,

5. Stjórnarfundur ÍRA 2017

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 11. maí 2017.

Fundur hófst kl. 17:00 og var slitið kl. 19:45.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.

Mættir: TF3JA, TF3DC, TF3EK, TF3WZ og TF8KY.

Fundarritari: TF3WZ

Dagskrá

1. Amatörleyfi fyrir umsækjanda

Stjórn felur formanni að vinna í málinu fyrir aðila sem sækist eftir amatörleyfi en á erfitt með hefðbundið próf. Fyrirspurn verður lögð fyrir Prófnefnd.

2. Námskeið

Stefnt verður á námskeið með haustinu. Stefnt er að hefja námskeið í byrjun október og enda með prófi 11. nóvember.

3. CQ WPX þáttaka

TF3DC mun kanna áhuga manna á að taka þátt í keppninni með félagsstöðinni.

4. VHF leikarnir

TF8KY mun taka að sér að halda utan um VHF leikana sem eru á dagskrá fyrstu helgina í júlí, 1. og 2. júlí.

5. Útileikar

TF3EK mun taka að sér að halda utan um Útileikana, 4. – 7. ágúst.

6. Vitahelgi

Félagið mun styðja við þá hópa sem stunda Vitahelgi eftir bestu getu. Mun tilnefndur tengiliður, auglýstur síðar, sjá um samskipti varðandi Vitahelgi.

7. Sjómannadagurinn

Félagið mun athuga hvort einhver hefur áhuga á að kynna félagið/radíóamatör áhugamálið á Sjómannadaginn.

8. Skrif á heimasíðu

Ritari mun taka að sér að setja inn auglýsingu/frétt sem óskað er eftir “fréttamönnum” sem tækju að sér að setja inn efni/fréttir á vef félagsins. Ritari mun setja upp dagskrá fyrir fréttaskrifara.

9. Nýir radíóamatörar

Nýir radíóamatörar verða boðnir velkomnir 1. júní. TF3JA mun sjá um að hafa samband við nýja radíóamatöra boða þá velkomna. Einnig mun TF3JA athuga með að fá reynda amatöra til að sýna nýjum amatörum ýmis forrit sem og aðra hluti sem gott er að hafa í huga.

10. Flóamarkaður

Flóamarkaður verður haldinn 21. maí. Formaður kannar hvort TF3AB er ekki til í að sjá um markaðinn með aðstoð stjórnar félagsins.

 11. Loftnetadagur

Stefnt verður að því að hafa loftnetadag um Hvítasunnuhelgina. Fá góða menn í að fara yfir loftnet og prófa eitt og annað. Fá menn til að koma með loftnetin sín og sýna þau. TF3JA mun skoða málið.

12. Fundur með Póst og Fjarskiptastofnun

TF3JA mun óska eftir fundi með PFS varðandi reglugerðarbreytingar sem um hefur verið gerð fyrirspurn.

13. Öryggi á heimasíðu

TF3WZ setti inn öryggistól til að verja WordPress vefinn. Öryggistólin geta valdið örlitlum óþægindum s.s. því að það lokast á menn skrái þeir inn rangt leyniorð. Að örðu leiti ætti þetta ekki að trufla vefinn.

14. Næsti stjórnarfundur

Stefnt er á að halda næsta stjórnarfund 15. júní.

15 Viðgerð á þaki

TF3JA mun kanna hvort RVK mun koma og gera við leka á þaki. Sú könnun leiddi ljós að viðerð mun eiga sér stað á næstunni.

 16 Húsgagnakaup

Rætt var með kaup á húsgögnum fyrir félagsheimli. Tveir sófar eru í boði á góðu verði, 100 þúsund samtals. Samþykkt var að kaupa þá.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eighteen − seventeen =