,

6. Stjórnarfundur ÍRA 2018

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 13. Mars 2018.

Fundur hófst kl. 17:00 og var slitið kl. 19:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.

Mættir: TF3JA, TF3EK og TF3LY.

Fundarritari: TF3JA

Dagskrá

1. Aðalfundur

Aðalfundur, rætt um gagnrýni sem komið hefur fram á að aðalfundur skuli vera boðaður að kvöldi til í miðri viku. Ákveðið að fresta ekki fundi en viðurkennt að betra væri að hafa fundinn um helgi á miðjum degi vegna þeirra sem búa lengra frá Reykjavík og gætu lent í slæmum veðrum

2. Skýrsla formanns

Formaður kynnir skýrslu formanns um starfssemi félagsins undanfarið ár sem er byggð á innleggi frá Ölvi, Einari, Hrafnkeli og Óskari.

3. Reikningar lagðir fram

Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga og ætlar að senda á alla stjórnarmenn ásamt lista yfir félagsmenn sem hafa greitt félagsgjaldið.

4. Meðbæli á breytingum.

Frá útgáfu nýrrar reglugerðar hefur stjórn mælt með einsbókstafs viðskeytum til Ara Þórs, TF1A og Sveinbjörns Jónssonar, TF8V.

5. Lyklabox

Lyklabox í Skeljanesi. Rætt um að beina því því til næstu stjórnar að ljúka því verkefni og ákveðið að amatörar mættu nota stöð félagsins á eigin kallmerki en þó ekki í keppnum eða á dögum sérstakra tilefna eins og t.d. komandi Marconidegi, 18. apríl. Og sett verði skilyrði að öll sambönd séu fær í loggbók stöðvarinnar, logger32, sem er á fartölvunni við stöðina. Einnig rifjað upp að Pfs hefur heimilað amatörum að leyfa gestum almennt að nota, virkja, starfrækja sína stöð á kallmerki stöðvarinnar í kynningarskyni. Og ástæða til að hvetja sem flesta að gera slíkt til að útbreiða áhugamálið sem víðast.

 6. Félagsgjald.

Ákveðið að leggja til óbreytt félagsgjald á komandi aðalfundi.

7. Stjórn

Rætt um að bjóða núverandi stjórn áfram til starfa að mestu óbreytta. Formaður kannar hug stjórnarmanna.

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

ten + 9 =