Páskahátíðin nálgast. Næstkomandi fimmtudag, þann 29. mars, er skírdagur. Félagsaðstaða Í.R.A. við Skeljanes verður lokuð þann dag.

Næsti opnunardagur er fimmtudagurinn 5. apríl.

Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar páskahátíðar.

Jónas Bjarnason, TF3JB,
formaður.

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, flutti áhugaverða kynningu í Skeljanesi um Páskaleikana 2018 sem verða haldnir laugardaginn 31. mars og sunnudaginn 1. april (páskadag). Markmiðið er að fá menn í loftið og hafa gaman af.

Leikarnir fara fram á 2M – 4M – 6M – 70CM – 23CM og 80M. Allar tegundur útgeislunar (mótanir) eru heimilaðar. Hafa má samband hvenær sem er þessa 2 sólarhringa og við sömu stöð oftar en einu sinni, en a.m.k. 6 klst. þurfa þá að líða á milli QSO‘a til að fá punkta. Nánari upplýsingar: http://vhfleikar.ira.is/paskar/ Í boði eru vegleg verðlaun:

  1. verðlaun: Alinco DJ-G7T, 3-banda FM handstöð á 2M, 70CM og 23CM.
    2. verðlaun: Yaesu FTM-3200DRE/E, 2M 65W bílstöð á C4FM og FM.
    3. verðlaun: Páskaegg nr. 3.
    4. verðlaun: Páskaegg nr. 4.

Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, gefur verðlaunin.

Alls mættu 14 félagar í Skeljanes í dag. Í fundarhléi voru kaffiveitingar í boði TF3ML.

TF8KY flutti erindi um Páskaleikana.

Hluti félaga sem hlýddu á erindi TF8KY.

TF3DT skoðar Alinco DJ-G7T handstöðina sem er í 1. verðlaun.

Í fundarhléi sýndi TF3ML heimasmíðaðan tvípól fyrir nýjan radíóvita á 70 MHz. Hliðstæð loftnet verða smíðuð fyrir nýja vita á 2M og 6M.

Kynning á páskakeppni 2018. Hrafnkell, TF8KY er með kynningu í félagsaðstöðu ÍRA klukkan 14:00.

Aðalfundur ÍRA 2018 var haldinn 15. mars s.l. í sal TR í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf, m.a. stjórnarkjör. Formaður var kosinn Jónas Bjarnason, TF3JB. Til setu í stjórn til 2 ára voru kjörnir Óskar Sverrisson, TF3DC og Georg Magnússon, TF2LL. Varamenn til 1 árs voru kjörnin þau Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA og Elín Sigurðardóttir, TF2EQ. Fyrir sitja í stjórn (síðara tímabil), Einar Kjartansson, TF3EK og Jóhannes Hermannsson, TF3NE. Skoðunarmenn reikninga voru endurkjörnir, þeir Yngvi Harðarson, TF3Y, Haukur Konráðsson, TF3HK og Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS, til vara.

Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Haraldur Þórðarson, TF8HP og Andrés Þórarinsson, TF3AM, fundarritari. Félagsgjald var samþykkt óbreytt fyrir 2018-2019, 6.500 krónur. Alls mættu 33 félagsmenn á fundinn.

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar í Skeljanesi 20. mars, skipti stjórn með sér verkum samkvæmt eftirfarandi:

Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður
Óskar Sverrisson, TF3DC, varaformaður.
Georg Magnússon, TF2LL, ritari.
Einar Kjartansson, TF3EK, gjaldkeri.
Jóhannes Hermannsson, TF3NE, meðstjórnandi.

Þakkir voru samþykktar til handa þeim félagsmönnum sem nú hverfa úr stjórn. Þeir eru Jón Þ. Jónsson, TF3JA (fráfarandi formaður), Ölvir Styrr Sveinsson, TF3WZ (fráfarandi ritari), S. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY (fráfarandi varamaður) og Egill Ibsen Óskarsson, TF3EO (fráfarandi varamaður).

Frá aðalfundi 2018, ljósmynd TF1A.

Sjö áhugasamir nemendur mættu í fyrsta tíma amatörnámskeiðs í kvöld og lærðu allt um spennu, straum og viðnám hjá Herði Mar.

Sveinbjörn, Davíð, Ólafur og Magnús

Sveinbjörn, Davíð, Birgir, Haukur, Huldar og Magnús ásamt Herði Mar, TF3HM

Annað kvöld höldum við aðalfund ÍRA í sal TR í Faxafeni 12, Skeifunni Reykjavík. Fundurinn byrjar klukkan 20.

Í lögum ÍRA segir að á aðalfundi skulu eftirfarandi mál tekin fyrir:

  1. Kosinn fundarstjóri.
  2. Kosinn fundarritari.
  3. Könnuð umboð.
  4. Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar, ef einhverjar hafa borist, ræddar og bornar undir atkvæði.
  5. Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins.
  6. Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi sinna embætta.
  7. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar.
  8. Lagabreytingar.
  9. Stjórnarkjör.
  10. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.
  11. Ákvörðun árgjalds.
  12. Önnur mál.

