skeljanesi hafi samband við formann ÍRA.

High Frequency Active Auroral Research Program, HAARP loftnetin nálægt Gakona, Alaska voru gangsett 2007. HARRP loftnetin eru aðalhluti viðamikils verkefnis í háaflsradíóeðlisfræðilegum rannsóknum. Herinn telur ekki réttlætanlegt að leggja til þess lengur það fjármagn sem verkefnið kostar á hverju ári, nú er kominn tími til að snúa sér að öðrum nútímalegri verkefnum segir talsmaður hersins. HAARP loftnetasamstæðan kostaði 300 milljónir dollara og árlegur rekstrarkostnaður er um fimm milljónir dollara eða 600 milljónir íslenskra króna.

Á tímabili gekk sú saga um heiminn að með þessu mannvirki ætluðu Bandaríkjamenn að stjórna jónosferunni og þannig jafnvel stjórna veðurfari á jörðinni. En einn vísindamannanna sem unnið hafa við verkefnið segir að það væri álíka hugmynd eins og að ætla sér að stjórna Kyrrahafinu með því að henda út í það litlum steini.

Haraldur Þórðarson, TF3HP var í dag kjörinn formaður ÍRA á aðalfundi sem haldinn var í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12.

Aðrir í stjórn voru kjörnir Óskar Sverrisson, TF3DC, Bjarni Sverrisson, TF3GB, Kristinn Andersen, TF3KX, Guðmundur Sveinsson, TF3SG

Varamenn voru kjörnir Þór Þórisson, TF3GW og Benedikt Guðnason, TF3TNT.

Haraldur Þórðarson, TF3HP

Við þetta tækifæri færir Guðmundur Sveinsson, TF3SG nýkjörinni stjórn heillaóskir

Ágæti félagsmaður!

Aðalfundur ÍRA 2014

Aðalfundur ÍRA fer fram
Laugardaginn 17. maí 2014
Í sal Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12
Fundurinn hefst klukkan 13:00.

Dagskrá fundar:

  1. Kosinn fundarstjóri.
  2. Kosinn fundarritari.
  3. Könnuð umboð.
  4. Athugasemdir við fundargerð síðasta fundar, ef einhverjar hafa borist, ræddar og bornar undir atkvæði.
  5. Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins.
  6. Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi  sinna embætta.
  7. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar.
  8. Lagabreytingar.
  9. Stjórnarkjör.
  10. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.
  11. Ákvörðun árgjalds.
  12. Önnur mál.

F.h. stjórnar ÍRA.
Guðmundur Sveinsson, TF3SG
formaður ÍRA

Ingólfur Haraldsson kynnti Fjarskiptahóp Björgunarsveitar Hafnarfjarðar á velsóttu fimmtudagskvöldi hjá ÍRA, rúmlega tuttugu félagar komu og hlustuðu á frásögn og sáu myndir af Ingólfi og félögum á Haiti og Grænlandi.

Nokkrir félagar sátu lengi áfram í Skeljanesi og ræddu um ýmiskonar HF loftnet sem virðast fallin í gleymsku eins og til dæmis “curtain antenna” sem TF3WO stakk upp á að ÍRA fengi leyfi til að byggja á Vatnsendahæðinni milli gömlu langbylgjumastranna.

Ávinningur loftnetsins gæti verið allt að 20 db á 14 MHz undir lágu útgeislunarhorni. http://hfradio.org/ace-hf/ace-hf-antenna_is_key.html

Lengst, vel fram yfir miðnætti, sátu TF3SG, TF3KB, TF3TB og TF3JA og ræddu um IARU Region 1 fund sem hugsanlega mætti halda á Íslandi á árinu 2017. Evrópa, Afrika, Mið-Austurlönd og Norður-Asía tilheyra IARU svæði 1. Næsti fundur er í Varna í Búlgaríu í september á þessu ári.