,

11. Stjórnarfundur ÍRA 2015

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 26. ágúst 2015.

Fundur hófst kl. 19:30 og var slitið kl. 22:05.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3KY, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG.

Mættir: TF3JA, TF3FIN, TF3EK, TF3DC, TF3SG og TF8KY.

TF3SG þurfti að yfirgefa fundinn kl. 20:40

Fundarritari: TF3KY

Dagskrá

1. Dagskrá

TF3JA lagði fram dagskrá fundarins sem samþykkt var af stjórn.

2. Fundargerðir

Ritari leggur fram fundargerðir stjórnarfunda 4 – 10 til samþykktar. Fundargerðirnar voru samþykktar með smávægilegum tillögum að formbreytingum fyrir komandi fundargerðir.

3. Prófnefnd

Tillaga frá TF3FIN um að skipa TF3EK í prófnefnd. Stjórn samþykkir að skipa TF3EK í prófnefnd í stað eins meðlims prófnefndar og fela formanni ÍRA, TF3JA að hafa samráð við formann prófnefndar um breytinguna.

4. Fréttahöfundar CQ TF

TF3JA leggur fram tillögu um að dreifa betur hlutverki fréttahöfunda á CQ TF vefinn. Hann leggur til að stjórnarmenn skiptist á að skrifa eina frétt í viku sem send er til ritstjóra til ritskoðunar. TF3EK leggur til að leitað verði til TF3IK (Snorra) til að taka að sér hlutverk ritsjóra. TF3JA leggur til að ritari velji röð stjórnarmanna af handahófi til að skrifa fréttir á vefinn. Röðin er: TF3DC, TF3EK, TF3JA, TF3SG, TF8KY, TF3FIN.

5. Námskeið

Hvenær skal halda næsta námskeið? TF3SG leggur til að auglýst verði til að kanna þáttöku þar sem það hefur reynst vel. TF3JA tekur að sér að birta auglýsingu.

6. Þrif á félagsheimili

Af einhverjum ástæðum hefur þrifum verið hætt í sumar. TF3JA veltir fram spurningu um hvort skuli halda því fyrirkomulagi sem áður var. TF3DC tekur að sér að leita eftir því að það fyrirkomulag sem áður var haft og hafði reynst ágætlega þó það hafi ekki verið fullkomið.

7. Lyklabox

TF3JA leggur til að keypt verði lyklabox eins og áður hefur verið rætt. Stjórn samþykkir að kaupa lyklaboxið. TF8KY tekur að sér að setja saman umgengnisreglur með aðstoð TF3DC og TF3SG. Þegar umgengnisreglur liggja fyrir skal setja upp lyklaboxið.

8. Stöðvastjóri

TF3JA tekur fram að félagið vanti stöðvarstjóra til að hafa umsjón með viðhaldi loftneta og búnaði félagsins og til að skipuleggja aðstoð við sérstök verkefni. TF3SG leggur til að allir stjórnarmenn skoði það hver gæti gengið í embættið. Ítrekað er að formaður gegni hlutverki stöðvarstjóra þangað til fundist hefur maður í embættið.

9. Loftnetsmál

TF3SG segir að hann og TF3CY hafa rætt hugmyndir um vertical fyrir 80m bandið. Þeir eiga í sameiningu mest af því efni sem þurfi til og og séu tilbúnir til að leggja til vinnu við að koma slíku loftneti upp.

10 StepIR

TF3JA leggur til að StepIR netið verði sett upp aftur og hætt verði við að selja hann eins og ákveðið var á 10. stjórnarfundi þann 11.08.2015. Tillagan var samþykkt.

11. Önnur loftnet

Loftnetum sem félagið á skal koma í lag einu á eftir öðru og nýta sem best það sem til er. Auk þess voru ræddar tillögur að vírloftnetum fyrir t.d. 160m og 80m böndin.

12. Viðburðir á fimmtudögum

Ákveðið að fylgja eftir ákvörðun frá 7. stjórnarfundi þann 30.06.2015 að TF3FIN, TF3EK og TF8KY skipi vinnuhóp sem leggi fram viðburði á völdum fimmtudagskvöldum. Vinnuhópurinn er opinn fyrir tillögum félagsmanna.

13 Kallmerki á menninganótt

Stjórninni fannst ekkert athugavert að nota kallmerkið TF3IRA í hljómskálagarðinum á laugardegi menningarnóttar frekar en TF3IRA/P eða TF3IRA/3.

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × 3 =