,

4. stjórnarfundur ÍRA 2013

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 23. maí 2013.

Fundur hófst kl. 19:15 og var slitið kl. 20:10.

Stjórn: Formaður TF3SG, varaformaður TF3AM, ritari TF3SB, gjaldkeri TF3CY, meðstjórnandi TF3HRY, varamaður TF2LL og varamaður TF2WIN.

Mættir: TF2JB, TF3SB, TF2LL, TF3BJ, TF3UA, TF2WIN, TF3SG og TF3HRY.

Fundarritari: TF3CY

Dagskrá

1. Setning fundar

Fundur settur kl 19:15 , drög að dagskrá samþykkt

2.  Fundargerð seinasta fundar samþykkt.

Fundargerð seinasta fundar samþykkt.

3. Stjórnarskipti, skipan stjórnar og embættismanna.

a. Kveðjustund TF3SG formaður þakkar fyrrverandi formanni stjórnar ÍRA Jónasi Bjarnasyn, TF3JB sérstaklega fyrir frábærlega vel unnin störf og gefur Jónasi TF2JB fráfarandi formanni orðið. Jónas afhenti 3SG upplýsingablað um ýmis atriði. Jónas biður um vandaða vinnu við kallmerkja “banka” sem hann hefur viðhaldið. Jónas talaði um að ekki hafi náðst að skipa ritstjóra CQTF. Einnig var talað um viðurkenningar fyrir nýja heiðursfélaga (TF3DX, TF3KB). Einnig þarf stjórn að útdeila viðurkenningar platta fyrir TF útileika.

TF3BJ – óskar stjórn alls góðs og leggur til að skoða þjónustugjöld banka. og frekari upplýsingar varðandi flutning á prókúru
TF3UA – hamingjuóskir og þakkir – leggur til pappírsgögn ritara og disk.
b. Stjórn skiptir með sér verkum
TF3SG Formaður
TF3AM varaformaður
TF3CY Gjaldkeri
TF3SB Ritari
TF3HRY Meðstjórnandi
TF2LL Varamaður
TF2WIN Varamaður
Tengiliður Póst og fjar. TF3HRY

c.  Lagt til að skipun embættismanna verði óbreytt.

d. Myndataka frestast, enda vantar TF3AM,

4. Innkomin/útsend erindi.

engin erindi hafa borist

5. Yfirferð verkefna

a. Innheimta félagsgjalda. Minnt er á að gjalddagi er 1 Júní – svo það þarf að byrja að undirbúa innheimtu félagsgjalda.

6. Aðalfundur 2013

Yfirstaðinn – tókst vel – ekkert sérstaklega bókað um það.

7. Starfsáætlun stjórnar

verður ekki lögð fyrir að svo stöddu en veður byrjað að vinna í henni.

8. CQ-TF – næsta blað

Það þarf að finna ritstjóra.

9. Fundir stjórnar, fundartími

a. Næsti stjórnarfundur verður í Júlí, enda eru margir erlendis á þessum tíma.

b.Formaður mætir á Fund IARU Svæðis 1 í Friedrichshafen í Þýskalandi 28. júní n.k

10. Önnur mál

Engin sérstök mál að svo stöddu, en það var rætt um að halda flóamarkað við fyrsta tækifæri.

11. Fundarslit.

Fundarslit kl 20:10

fundargerð ritaði TF3CY

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eleven + eleven =