Engar tillögur um breytingu á lögum bárust og stjórnin leggur til óbreytt félagsgjald.

Við minnum á að umboð gilda ekki til sjórnarkjörs og við minnum embættismenn félagsins á að gefa skýrslu um sín störf í þágu félagsins, ef einhver hafa verið á starfsárinu.

fh stjórnar ÍRA, 73 de TF3JA

ATH: Þetta er breyttur tími m.v. áður auglýst.  Nýr tími kl. 14:00 laugardag 24. mars.
Hvetjum Kringlukráar fundinn til að færa sig í þetta skipti í Skeljanes.
Hópur radíóamatöra sem hittist á hverjum laugardagseftirmiðdegi á Kringlukránni ákvað í dag að efna til páskaleika meðal radíóamatöra.
Í páskaleikunum verða 5 bönd undir,
80m, 6m, 2m, 4m, 70cm og 23cm og má nota hvaða mótun sem er.
Bara eitt QSO milli sömu stöðva er talið í hverjum sex klukkutíma glugga á hverju bandi alla páskana 31. mars og 1. apríl, páskadag.
Munið þetta er radíóleikur til að fá menn í loftið og til að hafa gaman af.  Aðal atriðið er ekki keppnin þó við teljum stig til að gera þetta enn skemmtilegra.  Markmiðið er að ná mönnum í loftið, að menn tali í talstöðina en ekki bara hlusti.  Við hvetjum nýja amatöra sérstaklega til að taka þátt.  Við höldum uppi gagnvirkri leikjasíðu sem við skráum samböndin á.  Síðan er í vinnslu en verður hér (smella hér) þar sem má sjá meiri upplýsingar.
Páskaegg ofl. í verðlaun fyrir fyrstu sætin.

Mynd TF3ARI í dag 10. mars 2018 á Keflavíkurflugvelli.

 .. minna ekki kúlurnar á páskaegg?

Það var okkur í stjórn ÍRA ánægja að mæla með Jónasi Bjarnasyni, TF3JB, í stöðu trúnaðarmanns viðurkenninga ARRL á Íslandi og við færum Guðlaugi K. Jónssyni, TF8GX fráfarandi trúnaðarmanni ARRL þakkir fyrir hans störf í okkar þágu. Gulli hefur einnig verið ötull starfsmaður á sýningum þar sem ARRL/IARU hefur verið með kynningarbás eins og á Ham Radio í Friedrichshafen á undanförnum árum.

fh stjórnar ÍRA de TF3JA

“Jónas Bjarnason,TF3JB, tók við sem trúnaðarmaður ARRL hér á landi þann 6. mars 2018 sem „Authorized DXCC Card Checker“. Auk DXCC, hefur hann heimild til að staðfesta QSL kort vegna umsókna um eftirtalin ARRL/IARU viðurkenningarskjöl:

WAS (Worked All States);
VUCC (VHF/UHF Century Club); og
WAC (IARU Worked All Continents).

Forveri Jónasar í embætti, var Guðlaugur Kristinn Jónsson, TF8GX, sem flytur búferlum erlendis á næstunni. Gulli sinnti verkefninu af heilindum, vandvirkni og nákvæmni í nær 10 ár og eru honum þökkuð frábær störf. Hann var skipaður til starfans í nóvember 2008.

– mynd TF3JB

Myndin er af DXCC viðurkenningarskjölum TF3IRA.”

.. segir Jónas, TF3JB í fésbókarfærslu í dag.

sælir félagar, opið í Skeljanesi í kvöld frá 20 – 22.

Kaffi á könnunni …

Amatörradíó hefur engar takmarkanir …

The HF Voyager Project – HF Voyager verkefnið

Jupiter Research Foundation Amateur Radio Club (JRFARC) byggði saman HF sendiviðtæki, KX-3 og fjarvaktaða fleytu, sjálfala sjávardróna. Markmiðið er að hafa í gangi amatörstöð sem velkist um öll heimsins höf og gerir amatörum kleyft að hafa sambönd við afskekkta staði á jörðinni.

“Styrktaraðili okkar, Jupiter Research Foundation (JRF), lánaði okkur bylgjubretti, öðru nafni fjarvaktaða fleytu og gaf okkur tæki til verkefnisins. Félagarnir í klúbbnum byggðu á brettið vatnsvarinn radíóbúnað með loftneti. Við notum bæði heimsmíðaðan og tilbúinn hugbúnað og tæki til að tryggja sjálfala rekstur um langan tíma.”

HF VOYAGER er á siglingu í Kyrrahafi

Vísun á upplýsingar um drónafleytuna HF-Voyager

LA samabnd við HF-Voyager á Kyrrahafi

LA9OFA hefur náð sambandi við fleytuna .. fjarlægðin frá honum til fleytunnar var þá um 9840 kíómetrar.

LA9OFA, Eirik á StraumsjÖen

sælir félagar, opið í Skeljanesi í kvöld frá 20 – 22.

Kaffi á könnunni og kaldar kleinur .. rabbað um heima og geima, af nógu er að taka, aðalfundur yfirvofandi og um helgina er HFAPRS.

Sjá: HFAPRS frétt og HFAPRS kynning