,

7. Stjórnarfundur ÍRA 2008

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2008.09.09 kl 21.00 í Skeljanesi

Mættir voru
TF3HR, TF3SG, TF3AO, TF3GL, TF3SNN, TF3HP og TF3PPN

1. Vetrardagskrá

Ræddar voru hugmyndir um vetrarstarfið. Varaformaður TF3SG mun hafa yfirumsjón með útfærslu vetrardagskrárinnar. Meðal hugmynda sem upp komu voru:

  • Kynning á nýjum veftólum (TF3GL, TF3BNT, TF3HR)
  • Kynning á Mix W (TF3AO, TF3PPN)
  • Kynning á D-STAR (TF3JA gæti kynnt)
  • Show and tell / græjusýning
  • Amatörbíó (TF3HR getur útvegað aðstöðu í Marel)
  • Flóamarkaður
  • Fyrirlestur um operation og report-gjöf
  • Kynning á LoTW (TF3Y)

2. Félagsheimilið

TF3HR skýrði frá að samningar hefðu fengist við ÍTR um að fá afnot af stærra herbergi í félagsaðstöðunni í Skeljanesi, en láta af hendi gamla sjakk-herbergið. Stjórnin samþykkti að þiggja boðið, enda enginn aukakostnaður þessu samfara.

TF3AO skýrði frá því að varahlutir í SteppIR-loftnetið hafa tafist vegna villu í afgreiðslu SteppIR-megin. Verið er að vinna í málinu. Turninn er í lagi og allt tilbúið til uppsetningar

TF3SG mun hafa forgöngu að því að koma nýja sjakkherberginu í stand; fyrsta verk er að mála. Safnað verður liði laugardaginn 13. september.

TF3SNN mun svo smala saman í þrifahóp til að fríska upp á aðstöðuna. TF3HR mun hafa samband við framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar til að athuga hvort þeir gætu komið að frágangi á rafmagnstöflu, fá aðgang að salerni vinnuskólans í kjallara og e.t.v. slípun á gólfum.

3. Vodafone / farsímamastur á húsinu

Vodafone hefur sótt um leyfi til Reykjavíkurborgar um að fá að setja upp farsímamastur og -búnað á húsinu, líklega á norðurgafli þess. Borgin hefur spurt félagið um afstöðu þess, en að öðru óbreyttu fær Vodafone þessa aðstöðu.

Rætt var um hættuna á truflunum: Líklegt er að truflana frá farsímasendi gæti orðið vart á VHF/UHF, samkvæmt reynslunni af slíku sambýli af endurvörpum í Reykjavík, Skálfelli og Vaðlaheiði. Sömuleiðis var talið líklegt að hætt væri á truflunum inn á farsímabúnaðinn, ef 1 kW HF yrði bímað á farsímamastrið.

Stjórnin er í stórum dráttum andvíg þessari tilhögun og ákveðið var að fela TF3GL að safna saman punktum í svar til Vodafone.

4. Nefndir

Aðalfundur 2008 stofnaði tvær nefndir:

  • Nefnd um framtíð eins-stafs-viðskeytis-kallmerkja sem í sitja TF3Y, TF3DX og TF3KB.
  • Nefnd um skilgreiningu núllsvæðis sem yrði lokaður ferill um miðhálendi Íslands. Þar sem aðalfundur kaus ekki tiltekna menn í þessa nefnd, ákvað stjórn að biðja TF3EK og TF2LL, sem voru langt komnir með þetta starf í síðustu núll-nefnd, að fullvinna tillögur sínar.

TF3GL hefur samband við báða þessa hópa og fylgist með tillögum þeirra, en ætlunin er að skilað verði tillögum til næsta aðalfundar.

5. Vefmálin

Nýr wiki-baseraður, gagnvirkur vefur er í smíðum hjá félaginu og verður hann komið í loftið síðar í septembermánuði. Sama á við um nýja spjallþráðavél. Stjórnin mun taka ákvörðun um að færa ira.is yfir á nýja vefinn þegar allt innihaldsefni þykir vera komið í gott horf.

6. Skjalavarsla

TF5B hefur sent ritara félagsins fyrir félagsins hönd afrit af fundargerðum og ýmsum skjölum félagsins sem hann hafði í fórum sínum. Fól stjórnin skjalaverði TF3SNN að taka skjölin til vörslu, en hann er að hefur einnig verið að skanna og flokka önnur skjöl í eigu félagsins.

7. Önnur mál

Tekið var fyrir bréf til stjórnar frá TF2WIN um tillögur að endurbótum á félagsaðstöðu. TF3SG mun svara bréfinu.

TF3SG vakti máls á og mun athuga með aðgangsheimildir nágrannalanda að 70 MHz-bandinu m.t.t. undirbúnings að umsókn til Póst- og fjarskiptastofnunar um aðgang að þessu tíðnisviði.

Fundi slitið kl 23.00

Fundargerð ritaði TF3GL

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three + eight =